Þrívídd fyrir unga fólkið

ritstjon-mynd2.jpg
Auglýsing

Þrí­vídd er nýr vef­mið­ill sem ­stofn­aður var til að gefa ungu fólki vett­vang til að koma skoð­unum sín­um, hugs­unum og list­greinum á fram­færi. Heima­síða Þrí­víddar er í senn ein­föld og smekk­leg, en fólkið á bak­við hana er á aldr­inum 16 til 25 ára, að því er fram kemur í ágripi heima­síð­unn­ar. Sam­kvæmt henni hefur hópur af ólíku fólki unnið hörðum höndum í sjálf­boða­starfi að gerð síð­unnar und­an­farna mán­uði.

Rit­stjórn Þrí­víddar skipa Ása Bríet Bratta­berg, Sóley Sig­ur­jóns­dótt­ir, Stefán Ingvar Vig­fús­son og Þor­steinn Eyfjörð. Ása og Sóley eru átján ára, Stefán Ingvar er 21 árs og Þor­steinn er nítján ára gam­all.

Hópur sem vill reyna að bæta sam­fé­lagið"Hug­myndin að Þrí­vídd kom því okkur fannst vanta vett­vang fyrir rödd unga fólks­ins í fjöl­miðl­um, hvort sem það væri til að fjalla um mál­efni sem tengj­ast ung­mennum eða til að koma ungum lista­mönnum á fram­færi. Mið­ill­inn er þess vegna hugs­aður sem opinn vett­vangur fyrir mál­efni og menn­ingu ung­menna þar sem allir geta kom­ist að og tekið þátt." Þetta segir Ása Bríet Bratta­berg, í sam­tali við Kjarn­ann.

"Það er ótrú­lega skemmti­legt að sjá hvað það er mikið af ungu hæfi­leik­a­ríku fólki á Íslandi sem er að gera spenn­andi hluti."

Auglýsing

Ása segir stóran hóp koma til með að skaffa efni fyrir Þrí­vídd. "Hóp­ur­inn sam­anstendur af mjög ólíkum ein­stak­lingum á mis­mun­andi aldri, sem allir eiga þó sam­eig­in­legt að vilja reyna bæta sam­fé­lag­ið; hvort sem það er með því að koma efni­legum lista­mönnum á fram­færi eða gagn­rýna mál­efni sem eru þeim mik­il­væg. Hóp­ur­inn er kom­inn hátt í 50 manns af penn­um, ljós­mynd­ur­um, mat­ar­blogg­ur­um, auk þess sem við tökum alltaf við aðsendum grein­um, en við erum alltaf opin fyrir að stækka hóp­inn."

Hafa fjár­magnað verk­efnið úr eigin vasa til þessaFram til þessa hefur hóp­ur­inn sem stendur að Þrí­vídd fjár­magnað verk­efnið úr eigin vasa. "Í byrjun lögðum við sjálf út fyrir öllu á bak­við síð­una, en í næsta mán­uði ætlum við einmitt að halda okkar fyrsta Þrí­vídd­ar­við­burð sem verður bæði til fjár­mögn­unar fyrir síð­una og góð afþrey­ing fyrir spræka fólk­ið. Hann verður nánar aug­lýstur síð­ar."

Ása Bríet segir aðstand­endur Þrí­víddar leita í sífellu að nýjum hug­myndum til að bæta vef­síð­una. Hún segir að Þrí­vídd ætli sér að vera rödd unga fólks­ins í fjöl­miðl­um. "Það er ótrú­lega skemmti­legt að sjá hvað það er mikið af ungu hæfi­leik­a­ríku fólki á Íslandi sem er að gera spenn­andi hluti. Það virð­ist oft gleym­ast að ung­menni hafa líka skoð­an­ir, sér­stak­lega á mál­efnum sem koma þeim við, eins og hag­munum stúd­enta, stytt­ingu náms til stúd­ents­prófs og öld­unga­deild. Allt eru þetta mál­efni þar sem ung­menni eru í brennid­epli."

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None