Alþjóðleg samtök blaðamanna fordæma Þóreyju Vilhjálmsdóttur

Thorey.Vilhjalmsdottir.jpg
Auglýsing

Alþjóð­leg sam­tök blaða­manna, International Press Institu­te, for­dæma Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, aðstoð­ar­mann Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, fyrir að krefj­ast fang­els­is­dóms yfir blaða­mönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magn­ús­syni og Jóhanni Páli Jóhanns­syni. Þetta kemur fram í frétt á vef­síðu blaða­manna­sam­tak­anna, sem birt­ist í gær.

Jón Bjarki og Jóhann Páll full­yrtu í frétt DV að Þórey væri starfs­maður B hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem væri grun­aður af lög­reglu­yf­ir­völdum um að hafa lekið trún­að­ar­upp­lýs­ingum í leka­mál­inu svo­kall­aða. DV dró frétt­ina sam­dæg­urs til baka og bað Þóreyju afsök­unar á mis­tök­un­um.

Scott Grif­fen, sér­stakur ráð­gjafi sam­tak­anna varð­andi rit­stjórn­ar­legt frelsi, segir í áður­nefndri frétt að sam­tökin séu slegin yfir kröfu Þór­eyj­ar, sem sé allt of harka­leg miðað við til­efn­ið. "Að opin­ber starfs­maður sæk­ist eftir fang­els­is­dóm, eða í raun refs­ing­ar, fyrir eitt­hvað sem virð­ist hafa verið heið­ar­leg mis­tök í tengslum við alvar­lega rann­sókn, gefur ekki til kynna að fjöl­miðlar njóti virð­ingar sem varð­hundar almenn­ings."

Auglýsing

Þá hvetur Grif­fen íslensk stjórn­völd til að end­ur­skoða ­meið­yrða­lög­gjöf­ina á Íslandi, til að koma í veg fyrir mis­notkun hennar og mögu­leg áhrif til þögg­unar í fjöl­miðla­sam­fé­lag­inu. Við end­ur­skoðun lög­gjaf­ar­innar verði að huga að því hún verndi blaða­menn frá lög­sókn­um, svo lengi sem þeir hafi unnið í góðri trú og farið að siða­regl­um.

 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None