Um 40 þúsund Íslendingar í hættu á fátækt eða útskúfun

10054153325-eae06387b7-z.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 123 millj­ónir manna innan Evr­ópu­sam­bands­ins voru í hættu á því að lenda í fátækt eða í félags­legri útskúfun á á árinu 2013. Til að falla í þann hóp þarf að upp­fylla að minnsta kosti eitt af þremur skil­yrð­um: að vera í hættu á að lenda undir fátækrar­mörkum í kjöl­far versn­andi sam­fé­lags­stöðu, að búa við mjög bág­borin fjár­hags­leg skil­yrði eða að búa á heim­ili þar sem atvinnu­þátt­taka er lít­il.

Hlut­fall þeirra sem eru í áhættu­hópnum dróst smá­vægi­lega saman á milli ára, úr 24,8 pró­sent í 24,5 pró­sent. Hlut­fall Evr­ópu­sam­bands­búa sem eru í áhættu­hópnum er hins vegar enn hærra en það var árið 2008, þegar það var 23,8 pró­sent. Fækkun fólks í þessum áhættu­hópi er ein af helstu mark­miðum Europe 2020 áætl­unar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum sem Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, birti í dag.

Ástandið skást á Íslandi en hefur versnaðEurostat tekur líka saman tölur yfir þau ríki sem eiga aðild að Evr­ópska Efna­hags­svæð­inu, og þar með Ísland.  Hlut­fall þeirra Íslend­inga sem eru í hættu á að lenda í fátækt eða félags­legri útskúfun er lægra en allra hinna land­anna sem Eurostat skoð­ar. Ein­ungis 13 pró­sent lands­manna er í áhættu­hópn­um. Það gera samt sem áður um 40 þús­und manns í sam­fé­lagi sem telur um 328 þús­und manns.

Það er líka áhyggju­efni fyrir Ísland að hlut­fall þeirra sem til­heyra þessum áhættu­hópi hefur hækkað tölu­ert frá árinu 2008, þegar það var 11,8 pró­sent. Fjöldi þeirra Íslend­inga sem eru í hættu á að verða fátækur eða félags­lega útskúf­aður hefur því auk­ist um fjögur þús­und, eða um níu pró­sent. Aukn­ing er lang­mest í þeim hópi sem býr á heim­ili þar sem atvinnu­þátt­taka er lít­il.

Auglýsing

Staðan verst í Búlgaríu og Rúm­eníuInnan Evr­ópu­sam­bands­ins er fjöldi þeirra sem eru í hættu á að lenda í fátækt eða félags­legri útskúfun hlut­falls­lega mestur  í Bulgaríu (48 pró­sent), Rúm­eníu (40,4 pró­sent), Grikk­landi (35,7 pró­sent), Lett­landi (35,1 pró­sent) og Ung­verja­landi (33,5 pró­sent). Hlut­fallið er lægst í Tékk­landi (14,6 pró­sent), Hollandi (15,9 pró­sent), Finn­landi (16 pró­sent) og Sví­þjóð (16,4 pró­sent).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None