Marel borgar sekt vegna brota gegn upplýsingaskyldu

arnioddur-1.jpg
Auglýsing

Marel hf. braut gegn upp­lýs­inga­skyldu­á­kvæði laga um verð­bréfa­við­skipti þegar félagið birti ekki taf­ar­laust inn­herj­a­upp­lýs­ingar um upp­sögn Theo Hoen sem for­stjóra og ráðn­ingu Árna Odds Þórð­ar­sonar í starfið í hans stað. Marel féllst á að greiða sátt vegna máls­ins að fjár­hæð 3,3 millj­ónir króna.

Máls­at­vik eru þau að þann 30. októ­ber 2013 til­kynnti Marel Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME) um að tekin hefði verið ákvörðun um frestun á birt­ingu ákveð­inna inn­herj­a­upp­lýs­inga, en Marel er skráð á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Í sam­komu­lag­inu sem FME og Marel gerðu vegna brots­ins, og var gert 30. apríl en fyrst birt í morg­un, seg­ir: „Hinn 1. nóv­em­ber 2013, um kl. 13:20, varð máls­að­ila ljóst að trún­aður um umræddar inn­herj­a­upp­lýs­ingar var ekki lengur tryggð­ur. Sama dag, kl. 15:25, var birt til­kynn­ing með umræddum upp­lýs­ing­um. Liðu því um 125 mín­útur frá því að máls­að­ila varð ljóst að skil­yrði frest­unar á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga voru ekki lengur til staðar þar til upp­lýs­ing­arnar voru gerðar opin­berar í sam­ræmi við 1. mgr. 122. gr. vvl. Máls­að­ili hafði sam­band við Nas­daq OMX Iceland hf. (Kaup­höll­in) kl. 13:47 og óskaði eftir að við­skipti með hluta­bréf í félag­inu yrðu stöðvuð tíma­bund­ið“.

Ástæða þess að við­skiptin voru stöðvuð tíma­bundið var að frétta­vef­ur­inn DV.is hafði greint frá yfir­vof­andi ráðn­ingu Árna Odds í starf for­stjóra Mar­el. Ljóst var að um mögu­lega verð­mynd­andi inn­herj­a­upp­lýs­ingar væru að ræða og að þær væru farnar að leka út áður en til­kynnt hefði verið um þær opin­ber­lega. Því var ákveðið að loka fyrir við­skipt­in. Um 300 millj­óna króna við­skipti voru með bréf í Marel eftir að DV birti frétt sína og þar til að við­skipti með þau voru stöðv­uð.

Auglýsing

Hægt er að lesa til­kynn­ingu FME um sam­komu­lagið hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None