Ríkissjóður sparar sér rúmlega milljarð

kronurVef.jpg
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi í gær frá sér frétta­til­kynn­ingu þess efnis að rík­is­sjóður hefði með góðum árangri gefið út skulda­bréf í evr­um. Um var að ræða fyrstu opin­beru útgáfu rík­is­sjóðs í Evr­ópu frá árinu 2006.

Útgáfan var upp á 750 millj­ónir evra, um 116 millj­arða króna, og er til sex ára. And­virðið á að not­ast til að for­greiða tví­hliða lán sem Norð­ur­löndin veittu Íslend­ingum í tengslum við efna­hags­á­ætlun íslenskra stjórn­valda og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins í lok árs 2008. Vextir nýju lán­anna eru um eitt pró­sent lægri en vextir gömlu lán­anna og því minnkar vaxta­kostn­aður rík­is­ins um rúm­lega 1,1 millj­arð króna á árs­grund­velli við töku nýju lán­anna.

Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs eru þó enn mjög há, enda skuldir hans enn miklar í kjöl­far efna­hags­hruns­ins haustið 2008. Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2014 voru vaxta­gjöld rík­is­sjóðs á því ári sögð vera 75,5 millj­arðar króna.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/1[/em­bed]

Góðar fréttir fyrir bank­annaVel heppnuð útgáfa rík­is­sjóðs, og sú mikla umfram­eft­ir­spurn sem var eftir henni, eru góðar fréttir fyrir íslensku bank­anna. Þeir hafa und­an­farin ár verið að feta sig inn á erlenda fjár­mögn­un­ar­mark­aði og þurft að greiða hátt verð fyrir þá fjár­mögnun sem þeir hafa sótt þang­að, þ.e. þegar slíkt hefur tek­ist. Á sama tíma og bankar frá Írlandi, Ítal­íu, Spáni og Grikk­landi, evru­löndum sem höfðu lent í gríð­ar­legum efna­hags­legum hremm­ing­um, gátu gefið út skulda­bréf sem lækk­uðu fjár­magns­kostnað þeirra hefur útgáfa íslensku bank­anna fyrst og síð­ast verið til að sýna fram á þeir gætu gefið út bréf úti í hinum stóra heimi.

Í byrjun maí til­kynnti Arion banki til að mynda að hann ætl­aði að fresta 300 til 500 milljón evra útgáfu í Evr­ópu, sem átti að vera til þriggja ára, vegna þess að kjörin sem bank­anum bauðst voru allt of dýr.

Þær hindr­anir sem helst hafa staðið í vegi fyrir að íslensku bank­arnir geti fengið boð­leg kjör eru að mestu leyti heima­til­bún­ar. Íslenska krón­an, láns­hæf­is­mat íslenska rík­is­ins og skortur á trú­verð­ugri áætlun um losun gjald­eyr­is­hafta eru atriði sem skiptu þar miklu máli. Með vel heppn­aðri útgáfu rík­is­sjóðs eru vonir bundnar við það innan íslenska fjár­mála­geirans að kjör banka muni batna tölu­vert í kjöl­far­ið.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None