María Ólafs tæp inn í úrslit Eurovision... samkvæmt veðbönkum

eurovision_2015_1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt vef­síð­unni Oddschecker, sem heldur utan um veð­mála­stuðla helstu veð­mála­síðna heims, kemst fram­lag Íslands í Eurovision, Unbro­ken, í flutn­ingi Maríu Ólafs­dótt­ur, upp úr seinni und­an­úr­slit­ar­iðl­inum í kvöld og inn í úrslit söngvakeppn­inn­ar. Með naum­indum þó.

Íslenska lagið verður það níunda inn í úrslitin sam­kvæmt spá Oddschecker, en tíunda og síð­asta lagið upp úr riðl­inum verður fram­lag Pól­lands ef spáin gengur eft­ir. Sjö ­þjóðir þykja næsta öruggar inn í úrslitin sam­kvæmt veð­bönk­um; Sví­ar, Norð­menn, Aser­ar, Sló­ven­ar, Lettar, Ísra­elar og Kýp­verj­ar. Auk Íslands munu fjórar aðrar þjóðir berj­ast hat­ramm­lega um síð­ustu þrjú sætin í úrslit­un­um; Lit­há­ar, Pól­verjar, Svart­fell­ingar og Malt­verj­ar.

Sænska lag­ið, Her­oes í flutn­ing Måns Zel­merlöw, er spáð fyrsta sæt­inu í riðl­in­um, en lagið þykir sömu­leiðis mjög sig­ur­strang­legt í sjálfum úrslitum Eurovision, sem fram fara á laug­ar­dag­inn.

Auglýsing

Telur íslenska lagið eiga ágætis mögu­leikaBaldvin Þór Bergsson er staddur í Vín til að fylgjast með Eurovision. Bald­vin Þór Bergs­son er staddur í Vín til að fylgj­ast með Eurovision. Mynd: BÞB

Bald­vin Þór Bergs­son, einn fremsti sér­fræð­ingur RÚV í Eurovision, er staddur í Vín­ar­borg þar sem hann fjallar um ævin­týri íslenska hóps­ins í söngvakeppn­inni. Hann er bjart­sýnn á vel­gengni íslenska lags­ins.

„Ég held að mögu­leik­arnir séu ágætir en stað­reyndin er sú að þetta er sterkur rið­ill. Í fyrra var Ísland í riðli með 14 öðrum þjóðum en nú eru það 17 lönd sem berj­ast um 10 sæti þannig að mögu­leik­arnir eru minni. Við treystum hins vegar á stig frá Sví­þjóð, Nor­egi, Bret­landi og Ástr­alíu að minnsta kosti og svo er nú lík­legt að Eistar verði góðir við okk­ur. Að minnsta kosti hafa flytj­endur þeirra verið dug­legir að tala um það við íslenska fjöl­miðla­menn að Ísland hafi verið fyrsta ríkið til að við­ur­kenna sjálf­stæði þeirra.“

Þá telur Bald­vin Þór að Ísland geti nán­ast reitt sig á stig frá Bretum og Áströl­um, en þjóð­irnar mega greiða atkvæði í kvöld. „Bretar hafa yfir­leitt gefið okkur stig og kannski er tón­list­arsmekkur þjóð­anna svip­að­ur. María hefur svo verið dug­leg að hrósa ástr­alska flytj­and­anum og mæta í við­töl við ástr­alska fjöl­miðla þannig að það ætti að skila stig­um.“

Slag­ur­inn mun standa á milli Svía, Ítala, Rússa og Ástr­alaVeð­bankar eru ekki alveg á eitt sáttir um hvaða lag muni bera sigur úr býtum í úrslitum Eurovision-keppn­inn­ar, en ljóst þykir að bar­áttan um sig­ur­verð­launin muni standa á milli Svía, Ítala, Rússa og Ástr­a­la.

Það blæs hins vegar ekki svo byr­lega fyrir Maríu okkar Ólafs­dóttur og félaga í íslenska hópnum sam­kvæmt veð­bönk­um, en eins og staðan lítur út í dag á Oddschecker er fram­lagi Íslands spáð hinu víð­fræga 16. sæti í keppn­inni, og hefur lækkað um tvö sæti frá því í gær. Eins og kunn­ugt er stígur María á sviðið í Vín í kvöld, og við­búið er að spá veð­bank­anna breyt­ist ef flutn­ingur fram­lags Íslands gengur vel.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None