Breskir fjárfestar eru komnir lengra en margir átta sig á í því að undirbúa lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlandseyja sem leiðir rafmagn og hafa áform þeirra verið kynnt fyrir fjölmörgum fjárfestum í Evrópu auk ráðamanna hér á landi. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu og hefur miklu verið kostað til. Verkefnið er kallað Atlantic Supergrid (ASG), eða Atlantshafsdreifikerfið, og miðar að því að fjármagna og setja upp 1.000 kílómetra langan sæstreng til Íslands sem hefur burðargetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1.200 megavött, af raforku. Markmið verkefnisins er að útvega meira en tveimur milljónum breskra heimila vistvæna orku, að því er segir í kynningargögnum frá hópnum sem vinnur að verkefninu.
Mikill þungi í verkefninu
Einn af þeim sem leiða verkefnið er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands úr Íhaldsflokknum, Charles Hendry, en í hans tíð sem ráðherra, árið 2012, var undirrituð viljayfirlýsing við íslensk stjórnvöld sem miðar að því að skoða möguleika lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands. Hendry hefur síðan unnið ötullega að undirbúningi verkefnisins, í samstarfi við fleiri sérfræðinga, sem hafa víðtæka reynslu af fjármögnun stórra verkefna.
Þetta er örstutt útgáfa af fréttaskýringu Kjarnans um málið. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.