Með sæstrenginn á teikniborðinu

hafsbotn_vef.jpg
Auglýsing

Breskir fjár­festar eru komnir lengra en margir átta sig á í því að und­ir­búa lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­landseyja sem leiðir raf­magn og hafa áform þeirra verið kynnt fyrir fjöl­mörgum fjár­festum í Evr­ópu auk ráða­manna hér á landi. Mikil alvara er að baki und­ir­bún­ings­vinnu og hefur miklu verið kostað til. Verk­efnið er kallað Atl­antic Supergrid (AS­G), eða Atl­ants­hafs­dreifi­kerf­ið, og miðar að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra langan sæstreng til Íslands sem hefur  burð­ar­getu upp á 1,2 gíga­vatt­stund­ir, eða 1.200 mega­vött, af raf­orku. Mark­mið verk­efn­is­ins er að útvega meira en tveimur millj­ónum breskra heim­ila vist­væna orku, að því er segir í kynn­ing­ar­gögnum frá hópnum sem vinnur að verk­efn­inu.

almennt_08_05_2014

Mik­ill þungi í verk­efn­inuEinn af þeim sem leiða verk­efnið er fyrr­ver­andi orku­mála­ráð­herra Bret­lands úr Íhalds­flokkn­um, Charles Hendry, en í hans tíð sem ráð­herra, árið 2012, var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing við íslensk stjórn­völd sem miðar að því að skoða mögu­leika lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­lands. Hendry hefur síðan unnið ötul­lega að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins, í sam­starfi við fleiri sér­fræð­inga, sem hafa víð­tæka reynslu af fjár­mögnun stórra verk­efna.

Þetta er örstutt útgáfa af frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

Auglýsing

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None