Meint maraþonsvindl fyrir dómstól ÍSÍ í næstu viku

29km-m01-Nautholsvik-2-715x320.jpg
Auglýsing

Dóm­stóll ÍSÍ mun í næstu viku kveða upp dóm sinn varð­andi meint svindl Arn­ars Pét­urs­sonar í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Þetta stað­festir Gunnar Guð­munds­son for­maður dóm­stóls­ins í sam­tali við Kjarn­ann. Arnar kom fyrstur Íslend­inga í mark í hlaup­inu, og var krýnd­ur Ís­lands­meist­ari karla í mara­þoni.

Hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son, sem kom annar í enda­mark Reykja­vík­ur­mara­þons­ins rúmum níu mín­útum á eftir Arn­ari, kærði úrslit hlaups­ins til yfir­dóm­nefndar mara­þons­ins. Í kæru máls­ins er Arnar sak­aður um svindl með því að njóta lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna í hlaup­inu, sem hafi verið brot á reglum mara­þons­ins. Kjarn­inn greindi fyrst frá mál­inu.

Í reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, segir í 10. grein: "Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem vilja fylgja."

Auglýsing

Verður Íslands­meist­ari karla í mara­þoni sviptur titl­in­um?Yf­ir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins tók kæruna til efn­is­legrar með­ferð­ar á fundi þann 28. ágúst síð­ast­lið­inn. Í úrskurði dóm­nefnd­ar­innar er við­ur­kennt að reglur mara­þons­ins hafi verið brotn­ar, en hin birtu úrslit hlaups­ins skuli engu að síður standa óhögguð. Ekki þótti sannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjól­reiða­mann­anna, og í ljósi yfir­burða Arn­ars í hlaup­inu taldi dóm­nefndin að fylgd umræddra hjól­reiða­manna hafi ekki haft áhrif á úrslit mara­þons­ins.

Á meðal gagna máls­ins, sem lágu til grund­vallar úrskurði dóm­nefnd­ar­inn­ar, voru and­mæli og grein­ar­gerð frá Arn­ari Pét­urs­syni og föður hans, Pétri Hrafni Sig­urðs­syni sem var annar hjól­reiða­mann­anna sem hjólaði með Arn­ari í hlaup­inu. Kær­andi máls­ins var mjög ósáttur við að yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, hefði ekki sömu­leiðis leitað eftir grein­ar­gerð frá honum í mál­inu, og sendi athuga­semd þess efnis til dóm­stóls ÍSÍ.

Pétur Stur­la, sem sigr­aði í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu í fyrra, kærð­i ­jafn­framt úrskurð yfir­dóm­nefndar mara­þons­ins til dóm­stóls­ins og krefst þess að þátt­taka Arn­ars Pét­urs­sonar í hlaup­inu verði dæmd ógild. Dóm­stóll ÍSÍ veitti þá yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins frest til að bregð­ast við kærunni í formi grein­ar­gerð­ar. Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur, sem hefur umsjón með fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, hefur skilað inn umbeð­inni grein­ar­gerð fyrir hönd yfir­dóm­nefndar mara­þons­ins. Beiðni Kjarn­ans um að fá umrædda grein­ar­gerð afhenda var hafn­að.

Eins og fyrr segir mun nið­ur­staða dóm­stóls ÍSÍ liggja fyrir í næstu viku, og þá mun koma í ljós hvort krafa um að Arnar Pét­urs­son verði sviptur tit­il­inum nái fram að ganga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þeim þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None