Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera

Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

Áætlað er að stórir opin­berir aðilar fjár­festi fyrir allt að 125 millj­arða króna í ár, sem væri 20 millj­arða króna aukn­ing frá því í fyrra. Aftur á móti er búist við því að heild­ar­upp­hæð í útboðum þeirra á Útboðs­þingi Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) verði um 15 millj­örðum krónum minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtri grein­ingu frá SI.

Mis­ræmi þar sem útboð frest­ast

Á Útboðs­þingi sam­tak­anna, sem hægt er að fylgj­ast með hér, eru bygg­ing­ar­verk­efni stærstu opin­beru stofn­ana, fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga boðin út. Því gefur þingið ágæta mynd af áætl­uðum fjár­fest­ingum hins opin­bera.

SI hefur gefið út grein­ingu þar sem heild­ar­upp­hæð í útboðum þeirra sem koma fram á þing­inu er áætl­uð, en sam­kvæmt henni mun upp­hæðin drag­ast saman um 15 millj­arða króna á milli ára og nema 109 millj­örðum króna í ár. Sam­tökin segja þennan sam­drátt vera áhyggju­efni, þar sem mik­il­vægt sé að fjár­fest­ing í inn­viða­upp­bygg­ingu sé næg og við­haldi inn­viða sinnt og sé því ástæða til að auka útboð í þess háttar fjár­fest­ing­um.

Auglýsing

Aftur á móti búast sam­tökin við að áætluð fjár­fest­ing verði 20 millj­örðum krónum meiri í ár heldur en í fyrra og muni nema 125 millj­örðum króna. Sam­tökin segja að mis­ræmi sé á milli útboða og áætl­aðra fjár­fest­ing­ar­verk­efna þar sem stundum verði ekki af útboðum eða þau frest­ast. Því má ætla að aukn­ing­una í fjár­fest­ingu í ár megi skýra með því að tölu­vert af fyr­ir­hug­uðum útboðum í fyrra hafi verið slegið á frest.

Reykja­vík­ur­borg leiðir í fjár­fest­ingum

Vega­gerð­in, Reykja­vík­ur­borg og Fram­kvæmda­sýslan-­Rík­is­eignir (FS­RE) boða umfangs­mestu útboðin í ár. Á meðal verk­efna sem boðið verður út hjá Vega­gerð­inni er Sæbraut og Mikla­braut í stokk og gatna­mót við Bústaða­veg. FSRE býður hins vegar út ýmis verk­efni víða um land sem tengj­ast meðal ann­ars hjúkr­un­ar­heim­ilum og heilsu­gæsl­um.

Umfangs­mestu fram­kvæmd­irnar hjá hinu opin­bera á þessu ári verða hins vegar hjá Reykja­vík­ur­borg. Borgin áætlar að fjár­festa fyrir rúm­lega 32 millj­arða króna í ár, og verður það umtals­verð aukn­ing frá því í fyrra ef áætl­anir ná fram að ganga. Sam­kvæmt grein­ingu SI fer stór hluti þess­ara verk­efna í upp­bygg­ingu grænna íbúða­hverfa og athafna­svæða víða um borg­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent