Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera

Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

Áætlað er að stórir opin­berir aðilar fjár­festi fyrir allt að 125 millj­arða króna í ár, sem væri 20 millj­arða króna aukn­ing frá því í fyrra. Aftur á móti er búist við því að heild­ar­upp­hæð í útboðum þeirra á Útboðs­þingi Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) verði um 15 millj­örðum krónum minna en í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtri grein­ingu frá SI.

Mis­ræmi þar sem útboð frest­ast

Á Útboðs­þingi sam­tak­anna, sem hægt er að fylgj­ast með hér, eru bygg­ing­ar­verk­efni stærstu opin­beru stofn­ana, fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga boðin út. Því gefur þingið ágæta mynd af áætl­uðum fjár­fest­ingum hins opin­bera.

SI hefur gefið út grein­ingu þar sem heild­ar­upp­hæð í útboðum þeirra sem koma fram á þing­inu er áætl­uð, en sam­kvæmt henni mun upp­hæðin drag­ast saman um 15 millj­arða króna á milli ára og nema 109 millj­örðum króna í ár. Sam­tökin segja þennan sam­drátt vera áhyggju­efni, þar sem mik­il­vægt sé að fjár­fest­ing í inn­viða­upp­bygg­ingu sé næg og við­haldi inn­viða sinnt og sé því ástæða til að auka útboð í þess háttar fjár­fest­ing­um.

Auglýsing

Aftur á móti búast sam­tökin við að áætluð fjár­fest­ing verði 20 millj­örðum krónum meiri í ár heldur en í fyrra og muni nema 125 millj­örðum króna. Sam­tökin segja að mis­ræmi sé á milli útboða og áætl­aðra fjár­fest­ing­ar­verk­efna þar sem stundum verði ekki af útboðum eða þau frest­ast. Því má ætla að aukn­ing­una í fjár­fest­ingu í ár megi skýra með því að tölu­vert af fyr­ir­hug­uðum útboðum í fyrra hafi verið slegið á frest.

Reykja­vík­ur­borg leiðir í fjár­fest­ingum

Vega­gerð­in, Reykja­vík­ur­borg og Fram­kvæmda­sýslan-­Rík­is­eignir (FS­RE) boða umfangs­mestu útboðin í ár. Á meðal verk­efna sem boðið verður út hjá Vega­gerð­inni er Sæbraut og Mikla­braut í stokk og gatna­mót við Bústaða­veg. FSRE býður hins vegar út ýmis verk­efni víða um land sem tengj­ast meðal ann­ars hjúkr­un­ar­heim­ilum og heilsu­gæsl­um.

Umfangs­mestu fram­kvæmd­irnar hjá hinu opin­bera á þessu ári verða hins vegar hjá Reykja­vík­ur­borg. Borgin áætlar að fjár­festa fyrir rúm­lega 32 millj­arða króna í ár, og verður það umtals­verð aukn­ing frá því í fyrra ef áætl­anir ná fram að ganga. Sam­kvæmt grein­ingu SI fer stór hluti þess­ara verk­efna í upp­bygg­ingu grænna íbúða­hverfa og athafna­svæða víða um borg­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent