Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur hin virtu World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar í febrúar næstkomandi. Frá þessu var greint í dag en verðlaunin verða afhent á heimsþingi World Summit Global í Shenzen í Kína. Þar munu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015-ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði.
Í tilkynningu vegna verðlaunanna er haft eftir Georg Lúðvíkssyni, forstjóra Meniga, að það sé gríðarlegur heiður að hljóta verðlaunin. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“
Meniga þróar og selur fjármála- og markaðslausnir og er í viðskiptum við yfir 25 fjármálastofnanir í 16 löndum. Fyrirtækið er með um 100 starfsmenn í Reykjavík, Stokkhólmi og London og hjálpar um 25 milljónum manna um allan heim nota lausnir Meniga til að skilja og skipuleggja fjármál sín. Á Íslandi eru um 50 þúsund notendur að lausnum Meniga, eða tæplega þriðjungur allra heimila. Notkun Meninga er ókeypis fyrir notendur.
Verðlauna þau fyrirtæki sem skara framúr
Tilgangur World Summit Award-ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim. Samkvæmt tilkynningu bárust ráðstefnunni alls rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum. "Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga."
Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi.
Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann segir það mikla viðurkenningu fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði að Meniga hljóti verðlaunin, enda var fyrirtækið að keppa við lausnir frá 178 löndum. "Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi“
CCP vann 2013 og tvö fyrirtæki tilnefnd í fyrra
Kjarninn var tilnefndur World Summit Award verðlauna Sameinuðu þjóðanna í flokknum m-Media&news, eða í stafrænna miðla og frétta, í fyrra. Þá voru alls 454 verkefni tilnefnd í átta flokkum. Kjarninn var eitt af tveimur íslenskum fyrirtækjum sem hlaut tilnefningu. Hitt var Locatify, sem var tilnefnt í flokknum m-Tourism&Culture, eða stafrænnar ferðaþjónustu og menningar. Hvorki Kjarninn né Locatify hlaut hins vegar verðlaunin.
Tölvuleikur CCP, EVE Online, vann til verðlauna í samkeppninni árið 2013 þegar hann varð í fyrsta sæti í flokki afþreyingar og leikja. EVE Online og Meniga eru einu íslensku vörurnar sem hafa