Argentínumaðurinn Lionel Messi innsiglaði 2-0 sigur Barcelona á Valenica í dag, með marki í blálok leiksins. Barcelona er nú í góðri stöðu á toppi spænsku deildarinnar, með 78 stig, fimm stigum meira en Real Madrid, sem mætir Malága í kvöld.
Markið hjá Messi var mark númerið 400 hjá honum fyrir Barcelona. Það er ótrúlegt afrek hjá Argentínumanninum, en á þeim tíu tímabilum sem Messi hefur leikið með aðalliði Barcelona, hefur hann skorað að meðaltali 40 mörk, fram til dagsins í dag, sem verður að teljast einstakt afrek og fátítt dæmi um stöðuga frábæra frammistöðu.
Messi hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá FIFA, 2009, 2010, 2011 og 2012, og hefur átta ár í röð verið meðal þeirra þriggja sem til greina koma sem leikmenn ársins. Hann verður 28 ára gamall 24. júní næstkomandi.
And that was Leo Messi's 400th goal for FC Barcelona! #FCBlive pic.twitter.com/IVMvGnA9px
— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 18, 2015
Messi er þegar orðinn markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi, og á flest metin í sögubókum félagsins.
Mörkin 400 hjá Messi, skiptast svona niður eftir keppnum:
278 í spænsku 1. deildinni
75 í Meistaradeild Evrópu
32 í spænsku bikarkeppninni
10 í spænska Stórbikarnum
4 í heimsbikar félagsliða
1 í Stórbikar Evrópu
https://www.youtube.com/watch?v=Hr8XCLWOn4w