Mesta mengunin í Suðursveit og á Mýrum

holuhraun-20140907-c-005088.jpg
Auglýsing

Meng­un­ar­mælar sýna að styrkur brenni­steins­dí­oxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Horna­firði og í Skafta­felli. „Bú­ast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæð­inu þar á milli,“ segir í til­kynn­ingu frá Almanna­vörn­um. Meng­un­ina má rekja til eld­goss­ins í Holu­hrauni, eins og kunn­ugt er.

Hæsta gildi SO2 sem mælst hefur síðan í morgun er 2.200 míkrógrömm á rúmmetra í Suð­ur­sveit og á Mýrum, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Fólk með und­ir­liggj­andi önd­un­ar­færa sjúk­dóma er hvatt til þess að hafa sér­stakar gætur á líðan sinni og hafa strax sam­band við lækni ef það finnur fyrir óþæg­ind­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veð­ur­stofu Íslands má gera ráð fyrir mik­illi mengun á svæð­inu næsta sól­ar­hring­inn. Hér að neðan eru upp­lýs­ingar sem Almanna­varnir hvöttu til þess að yrðu birtar í fjöl­miðl­um.

Frek­ari ráð­staf­an­ir: 

„Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþæg­indum jafn­vel þó það dvelji inn­an­dyra er hægt að grípa til ráð­staf­ana til að draga úr styrk meng­unar inn­an­húss með því að útbúa ein­faldan hreinsi­bú­að.  1. Takið 5 gr. af venju­legum mat­ar­sóda og leysið upp í 1 lítra af vatni.


  2. Bleytið ein­hvers­konar klút t.d. viska­stykki, þunnt hand­klæði eða gam­al­dags gas­bl­eyju í þess­ari lausn.


  3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr.


  4. Festið þennan raka klút upp á ein­hvers­konar grind, t.d. þurrk­grind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemm­um.


  5. Stillið grind­inni upp í því her­bergi sem ætl­unin er að hreinsa loftið í.


  6. Til að klút­ur­inn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda raka­stig­inu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blóma­úða­brúsa.


  7. Til að auka virkn­ina er gott að láta borðviftu blása á klút­inn. ATH! viftan er raf­magns­tæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úða­brús­anum kom­ist ekki í vift­una. Viftan þarf að standa í öruggri fjar­lægð frá klút­um, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klút­inn yfir sjálfa vift­una.


  8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klút­ur­inn samt gagn sér­stak­lega ef honum er komið fyrir nálægt ofn­um, en loft­flæði er meira við ofna en aðra staði í íbúð­inni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klút­inn yfir ofn­inn, nóg er að hann standi á grind við hlið­ina á ofn­in­um. Gætið var­úðar við raf­magns­ofna, aldrei má hindra loft­flæði að þeim eða breiða neitt yfir þá.


  9. Ef langvar­andi mengun er til staðar þarf að skola klút­inn undir renn­andi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í mat­ar­sóda­lausn­ina.
Að auki er gagn­legt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtu­klef­ann og bað­her­berg­is­dyrnar opn­ar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loft­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None