Metro-maður fékk tólf mánaða dóm fyrir meiriháttar skattsvik

metro-1.jpg
Auglýsing

Jón Garðar Ögmunds­son, kenndur við Metro-­borg­ara, var í dag dæmdur í tólf mán­aðar fang­elsi fyrir meiri­háttar skatt­svik. Þar af eru níu mán­uðir skil­orðs­bundn­ir. Honum var auk þess gert að greiða 70 millj­ónir króna í rík­is­sjóð innan fjög­urra vikna.

Jón Garðar var ásamt konu ákærður af emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fyrir meiri­háttar skatt­svik í gegnum fyrrum móð­ur­fé­lag Metro. Þeim var gefið að hafa ekki staðið skil á greiðslu opin­berra gjalda sem fólk­ið hafði haldið aftur af launum starfs­manna sinna á árunum 2011 og 2012. Í ákærunni, sem gefin var út 17. júlí, ­segir að van­goldin stað­greiðsla opin­berra gjalda sé „sam­tals að fjár­hæð kr. 33.861.435 hvað varðar [kon­una sem var ákærð] og 34.960.099 hvað varðar Jón Garð­ar“. Kon­an, sem sam­kvæmt fyrri fjöl­miðlaum­fjöllun er kærasta Jóns Garð­ars, var sýknuð í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag en Jón Garðar gerður ábyrgur fyrir öllum skattsvik­un­um.

Dæmdur í febr­úar fyrir sömu sakir



Þetta var annað málið á skömmum tíma sem sér­stakur sak­sókn­ari höfð­aði á hendur Jóni Garð­ari fyrir að skila ekki inn opin­berum gjöldum sem hann hafði dregið af starfs­mönnum sín­um. Haustið 2013 var gefin út önnur ákæra á hendur honum fyrir sömu sakir vegna áranna 2009 og 2010. Alls nam upp­hæðin sem skil­aði sér ekki þá 22,5 millj­ónum króna. Í því máli var Jón Garðar sak­felldur og dæmdur í fimm mán­aða fang­elsi, skil­orðs­bundið til tveggja ára. Honum var auk þess gert að greiða 45 millj­ónir króna í sekt.

Röð gjald­þrota



Jón Garðar rak áður McDon­alds-­staði á Íslandi í gegnum einka­hluta­fé­lagið Lyst ehf. Árið 2009 versnuðu við­skipta­kjör það mikið í kjöl­far banka­hruns að hann ákvað að breyta stöð­unum í Metro og kom­ast þannig hjá því að fylgja ströngum stöðlum alþjóð­legu risa­keðj­unnar um inn­kaup. Þau brot sem Jóni Garð­ari var gefið að hafa framið með fyrri skattsvika­á­kærunni frá því í sept­em­ber í fyrra eiga að hafa verið framin á starfs­mönnum Lyst­ar.

Rekstur Metro var seldur frá Lyst yfir til félags­ins Lífs og heilsu ehf. í júní 2010 og skömmu síðar fór Lyst í gjald­þrot. Sam­kvæmt til­kynn­ingu í Lög­birt­ing­ar­blað­inu námu lýstar kröfur í bú Lystar 379,2 millj­ónum króna. Nán­ast ekk­ert fékkst upp í þær.

Auglýsing

Afsalað til kærust­u að nýju



Skráður eig­andi Lífs og heilsu, sem tók við rekstri Metro-­stað­anna, var konan sem var sýknuð í hér­aðs­dómi í dag, en hún er, sam­kvæmt fyrri fjöl­miðlaum­fjöll­un, kærasta Jóns Garð­ars. Síð­ari ákæran, sem gefin var út í júlí 2014, er vegna meintra skattsvika þeirra tveggja í gegnum það félag. Líf og heilsa seldi rekstur Metró-­stað­anna til enn eins félags, M-veit­inga ehf., haustið 2012. Skömmu síðar var Líf og heilsa svo lýst gjald­þrota. Jón Garðar sagði af þessu til­efni í sam­tali við Morg­un­blaðið að kaup­verðið á rekstr­inum ætti að duga fyrir um 100 milljón króna skuldum Líf og heilsu. Sam­kvæmt þeim gögnum sem finn­ast í fyr­ir­tækja­skrá er eina féð sem greitt hefur verið inn í M-veit­ingar 500 þús­und króna stofn­hluta­fé.

Sam­kvæmt frétt í DV um málið var skráður eig­andi M-veit­inga Jón Heiðar Páls­son, nágranni Jóns Garð­ars og góður vin­ur. Í til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skráar frá því í febr­úar 2013 kemur fram að allt hlutafé í M-veit­ingum hafi verið afsalað til kon­unn­ar ­sem var sýknuð í hér­aðs­dómi. Hún er því í dag eig­andi Metró-keðj­unn­ar.

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None