Mikil andstaða við náttúrupassann birtist í umsögnum við frumvarpið

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Frum­varp Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, um ­nátt­úrupassa mætir mik­illi and­stöðu í umsögnum við frum­varpið sem sendar hafa verið atvinnu­vega­nefnd Alþing­is. Svo harð­lega er nátt­úrupassi ráð­herra gagn­rýndur í umsögn­unum að jafn útbreidd and­staða við fram­komið frum­varp ráð­herra á sér vart hlið­stæðu.

Á vef Alþingis kemur fram að atvinnu­vega­nefnd þings­ins hafi borist 37 umsagnir vegna frum­varps­ins um nátt­úrupassa, en þar vantar inn í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins sem leggj­ast alfarið gegn nátt­úrupass­an­um. Fleiri veiga­miklir umsagn­ar­að­ilar eru mót­fallnir nátt­úrupass­an­um, eða styðja hann ekki í óbreyttri mynd, og má þar nefna Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ), BSRB, fjögur sveit­ar­fé­lög að Reykja­vík­ur­borg með­taldri, Neyt­enda­sam­tökin og Umhverf­is­stofn­un. Þá er gagn­rýni á útfærslu frum­varps­ins og fram­kvæmd nátt­úrupass­ans fyr­ir­ferða­mikil í umsögn­unum sem hafa borist atvinnu­vega­nefnd Alþing­is.

Versta leiðin af öllum



Að mati ASÍ er nátt­úrupass­inn síst af þeim leiðum sem færar eru til að afla tekna í rík­is­sjóð til upp­bygg­ingar og vernd­unar ferða­manna­staða á Íslandi. Þá sé hann við­snún­ingur frá almanna­rétt­inum og flæki núver­andi gjald­töku ferða­manna. Auk þess þarfn­ist hann fjár­fest­inga í yfir­bygg­ingu, kynn­ingu og mark­aðs­setn­ingu og ekki síður til rekst­urs þess eft­ir­lits sem nauð­syn­legt sé til að ferða­menn fram­fylgi lög­um. Þá gæti slíkt eft­ir­lit reynst flókið og kostn­að­ar­samt, og mögu­lega skerða upp­lifun ferða­manna af land­inu.

ASÍ telur að gistin­átt­ar­skatt­ur, komu­gjöld eða blönduð leið beggja sé heppi­legri til að afla rík­is­sjóði tekna til upp­bygg­ingar á innviðum ferða­þjón­ust­unn­ar. Þá segir í umsögn ASÍ: „Sú hætta er fyrir hendi að án víð­tækrar sáttar um gjald­heimtu verði til brota­kennt, tvö­falt kerfi þar sem hluti fellur undir nátt­úrupassa og hluti inn­heimtir sjálf­stætt gjald. Í slíku kerfi er hætta á því að gjald­heimtan rýri upp­lifun ferða­manna sem hefði nei­kvæð áhrif á atvinnu­grein­inna til lengri tíma lit­ið.“

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög og stofn­anir ekki hlynnt nátt­úrupass­anum



BSRB segir ýmsa ágalla á frum­varpi ráð­herra um nátt­úrupassa, sem feli í sér að greiða þurfi sér­stak­lega fyrir aðgang að ferða­manna­stöðum hér á landi. „BSRB telur að um rétt almenn­ings til þess að heim­sækja ferða­manna­staði og íslenska nátt­úru skuli almanna­réttur lagður til grund­vallar svo sem verið hefur yfír lengri tíma. BSRB telur að stjórn­völd hafí úr öðrum leiðum að velja, til að fjár­magna nauð­syn­lega upp­bygg­ingu til að vernda megi nátt­úru íslands, en þá að óska sér­stakrar greiðslu a f hálfu ferða­manna fyrir aðgang að nátt­úru íslands ella sæti þeir stjórn­valds­sekt­u­m,“ segir í umsögn BSRB.

Þá leggj­ast sveit­ar­fé­lögin Dala­byggð, Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppur alfarið gegn frum­varpi ráð­herra ferða­mála um nátt­úrupassa. Í umsögn síð­ar­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins seg­ir: „Sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grcifn­ings­hrepps lýsir yfir miklum von­brigðum að á því tœpa ári sem liðið er síðan málið var síð­ast til efn­is­legrar með­ferðar hafi ekki ­meira áunn­ist og að ekki hafi tiííit verið tekið þeirra sjón­ar­miða sem þá komu fram. Sveit­ar­stjórn hefir sann­fœrst enn­frekar um að hafna beri nátt­úrupass­an­um enda verður það fyr­ir­komu­lag erfitt og flókið í fram­kvœmd.“

Ísa­fjarð­ar­bær hef­ur, í umsögn sinni, miklar efa­semdir um ágæti nátt­úrupass­ans. „Bæj­ar­stjórn Ísa­fjarð­arbæ hefur efa­semdir um að lög um nátt­úrupassa sam­ræm­ist lögum um almanna­rétt sem lýtur að frjálsri för um land­ið, en sá réttur á sér djúpar rætur í lögum og menn­ingu Íslands, en þetta ákvæði má finna í Jóns­bók. Nátt­úra lands­ins er sam­eign þjóð­ar­innar en almanna­rétt­ur­inn er trygg­ing lands­manna fyrir að fá að njóta þess­arar sam­eign­ar,“ segir meðal ann­ars í umsögn bæj­ar­stjórnar Ísa­fjarð­ar­bæj­ar.

Land­vernd lýsir sig mót­fallna nátt­úrupass­anum í umsögn sinni, sem og Mennta­vís­inda­svið og Líf- og umhverf­is­vís­inda­deild Háskóla Íslands. Þá er Neyt­enda­sam­tök­in á móti frum­varpi ráð­herra ferða­mála, og Rann­sókn­ar­mið­stöð ferða­mála hefur uppi efa­semdir um nátt­úrupass­ann og Reykja­vík­ur­borg sömu­leið­is. „Reykja­vík­ur­borg hefur hins vegar marg­vís­legar athuga­semdir við það hvernig helstu leiðir að þessum mark­miðum eru útfærðar í frum­varp­inu og skýr­ingum sem því fylgja og telur Reykja­vík­ur­borg að nátt­úrupass­inn sé ekki heppi­leg­asta leiðin til að ná því mark­miði að vernda nátt­úru Íslands,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar.

Þá telur Umhverf­is­stofnun sér ekki fært að styðja frum­varp um nátt­úrupass­ann að óbreyttu „Um­hverf­is­stofnun telur mik­il­vægt að tryggja aukið fjár­magn til frið­lýstra svæða sem og ferða­manna­svæða en telur nauð­syn­legt að end­ur­skoða fram­an­greint frum­varp með heild­ar­sýn á verndun íslenskrar nátt­úru og þarfir ferða­þjón­ust­unnar í huga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None