Mikil andstaða við náttúrupassann birtist í umsögnum við frumvarpið

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Frum­varp Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála, um ­nátt­úrupassa mætir mik­illi and­stöðu í umsögnum við frum­varpið sem sendar hafa verið atvinnu­vega­nefnd Alþing­is. Svo harð­lega er nátt­úrupassi ráð­herra gagn­rýndur í umsögn­unum að jafn útbreidd and­staða við fram­komið frum­varp ráð­herra á sér vart hlið­stæðu.

Á vef Alþingis kemur fram að atvinnu­vega­nefnd þings­ins hafi borist 37 umsagnir vegna frum­varps­ins um nátt­úrupassa, en þar vantar inn í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins sem leggj­ast alfarið gegn nátt­úrupass­an­um. Fleiri veiga­miklir umsagn­ar­að­ilar eru mót­fallnir nátt­úrupass­an­um, eða styðja hann ekki í óbreyttri mynd, og má þar nefna Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ), BSRB, fjögur sveit­ar­fé­lög að Reykja­vík­ur­borg með­taldri, Neyt­enda­sam­tökin og Umhverf­is­stofn­un. Þá er gagn­rýni á útfærslu frum­varps­ins og fram­kvæmd nátt­úrupass­ans fyr­ir­ferða­mikil í umsögn­unum sem hafa borist atvinnu­vega­nefnd Alþing­is.

Versta leiðin af öllumAð mati ASÍ er nátt­úrupass­inn síst af þeim leiðum sem færar eru til að afla tekna í rík­is­sjóð til upp­bygg­ingar og vernd­unar ferða­manna­staða á Íslandi. Þá sé hann við­snún­ingur frá almanna­rétt­inum og flæki núver­andi gjald­töku ferða­manna. Auk þess þarfn­ist hann fjár­fest­inga í yfir­bygg­ingu, kynn­ingu og mark­aðs­setn­ingu og ekki síður til rekst­urs þess eft­ir­lits sem nauð­syn­legt sé til að ferða­menn fram­fylgi lög­um. Þá gæti slíkt eft­ir­lit reynst flókið og kostn­að­ar­samt, og mögu­lega skerða upp­lifun ferða­manna af land­inu.

ASÍ telur að gistin­átt­ar­skatt­ur, komu­gjöld eða blönduð leið beggja sé heppi­legri til að afla rík­is­sjóði tekna til upp­bygg­ingar á innviðum ferða­þjón­ust­unn­ar. Þá segir í umsögn ASÍ: „Sú hætta er fyrir hendi að án víð­tækrar sáttar um gjald­heimtu verði til brota­kennt, tvö­falt kerfi þar sem hluti fellur undir nátt­úrupassa og hluti inn­heimtir sjálf­stætt gjald. Í slíku kerfi er hætta á því að gjald­heimtan rýri upp­lifun ferða­manna sem hefði nei­kvæð áhrif á atvinnu­grein­inna til lengri tíma lit­ið.“

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lög og stofn­anir ekki hlynnt nátt­úrupass­anumBSRB segir ýmsa ágalla á frum­varpi ráð­herra um nátt­úrupassa, sem feli í sér að greiða þurfi sér­stak­lega fyrir aðgang að ferða­manna­stöðum hér á landi. „BSRB telur að um rétt almenn­ings til þess að heim­sækja ferða­manna­staði og íslenska nátt­úru skuli almanna­réttur lagður til grund­vallar svo sem verið hefur yfír lengri tíma. BSRB telur að stjórn­völd hafí úr öðrum leiðum að velja, til að fjár­magna nauð­syn­lega upp­bygg­ingu til að vernda megi nátt­úru íslands, en þá að óska sér­stakrar greiðslu a f hálfu ferða­manna fyrir aðgang að nátt­úru íslands ella sæti þeir stjórn­valds­sekt­u­m,“ segir í umsögn BSRB.

Þá leggj­ast sveit­ar­fé­lögin Dala­byggð, Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppur alfarið gegn frum­varpi ráð­herra ferða­mála um nátt­úrupassa. Í umsögn síð­ar­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins seg­ir: „Sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grcifn­ings­hrepps lýsir yfir miklum von­brigðum að á því tœpa ári sem liðið er síðan málið var síð­ast til efn­is­legrar með­ferðar hafi ekki ­meira áunn­ist og að ekki hafi tiííit verið tekið þeirra sjón­ar­miða sem þá komu fram. Sveit­ar­stjórn hefir sann­fœrst enn­frekar um að hafna beri nátt­úrupass­an­um enda verður það fyr­ir­komu­lag erfitt og flókið í fram­kvœmd.“

Ísa­fjarð­ar­bær hef­ur, í umsögn sinni, miklar efa­semdir um ágæti nátt­úrupass­ans. „Bæj­ar­stjórn Ísa­fjarð­arbæ hefur efa­semdir um að lög um nátt­úrupassa sam­ræm­ist lögum um almanna­rétt sem lýtur að frjálsri för um land­ið, en sá réttur á sér djúpar rætur í lögum og menn­ingu Íslands, en þetta ákvæði má finna í Jóns­bók. Nátt­úra lands­ins er sam­eign þjóð­ar­innar en almanna­rétt­ur­inn er trygg­ing lands­manna fyrir að fá að njóta þess­arar sam­eign­ar,“ segir meðal ann­ars í umsögn bæj­ar­stjórnar Ísa­fjarð­ar­bæj­ar.

Land­vernd lýsir sig mót­fallna nátt­úrupass­anum í umsögn sinni, sem og Mennta­vís­inda­svið og Líf- og umhverf­is­vís­inda­deild Háskóla Íslands. Þá er Neyt­enda­sam­tök­in á móti frum­varpi ráð­herra ferða­mála, og Rann­sókn­ar­mið­stöð ferða­mála hefur uppi efa­semdir um nátt­úrupass­ann og Reykja­vík­ur­borg sömu­leið­is. „Reykja­vík­ur­borg hefur hins vegar marg­vís­legar athuga­semdir við það hvernig helstu leiðir að þessum mark­miðum eru útfærðar í frum­varp­inu og skýr­ingum sem því fylgja og telur Reykja­vík­ur­borg að nátt­úrupass­inn sé ekki heppi­leg­asta leiðin til að ná því mark­miði að vernda nátt­úru Íslands,“ segir í umsögn borg­ar­inn­ar.

Þá telur Umhverf­is­stofnun sér ekki fært að styðja frum­varp um nátt­úrupass­ann að óbreyttu „Um­hverf­is­stofnun telur mik­il­vægt að tryggja aukið fjár­magn til frið­lýstra svæða sem og ferða­manna­svæða en telur nauð­syn­legt að end­ur­skoða fram­an­greint frum­varp með heild­ar­sýn á verndun íslenskrar nátt­úru og þarfir ferða­þjón­ust­unnar í huga.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None