Mikil andstaða við náttúrupassann birtist í umsögnum við frumvarpið

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa mætir mikilli andstöðu í umsögnum við frumvarpið sem sendar hafa verið atvinnuveganefnd Alþingis. Svo harðlega er náttúrupassi ráðherra gagnrýndur í umsögnunum að jafn útbreidd andstaða við framkomið frumvarp ráðherra á sér vart hliðstæðu.

Á vef Alþingis kemur fram að atvinnuveganefnd þingsins hafi borist 37 umsagnir vegna frumvarpsins um náttúrupassa, en þar vantar inn í umsögn Samtaka atvinnulífsins sem leggjast alfarið gegn náttúrupassanum. Fleiri veigamiklir umsagnaraðilar eru mótfallnir náttúrupassanum, eða styðja hann ekki í óbreyttri mynd, og má þar nefna Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB, fjögur sveitarfélög að Reykjavíkurborg meðtaldri, Neytendasamtökin og Umhverfisstofnun. Þá er gagnrýni á útfærslu frumvarpsins og framkvæmd náttúrupassans fyrirferðamikil í umsögnunum sem hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis.

Versta leiðin af öllum


Að mati ASÍ er náttúrupassinn síst af þeim leiðum sem færar eru til að afla tekna í ríkissjóð til uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða á Íslandi. Þá sé hann viðsnúningur frá almannaréttinum og flæki núverandi gjaldtöku ferðamanna. Auk þess þarfnist hann fjárfestinga í yfirbyggingu, kynningu og markaðssetningu og ekki síður til reksturs þess eftirlits sem nauðsynlegt sé til að ferðamenn framfylgi lögum. Þá gæti slíkt eftirlit reynst flókið og kostnaðarsamt, og mögulega skerða upplifun ferðamanna af landinu.

ASÍ telur að gistináttarskattur, komugjöld eða blönduð leið beggja sé heppilegri til að afla ríkissjóði tekna til uppbyggingar á innviðum ferðaþjónustunnar. Þá segir í umsögn ASÍ: „Sú hætta er fyrir hendi að án víðtækrar sáttar um gjaldheimtu verði til brotakennt, tvöfalt kerfi þar sem hluti fellur undir náttúrupassa og hluti innheimtir sjálfstætt gjald. Í slíku kerfi er hætta á því að gjaldheimtan rýri upplifun ferðamanna sem hefði neikvæð áhrif á atvinnugreininna til lengri tíma litið.“

Sveitarfélög og stofnanir ekki hlynnt náttúrupassanum


BSRB segir ýmsa ágalla á frumvarpi ráðherra um náttúrupassa, sem feli í sér að greiða þurfi sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum hér á landi. „BSRB telur að um rétt almennings til þess að heimsækja ferðamannastaði og íslenska náttúru skuli almannaréttur lagður til grundvallar svo sem verið hefur yfír lengri tíma. BSRB telur að stjórnvöld hafí úr öðrum leiðum að velja, til að fjármagna nauðsynlega uppbyggingu til að vernda megi náttúru íslands, en þá að óska sérstakrar greiðslu a f hálfu ferðamanna fyrir aðgang að náttúru íslands ella sæti þeir stjórnvaldssektum,“ segir í umsögn BSRB.

Auglýsing

Þá leggjast sveitarfélögin Dalabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur alfarið gegn frumvarpi ráðherra ferðamála um náttúrupassa. Í umsögn síðarnefnda sveitarfélagsins segir: „Sveitarstjórn Grímsnes- og Grcifningshrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum að á því tœpa ári sem liðið er síðan málið var síðast til efnislegrar meðferðar hafi ekki meira áunnist og að ekki hafi tiííit verið tekið þeirra sjónarmiða sem þá komu fram. Sveitarstjórn hefir sannfœrst ennfrekar um að hafna beri náttúrupassanum enda verður það fyrirkomulag erfitt og flókið í framkvœmd.“

Ísafjarðarbær hefur, í umsögn sinni, miklar efasemdir um ágæti náttúrupassans. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæ hefur efasemdir um að lög um náttúrupassa samræmist lögum um almannarétt sem lýtur að frjálsri för um landið, en sá réttur á sér djúpar rætur í lögum og menningu Íslands, en þetta ákvæði má finna í Jónsbók. Náttúra landsins er sameign þjóðarinnar en almannarétturinn er trygging landsmanna fyrir að fá að njóta þessarar sameignar,“ segir meðal annars í umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Landvernd lýsir sig mótfallna náttúrupassanum í umsögn sinni, sem og Menntavísindasvið og Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Þá er Neytendasamtökin á móti frumvarpi ráðherra ferðamála, og Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur uppi efasemdir um náttúrupassann og Reykjavíkurborg sömuleiðis. „Reykjavíkurborg hefur hins vegar margvíslegar athugasemdir við það hvernig helstu leiðir að þessum markmiðum eru útfærðar í frumvarpinu og skýringum sem því fylgja og telur Reykjavíkurborg að náttúrupassinn sé ekki heppilegasta leiðin til að ná því markmiði að vernda náttúru Íslands,“ segir í umsögn borgarinnar.

Þá telur Umhverfisstofnun sér ekki fært að styðja frumvarp um náttúrupassann að óbreyttu „Umhverfisstofnun telur mikilvægt að tryggja aukið fjármagn til friðlýstra svæða sem og ferðamannasvæða en telur nauðsynlegt að endurskoða framangreint frumvarp með heildarsýn á verndun íslenskrar náttúru og þarfir ferðaþjónustunnar í huga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None