Mikil ólga á mörkuðum eftir að Sviss hætti að tengja franka við evru

h_51738251.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Sviss kom mörgum í opna skjöldu í morgun með því að hætta að tengja gengi sviss­neska frank­ans við evr­una og lækka stýri­vexti enn frek­ar. Stýri­vext­irnir voru lækk­aðir um 0,5 pró­sent, og eru nú -0,75 pró­sent.

Und­an­farin ár hefur frank­inn verið tengdur við evr­una, þannig að gengi frank­ans sé alltaf 1,2 sinnum hærra en evra.  Lækk­andi gengi evr­unnar und­an­farið hefur haft það í för með sér að búist var við því að á end­anum þyrfti Sviss að hætta að tengja frank­ann við evr­una. Það er hins vegar aðeins mán­uður síðan bank­inn sagð­ist ætla að halda sig við fast­geng­is­stefn­una og því kom tíma­setn­ingin á til­kynn­ing­unni í morgun mörgum á óvart.

Í til­kynn­ing­unni frá sviss­neska seðla­bank­anum kemur fram að fast­gengi hafi verið tekið í notkun þegar mikil óvissa ríkti á fjár­mála­mörk­uðum og að það hafi komið í veg fyrir miklar hremm­ingar sviss­neska hag­kerf­is­ins. Gengið hafi þá verið mjög yfir­verð­lagt, en gripið var til aðgerð­anna í sept­em­ber 2011. „Þótt gengi sviss­neska frank­ans sé ennþá hátt þá hefur yfir­verð­lagn­ingin minnkað frá því að við kynntum lág­marks­geng­ið. Hag­kerfið gat nýtt sér þetta tíma­bil til þess að venj­ast nýjum aðstæð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að nýlega hafi breyt­ingar orðið á pen­inga­mála­stefnum stærstu gjald­miðla­svæð­anna og búast megi við því að það auk­ist á næst­unni. Evran hafi veikst tals­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal og það hafi haft sömu áhrif á gengi frank­ans gegn Banda­ríkja­dal. Í þessum aðstæðum sé ekki hægt að rétt­læta fast­geng­is­stefnu leng­ur.

Þar er átt við aðgerðir sem búist er við að Evr­ópu­sam­bandið ráð­ist í í næstu viku til þess að örva hag­kerfið á evru­svæð­inu. Meðal ann­ars er búist við því að til­kynnt verði um stór­tæk kaup á rík­is­skulda­bréf­um. Aðgerð­irnar eru taldar verða virði einnar trilljónar evra. Margir búast við því að þá muni gengi evr­unnar lækka enn frek­ar.

Dýfur á mörk­uðumHluta­bréfa­mark­aðir í Evr­ópu hrundu í kjöl­far til­kynn­ing­ar­inn­ar, en náðu flestir jafn­vægi á ný fyrir lok­un. Und­an­tekn­ingin frá því var sviss­neski mark­að­ur­inn sem tók stærstu dýfu sína í 25 ár. SMI vísi­talan hafði lækkað um 8,67 pró­sent við lok dags­ins.

Úra­fram­leið­and­inn Swatch lækk­aði um 15 pró­sent á mörk­uðum og í við­tali við BBC líkti fram­kvæmda­stjóri félags­ins, Nick Hayek, ákvörðun seðla­bank­ans við flóð­bylgju sem hefði skollið á sviss­nesku efna­hags­lífi.

Þegar til­kynnt hafði verið um aðgerðir seðla­bank­ans í morgun hrundi evran um tæp­lega 30 pró­sent gagn­vart frank­anum en náði sér svo aðeins á strik. Lækk­unin nemur nú 13 pró­sent­um. Breyt­ingin á gengi frank­ans gagn­vart íslensku krón­unni var 15,30 pró­sent, í gær var gengið 127,770 en í lok dags­ins í dag var það orðið 147,320, sam­kvæmt Seðla­banka Íslands.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None