„Mikil reiði og sorg í París“ - Freyr Eyjólfsson skrifar frá borginni

h_51725794.jpg
Auglýsing

„Hryðju­verka­árás“ segir Francois Hollande um skotárás­ina í París í hádeg­inu, sem er mann­skæð­asta hryðju­verka­árás í Frakk­landi í tvo ára­tugi. „Árás á helstu gildi og hug­sjónir franska lýð­veld­is­ins.“

Skotárásin í hádeg­inu virð­ist hafa verið vel und­ir­búin og þaul­hugs­uð. Árás­ar­menn­irnir sem komust und­an, virð­ast hafa verið þraut­þjálfaðir her­menn. Vopn­aðir hríð­skotarifflum myrtu þeir tíu blaða­menn skopa­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo og tvo lög­reglu­menn. Charlie Hebdo er háðsá­deilu­blað sem hefur gert mis­kunn­ar­laust grín að stjórn­mála­mönn­um, atvinnu­rek­end­um, trú­ar­brögðum og raun öllu í gegnum tíð­ina.

Skop­myndir og ádeilu­grín á sér langa hefð í Frakka­landi og þess vegna hefur blaðið ekki hikað við að birta myndir af Múhameð spá­manni í gegnum tíð­ina þrátt fyrir marg­ít­rek­aðar hót­anir her­skárra múslima. Ekki er enn vitað hver ber ábyrgð á árásinni en blaðið birti nýlega skop­mynd af leið­toga Íslamska ríks­ins, Abu Bakr al-Bagdad.

Auglýsing

Skopmyndin af Abu_Bakr-al-Bagdad. Skop­myndin af Abu_Bakr-al-Bagda­d.

Hæsta við­bún­að­ar­stig er í gangi í París þessa stund­ina. For­seti Frakk­lands, Francois Hollande, tjáði fjöl­miðlum fyrir stundu að marg­ít­rek­aðar hryðju­verka­til­raunir hefðu verðu stöðv­aðar af lög­reglu og leyni­þjón­ust­unni í París und­an­farnar vik­ur. Hann mætti á vett­vang stuttu eftir árás­ina og sagði þetta vera árás á mál­frelsið; ógn við helstu grund­vall­ar­gildi franska lýð­veld­is­ins.

Þetta er áfall fyrir íbúa Par­ís­ar, áfall fyrir starf­andi blaða­menn. Sex­tíu blaða­menn um allan heim voru myrtir á síð­asta ári – nú bæt­ast tíu í hóp­inn.

Ógn og upp­ganga öfga­hópa virð­ist vera á mik­illi upp­leið og eitt helsta ein­kenni 21. ald­ar­inn­ar. Fjöldamorðin í dag eiga að hræða og ógna blaða­mönnum sem þora og ögra; hindra upp­lýs­inga­flæði og hefta mál­frelsi. Drepa grín, ádeilu og gagn­rýni. Það virð­ist alla vega í fyrstu vera til­gangur þess­arar árás­ar. Það er því afar sér­kenni­legt and­rúms­loft í París þessa stund­ina; mikil reiði og sorg.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None