„Mikil reiði og sorg í París“ - Freyr Eyjólfsson skrifar frá borginni

h_51725794.jpg
Auglýsing

„Hryðju­verka­árás“ segir Francois Hollande um skotárás­ina í París í hádeg­inu, sem er mann­skæð­asta hryðju­verka­árás í Frakk­landi í tvo ára­tugi. „Árás á helstu gildi og hug­sjónir franska lýð­veld­is­ins.“

Skotárásin í hádeg­inu virð­ist hafa verið vel und­ir­búin og þaul­hugs­uð. Árás­ar­menn­irnir sem komust und­an, virð­ast hafa verið þraut­þjálfaðir her­menn. Vopn­aðir hríð­skotarifflum myrtu þeir tíu blaða­menn skopa­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo og tvo lög­reglu­menn. Charlie Hebdo er háðsá­deilu­blað sem hefur gert mis­kunn­ar­laust grín að stjórn­mála­mönn­um, atvinnu­rek­end­um, trú­ar­brögðum og raun öllu í gegnum tíð­ina.

Skop­myndir og ádeilu­grín á sér langa hefð í Frakka­landi og þess vegna hefur blaðið ekki hikað við að birta myndir af Múhameð spá­manni í gegnum tíð­ina þrátt fyrir marg­ít­rek­aðar hót­anir her­skárra múslima. Ekki er enn vitað hver ber ábyrgð á árásinni en blaðið birti nýlega skop­mynd af leið­toga Íslamska ríks­ins, Abu Bakr al-Bagdad.

Auglýsing

Skopmyndin af Abu_Bakr-al-Bagdad. Skop­myndin af Abu_Bakr-al-Bagda­d.

Hæsta við­bún­að­ar­stig er í gangi í París þessa stund­ina. For­seti Frakk­lands, Francois Hollande, tjáði fjöl­miðlum fyrir stundu að marg­ít­rek­aðar hryðju­verka­til­raunir hefðu verðu stöðv­aðar af lög­reglu og leyni­þjón­ust­unni í París und­an­farnar vik­ur. Hann mætti á vett­vang stuttu eftir árás­ina og sagði þetta vera árás á mál­frelsið; ógn við helstu grund­vall­ar­gildi franska lýð­veld­is­ins.

Þetta er áfall fyrir íbúa Par­ís­ar, áfall fyrir starf­andi blaða­menn. Sex­tíu blaða­menn um allan heim voru myrtir á síð­asta ári – nú bæt­ast tíu í hóp­inn.

Ógn og upp­ganga öfga­hópa virð­ist vera á mik­illi upp­leið og eitt helsta ein­kenni 21. ald­ar­inn­ar. Fjöldamorðin í dag eiga að hræða og ógna blaða­mönnum sem þora og ögra; hindra upp­lýs­inga­flæði og hefta mál­frelsi. Drepa grín, ádeilu og gagn­rýni. Það virð­ist alla vega í fyrstu vera til­gangur þess­arar árás­ar. Það er því afar sér­kenni­legt and­rúms­loft í París þessa stund­ina; mikil reiði og sorg.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None