Mikill fjöldi tók þátt í kröfugöngu og útifundi í tilefni af baráttudegi verkafólks í gær, 1. maí. Lögreglan áætlar að um níu þúsund manns hafi tekið þátt en skipuleggjendur gera ráð fyrir að fjöldinn hafi verið nær tólf þúsundum. Ljósmyndari Kjarnans, Anton Brink, var á staðnum.
Vorveður var í lofti og fjöldinn í kröfugöngunni var meiri en undanfarin ár.
Auglýsing
Ýmsum skilaboðum var komið á framfæri í kröfugöngunni.
Kröfugangan og útifundurinn lituðust eðlilega af kjaradeilum og verkföllum.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spiluðu í kröfugöngunni eins og venja er.