Ekkert gæti aukið hróður Íslands í Kína jafn mikið og landsleikur milli landanna í knattspyrnu

h_51739216-1.jpg
Auglýsing

Ef ég ætti að spá hvenær eitt­hvað ger­ist í opin­berum sam­skiptum Íslands og Kína myndi ég hik­laust segja: “Það verður í lok mars - byrjun apr­íl“. Svo virð­ist sem þá opn­ist leyni­legar dyr milli land­anna og leið­togar þeirra smjúga fram og til baka með her­skara af hátt­settum emb­ætt­is­mönnum og kaup­héðnum í eft­ir­dragi. Árið 2012 bank­aði þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Kína Wen Jiabao upp hjá okkur á þessum tíma. Árið eftir kíktu svo Jóhanna og Össur í heim­sókn hingað austur einnig á þessum tíma til að und­ir­rita frí­versl­un­ar­samn­ing.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrn­u.

Í fyrra var und­an­tekn­ingin sem sannar regl­una og dok­aði  Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra þá við með Kína­ferð sína fram í júní -- e.t.v. svo hún ræk­ist ekki á upp­lestur Sjóns úr Skugga-Baldri í Pek­ing í mars. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að full­yrða að „for­spár­gildi“ kenn­ingar minnar hafi verið gott í ár því einmitt nú í mar­s-a­príl var að fara frá Pek­ing opin­ber sendi­nefnd er gerði víð­reist um höf­uð­borg­ar­svæðið og skrif­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um aukið sam­starf eins og títt er í vel­heppn­uðum ferð­um. En af hverju opn­ast leynidyrnar á þessum tíma? Varla af því þessi tími sé svo hent­ugur fyrir okk­ur. Þvert á móti þá er venju­lega allt að verða vit­laust heima á þessum tíma. Það eru að koma páskar og vor og ekki búið að leggja nein mik­il­væg mál fyrir Alþingi. Við megum alls ekki við að missa okkar besta fólk úr landi í mar­s-a­pr­íl. Í Kína er þing­störfum hins vegar nýlok­ið. Leiðtogar lands­ins eru búnir að láta end­ur­kjósa sig og fá öll sín mál sam­þykkt. Þetta er því að minnsta kosti heppi­legur tími fyrir þá til að sökkva sér sér í hið alþjóð­lega sam­kvæmislíf.

Auglýsing

Illugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra Íslands. Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra Íslands­.

Í ár var það Ill­ugi Gunn­ars­son ráð­herra mennta­mála, íþrótta og knatt­spyrnu sem  kom. Fet­aði hann í fót­spor leið­toga ann­arar stórrar fót­bolta­þjóðar er var hér fyrir skemmstu, Vill­hjálms her­toga af Cambridge. Vill­hjálm­ur, sem er vernd­ari ensku knatt­spyrn­unn­ar, mun hafa náð tali af for­seta Kína Xi Jin­p­ing og er sagt að vel hafi farið á með þeim eftir að við­ræðum lauk um verndun fíls­ins sem her­tog­inn heldur einnig vernd­ar­hendi yfir. Þó að ástand fíla í Kína sé ágætt þá er Afr­íku­fíll­inn hins vegar í bráðri útrým­ing­ar­hættu vegna þess hve eft­ir­sótt bein hans eru til smíði kín­verskra skart­gripa. Xi mun hafa lofað að athuga hvað hann gæti gert í þessu og tók Vill­hjálmur þá upp létt­ara hjal.

Dásam­aði hann dýpkun umbót­anna í kín­verska bolt­anum sem Xi hefur boðað og hét stuðn­ingi enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins og bresku krún­unn­ar. Þótti strák­ur­inn lag­inn að koma áhuga­málum sínum á fram­færi og minnti alls ekki á diplómat­ískan stíl föður síns. Er ég hafði spurnir af komu Ill­uga hóf ég strax und­ir­bún­ing metn­að­ar­fullrar aðgerðar svo vegur hans eystra yrði ekki síðri en Vill­hjálms. Svo heppi­lega vildi til að sendi­ráðið hafði boðað til tón­leika á sal þannig að menn gætu sýnt sig og séð aðra. Ætl­aði ég að mæta snemma og stilla mér upp í port­inu fyrir framan inn­gang­inn að sendi­ráðs­bygg­ing­unni -- undir fána Evr­ópu­sam­bands­ins (við erum með með ókeypis aðstöðu í sendi­ráði vina okkar Eista en þeir draga þann fána að húni ásamt sínum eig­inn). Ef Ill­ugi heils­aði mér myndi ég dásama veðrið og segja síðan eins og út í blá­inn „það er bara alveg hægt að vera á skyrt­unni hérna undir þess­ari fána­borg“.

­Meðan ráð­herr­ann væri að velta þessu fyrir sér léti ég vaða: Væri ekki ráð að hann tæki fót­boltalands­liðið með sér í næstu Kína­ferð. Vell­irnir hér væru orðnir mjög grónir í mar­s-a­príl og þetta væri leikur sem við gætum ekki tap­að. Litla Ísland myndi standa uppi í hár­inu á ris­an­um. Ekk­ert gæti aukið hróður þjóðar vorrar í austri jafn mik­ið.  

Meðan ráð­herr­ann væri að velta þessu fyrir sér léti ég vaða: Væri ekki ráð að hann tæki fót­boltalands­liðið með sér í næstu Kína­ferð. Vell­irnir hér væru orðnir mjög grónir í mar­s-a­príl og þetta væri leikur sem við gætum ekki tap­að. Litla Ísland myndi standa uppi í hár­inu á ris­an­um. Ekk­ert gæti aukið hróður þjóðar vorrar í austri jafn mik­ið.

En margt fer á annan veg en ætlað er. Ég fann ekki réttu fán­ana er ég mætti á stað­inn og hrökkl­að­ist því beint inn á sal­inn. Þar voru íslenskir mús­í­k­antar að hita upp trega­fulla ætt­jarð­arsálma. Þjónn kom aðvíf­andi og rétti mér hvítvíns­glas. Fljótt varð ég meyr eins og lamb. Ráð­herra íslensku knatt­spyrn­unnar kom í hús. Hann heils­aði mér kump­án­lega. Allt í einu fannst mér orku­mál­in, sjáv­ar­út­veg­ur­inn, menntun og rann­sóknir miklu mik­il­væg­ara en fót­bolti. Ég fann mig alls ekki í því að vera að reka ein­hver per­sónu­leg erindi á þess­ari hátíð­ar­stund­u.  Áður en ég vissi af hafði ég misst af tæki­fær­inu. Það verður því lík­lega ekki lands­leikur við Kína á næst­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None