Ekkert gæti aukið hróður Íslands í Kína jafn mikið og landsleikur milli landanna í knattspyrnu

h_51739216-1.jpg
Auglýsing

Ef ég ætti að spá hvenær eitt­hvað ger­ist í opin­berum sam­skiptum Íslands og Kína myndi ég hik­laust segja: “Það verður í lok mars - byrjun apr­íl“. Svo virð­ist sem þá opn­ist leyni­legar dyr milli land­anna og leið­togar þeirra smjúga fram og til baka með her­skara af hátt­settum emb­ætt­is­mönnum og kaup­héðnum í eft­ir­dragi. Árið 2012 bank­aði þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Kína Wen Jiabao upp hjá okkur á þessum tíma. Árið eftir kíktu svo Jóhanna og Össur í heim­sókn hingað austur einnig á þessum tíma til að und­ir­rita frí­versl­un­ar­samn­ing.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrn­u.

Í fyrra var und­an­tekn­ingin sem sannar regl­una og dok­aði  Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra þá við með Kína­ferð sína fram í júní -- e.t.v. svo hún ræk­ist ekki á upp­lestur Sjóns úr Skugga-Baldri í Pek­ing í mars. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að full­yrða að „for­spár­gildi“ kenn­ingar minnar hafi verið gott í ár því einmitt nú í mar­s-a­príl var að fara frá Pek­ing opin­ber sendi­nefnd er gerði víð­reist um höf­uð­borg­ar­svæðið og skrif­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um aukið sam­starf eins og títt er í vel­heppn­uðum ferð­um. En af hverju opn­ast leynidyrnar á þessum tíma? Varla af því þessi tími sé svo hent­ugur fyrir okk­ur. Þvert á móti þá er venju­lega allt að verða vit­laust heima á þessum tíma. Það eru að koma páskar og vor og ekki búið að leggja nein mik­il­væg mál fyrir Alþingi. Við megum alls ekki við að missa okkar besta fólk úr landi í mar­s-a­pr­íl. Í Kína er þing­störfum hins vegar nýlok­ið. Leiðtogar lands­ins eru búnir að láta end­ur­kjósa sig og fá öll sín mál sam­þykkt. Þetta er því að minnsta kosti heppi­legur tími fyrir þá til að sökkva sér sér í hið alþjóð­lega sam­kvæmislíf.

Auglýsing

Illugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra Íslands. Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra Íslands­.

Í ár var það Ill­ugi Gunn­ars­son ráð­herra mennta­mála, íþrótta og knatt­spyrnu sem  kom. Fet­aði hann í fót­spor leið­toga ann­arar stórrar fót­bolta­þjóðar er var hér fyrir skemmstu, Vill­hjálms her­toga af Cambridge. Vill­hjálm­ur, sem er vernd­ari ensku knatt­spyrn­unn­ar, mun hafa náð tali af for­seta Kína Xi Jin­p­ing og er sagt að vel hafi farið á með þeim eftir að við­ræðum lauk um verndun fíls­ins sem her­tog­inn heldur einnig vernd­ar­hendi yfir. Þó að ástand fíla í Kína sé ágætt þá er Afr­íku­fíll­inn hins vegar í bráðri útrým­ing­ar­hættu vegna þess hve eft­ir­sótt bein hans eru til smíði kín­verskra skart­gripa. Xi mun hafa lofað að athuga hvað hann gæti gert í þessu og tók Vill­hjálmur þá upp létt­ara hjal.

Dásam­aði hann dýpkun umbót­anna í kín­verska bolt­anum sem Xi hefur boðað og hét stuðn­ingi enska knatt­spyrnu­sam­bands­ins og bresku krún­unn­ar. Þótti strák­ur­inn lag­inn að koma áhuga­málum sínum á fram­færi og minnti alls ekki á diplómat­ískan stíl föður síns. Er ég hafði spurnir af komu Ill­uga hóf ég strax und­ir­bún­ing metn­að­ar­fullrar aðgerðar svo vegur hans eystra yrði ekki síðri en Vill­hjálms. Svo heppi­lega vildi til að sendi­ráðið hafði boðað til tón­leika á sal þannig að menn gætu sýnt sig og séð aðra. Ætl­aði ég að mæta snemma og stilla mér upp í port­inu fyrir framan inn­gang­inn að sendi­ráðs­bygg­ing­unni -- undir fána Evr­ópu­sam­bands­ins (við erum með með ókeypis aðstöðu í sendi­ráði vina okkar Eista en þeir draga þann fána að húni ásamt sínum eig­inn). Ef Ill­ugi heils­aði mér myndi ég dásama veðrið og segja síðan eins og út í blá­inn „það er bara alveg hægt að vera á skyrt­unni hérna undir þess­ari fána­borg“.

­Meðan ráð­herr­ann væri að velta þessu fyrir sér léti ég vaða: Væri ekki ráð að hann tæki fót­boltalands­liðið með sér í næstu Kína­ferð. Vell­irnir hér væru orðnir mjög grónir í mar­s-a­príl og þetta væri leikur sem við gætum ekki tap­að. Litla Ísland myndi standa uppi í hár­inu á ris­an­um. Ekk­ert gæti aukið hróður þjóðar vorrar í austri jafn mik­ið.  

Meðan ráð­herr­ann væri að velta þessu fyrir sér léti ég vaða: Væri ekki ráð að hann tæki fót­boltalands­liðið með sér í næstu Kína­ferð. Vell­irnir hér væru orðnir mjög grónir í mar­s-a­príl og þetta væri leikur sem við gætum ekki tap­að. Litla Ísland myndi standa uppi í hár­inu á ris­an­um. Ekk­ert gæti aukið hróður þjóðar vorrar í austri jafn mik­ið.

En margt fer á annan veg en ætlað er. Ég fann ekki réttu fán­ana er ég mætti á stað­inn og hrökkl­að­ist því beint inn á sal­inn. Þar voru íslenskir mús­í­k­antar að hita upp trega­fulla ætt­jarð­arsálma. Þjónn kom aðvíf­andi og rétti mér hvítvíns­glas. Fljótt varð ég meyr eins og lamb. Ráð­herra íslensku knatt­spyrn­unnar kom í hús. Hann heils­aði mér kump­án­lega. Allt í einu fannst mér orku­mál­in, sjáv­ar­út­veg­ur­inn, menntun og rann­sóknir miklu mik­il­væg­ara en fót­bolti. Ég fann mig alls ekki í því að vera að reka ein­hver per­sónu­leg erindi á þess­ari hátíð­ar­stund­u.  Áður en ég vissi af hafði ég misst af tæki­fær­inu. Það verður því lík­lega ekki lands­leikur við Kína á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None