Karolina Fund: Lára Rúnars hættir aldrei að leita að því besta í sér

6e8f8d2c407fa162ce118e02d466be92.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­konan Láru Rún­ars er að vinna að útgáfu sinnar fimmtu plötu Þel. Fyrstu plöt­una gaf hún út rúm­lega tví­tug og segir sjálf að ýmis­legt hafi breyst síð­an. „Núna er til­veran full af skríkj­andi börnum og óhreinu taui en stundum er hún flókin eins og hún var þegar ég var tví­tug. Maður er alltaf að takast á við alls­konar krefj­andi hluti og sem betur fer hættir maður aldrei að leita að því besta í sjálfum sér. Á þess­ari plötu held ég áfram að leita og á stöku stað finn ég eitt­hvað en svo heldur ferða­lagið áfram.“

b393c6455a17bd2454a579728d28d875

Hvernig mynd­irðu lýsa tón­list­inni þinni?

Auglýsing

"Þessi plata er alveg sér­stök og ólík fyrri verk­um. Hún er draum­kennd og ævin­týra­leg. Lögin eru til­finn­inga­þrungin en björt. Við Stefán Örn, sem vann hana með mér, lögðum upp með að gera ein­falda plötu en hún end­aði ein­fald­lega marg­slung­in. Það er mikið af fal­legum blást­urs útsetn­ingum á henni og oft byrja lögin rólega en enda í flug­elda­sýn­ingu. Þegar ég sem lög þá er það alltaf lag­línan með ég leita uppi, síðan kemur allt hitt. Tón­listin mín er þannig ævin­týra­lega til­rauna­kennd popptón­list sem gætir áhrifa úr ýmsum átt­um. Það er hægt að tryggja sér ein­tak í for­sölu eða miða á útgáfu­tón­leik­ana mina í Frí­kirkj­unni 4. júní inni á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni karolina­fund.com. Þar er ég að safna fyrir útgáf­unni á plöt­unni og eru aðeins 2 dagar eftir og ég verð að ná 100% til að verk­efnið fari af stað."

https://soundclou­d.com/l­ararun­ar­s/rosir

 

Semur í fyrstu per­sónuHvaðan færðu inn­blást­ur?"Inn­blást­ur­inn kemur aðal­lega frá fólki, hvernig það getur haft áhrif á mig. Ég sem oft­ast í fyrstu per­sónu því mér sjálfri finnst per­sónu­leg lög betri en lög sem segja sögu af ein­hverjum öðr­um. En ann­ars sæki ég inn­blástur frá nátt­úr­unni, fjöl­skyld­unni, virð­ing­unni og von­inni. Þegar ég var að semja þessa plötu var ég bæði í kenn­ara­námi í jóga­fræðum og að læra kynja­fræði þannig að ég sótti inn­blástur frá þessum tveimur frá­bæru en ólíku þekk­ing­ar­heim­um."

9548ca9080db9b53740bf62f93d87ea8

Hvaðan kemur nafnið Þel?

"Þel er innsti kjarni og mér fannst það lýsa verk­inu vel. Þetta er fyrsta platan mín sem er ein­göngu sungin á íslensku en árið 2006 gaf ég út plöt­una Þögn, sem var næstum öll sungin á íslensku. Þel og Þögn, Þagn­ar­innar Þel, Þels­ins Þögn. Þetta bara spilar vel sam­an."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

https://soundclou­d.com/l­ararun­ar­s/l­ararun­ars­svefn­geng­ill

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None