Karolina Fund: Lára Rúnars hættir aldrei að leita að því besta í sér

6e8f8d2c407fa162ce118e02d466be92.jpg
Auglýsing

Tónlistarkonan Láru Rúnars er að vinna að útgáfu sinnar fimmtu plötu Þel. Fyrstu plötuna gaf hún út rúmlega tvítug og segir sjálf að ýmislegt hafi breyst síðan. „Núna er tilveran full af skríkjandi börnum og óhreinu taui en stundum er hún flókin eins og hún var þegar ég var tvítug. Maður er alltaf að takast á við allskonar krefjandi hluti og sem betur fer hættir maður aldrei að leita að því besta í sjálfum sér. Á þessari plötu held ég áfram að leita og á stöku stað finn ég eitthvað en svo heldur ferðalagið áfram.“

b393c6455a17bd2454a579728d28d875

Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni þinni?

Auglýsing

"Þessi plata er alveg sérstök og ólík fyrri verkum. Hún er draumkennd og ævintýraleg. Lögin eru tilfinningaþrungin en björt. Við Stefán Örn, sem vann hana með mér, lögðum upp með að gera einfalda plötu en hún endaði einfaldlega margslungin. Það er mikið af fallegum blásturs útsetningum á henni og oft byrja lögin rólega en enda í flugeldasýningu. Þegar ég sem lög þá er það alltaf laglínan með ég leita uppi, síðan kemur allt hitt. Tónlistin mín er þannig ævintýralega tilraunakennd popptónlist sem gætir áhrifa úr ýmsum áttum. Það er hægt að tryggja sér eintak í forsölu eða miða á útgáfutónleikana mina í Fríkirkjunni 4. júní inni á hópfjármögnunarsíðunni karolinafund.com. Þar er ég að safna fyrir útgáfunni á plötunni og eru aðeins 2 dagar eftir og ég verð að ná 100% til að verkefnið fari af stað."

https://soundcloud.com/lararunars/rosir

 

Semur í fyrstu persónu


Hvaðan færðu innblástur?


"Innblásturinn kemur aðallega frá fólki, hvernig það getur haft áhrif á mig. Ég sem oftast í fyrstu persónu því mér sjálfri finnst persónuleg lög betri en lög sem segja sögu af einhverjum öðrum. En annars sæki ég innblástur frá náttúrunni, fjölskyldunni, virðingunni og voninni. Þegar ég var að semja þessa plötu var ég bæði í kennaranámi í jógafræðum og að læra kynjafræði þannig að ég sótti innblástur frá þessum tveimur frábæru en ólíku þekkingarheimum."

9548ca9080db9b53740bf62f93d87ea8

Hvaðan kemur nafnið Þel?

"Þel er innsti kjarni og mér fannst það lýsa verkinu vel. Þetta er fyrsta platan mín sem er eingöngu sungin á íslensku en árið 2006 gaf ég út plötuna Þögn, sem var næstum öll sungin á íslensku. Þel og Þögn, Þagnarinnar Þel, Þelsins Þögn. Þetta bara spilar vel saman."

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér.

https://soundcloud.com/lararunars/lararunarssvefngengill

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None