Ragnheiður Elín vísar gagnrýni á hægagang í sæstrengsmálum á bug

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, seg­ist vera í góðu sam­tali við Breta um það sem tíma­bært sé að ræða í tengslum við mögu­lega lagn­ingu sæstrengs milli ríkj­anna tveggja. Þetta kemur fram í við­tali við hana í Frétta­blað­inu í dag. Hún vísar því á bug að taka þurfi ákvörðun um málið á næstu miss­erum svo að tæki­færið glat­ist ekki.

„Ég full­yrði það enda hef ég spurt orku­mála­ráð­herra Breta að því sjálf,“ segir hún­. Fram kom á fundi Kjarn­ans og Íslenskra verð­bréfa um sæstreng­inn nýverið að bresk stjórn­völd vilja taka upp við­ræður við stjórn­völd á Íslandi um verk­efn­ið. Það var Charles Hendry, fyrr­ver­andi orku­mála­ráð­herra og núver­andi ráð­gjafi hjá Atl­antic Superconn­ect­ion Cor­poration, sem sagði það. Hann sagði að næstu skref væru í höndum íslenskra stjórn­valda, þau yrðu að taka sínar ákvarð­arn­ir. Það yrði þó að vera skýrt á næstu miss­erum hvort stjórn­völd hefðu áhuga eða ekki.

Í kjöl­far fund­ar­ins sagði Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar þings­ins, að hann vildi hraða mál­inu og hann sæi ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka upp við­ræður við Breta strax.  Þing­konan Björt Ólafs­dóttir spurði Ragn­heiði Elínu um málið í þing­inu í vik­unni og þá kom fram í máli Ragn­heiðar Elínar að hún hafi enn aðeins átt einn fund með orku­mála­ráð­herra Bret­lands, Matt­hew Hancock.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín segir það rangt sem haldið hafi verið fram að Bretar sæki fast að hefja við­ræð­ur, sam­skipti hennar við núver­andi og fyrr­ver­andi orku­mála­ráð­herra lands­ins hafi ein­kennst af því að þeir hafi sýnt því skiln­ing að verk­efnið kref­ist mik­illar vinnu. Þeir hafi boðið fram aðstoð sína.

„Við erum að vinna þetta m.a. eftir for­skrift atvinnu­vega­nefndar og þetta mál krefst yfir­legu. Ein­hverjum kann að finn­ast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósam­mála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hags­mun­um,“ segir Ragn­heiður Elín við Frétta­blað­ið.

Búið er að semja við Straum fjár­fest­inga­banka um að gera ítar­lega þjóð­hags­lega kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á áhrifum sæstrengs á íslenskt sam­fé­lag. Und­ir­bún­ings­vinnu lýkur í kringum ára­mót­in. Þetta er hluti af þeirri vinnu sem atvinnu­vega­nefnd lagði til við ráð­herra fyrir einu og hálfu ári síðan að ráð­ast í.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None