Ragnheiður Elín vísar gagnrýni á hægagang í sæstrengsmálum á bug

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, seg­ist vera í góðu sam­tali við Breta um það sem tíma­bært sé að ræða í tengslum við mögu­lega lagn­ingu sæstrengs milli ríkj­anna tveggja. Þetta kemur fram í við­tali við hana í Frétta­blað­inu í dag. Hún vísar því á bug að taka þurfi ákvörðun um málið á næstu miss­erum svo að tæki­færið glat­ist ekki.

„Ég full­yrði það enda hef ég spurt orku­mála­ráð­herra Breta að því sjálf,“ segir hún­. Fram kom á fundi Kjarn­ans og Íslenskra verð­bréfa um sæstreng­inn nýverið að bresk stjórn­völd vilja taka upp við­ræður við stjórn­völd á Íslandi um verk­efn­ið. Það var Charles Hendry, fyrr­ver­andi orku­mála­ráð­herra og núver­andi ráð­gjafi hjá Atl­antic Superconn­ect­ion Cor­poration, sem sagði það. Hann sagði að næstu skref væru í höndum íslenskra stjórn­valda, þau yrðu að taka sínar ákvarð­arn­ir. Það yrði þó að vera skýrt á næstu miss­erum hvort stjórn­völd hefðu áhuga eða ekki.

Í kjöl­far fund­ar­ins sagði Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar þings­ins, að hann vildi hraða mál­inu og hann sæi ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka upp við­ræður við Breta strax.  Þing­konan Björt Ólafs­dóttir spurði Ragn­heiði Elínu um málið í þing­inu í vik­unni og þá kom fram í máli Ragn­heiðar Elínar að hún hafi enn aðeins átt einn fund með orku­mála­ráð­herra Bret­lands, Matt­hew Hancock.

Auglýsing

Ragn­heiður Elín segir það rangt sem haldið hafi verið fram að Bretar sæki fast að hefja við­ræð­ur, sam­skipti hennar við núver­andi og fyrr­ver­andi orku­mála­ráð­herra lands­ins hafi ein­kennst af því að þeir hafi sýnt því skiln­ing að verk­efnið kref­ist mik­illar vinnu. Þeir hafi boðið fram aðstoð sína.

„Við erum að vinna þetta m.a. eftir for­skrift atvinnu­vega­nefndar og þetta mál krefst yfir­legu. Ein­hverjum kann að finn­ast að málið gangi ekki nógu hratt, en ég er ósam­mála því. Það sem vakir fyrir okkur er að vanda okkur eins og kostur er og gæta að íslenskum hags­mun­um,“ segir Ragn­heiður Elín við Frétta­blað­ið.

Búið er að semja við Straum fjár­fest­inga­banka um að gera ítar­lega þjóð­hags­lega kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á áhrifum sæstrengs á íslenskt sam­fé­lag. Und­ir­bún­ings­vinnu lýkur í kringum ára­mót­in. Þetta er hluti af þeirri vinnu sem atvinnu­vega­nefnd lagði til við ráð­herra fyrir einu og hálfu ári síðan að ráð­ast í.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None