Mikill munur á viðhorfi Íslendinga til innflytjenda eftir uppruna þeirra

rsz_h_52220391.jpg
Auglýsing

Mik­ill munur er á stuðn­ingi Íslend­inga við komu inn­flytj­enda til lands­ins eftir því hvaðan inn­flytj­end­urnir koma. Mestur stuðn­ingur er við komu inn­flytj­enda frá Norð­ur- og Vest­ur­-­Evr­ópu en minnstur stuðn­ingur við komu fólks frá Mið-Aust­ur­lönd­um. Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu.

72 pró­sent svar­enda sögð­ust vera hlynntir því að inn­flytj­endur frá Vest­ur- og Norð­ur­-­Evr­ópu sett­ust að á Íslandi. Aðeins fimm pró­sent voru mót­fallin því en 24 pró­sent svör­uðu "í með­al­lag­i".

Auglýsing


66 pró­sent svar­enda sögð­ust hlynntir því að fá inn­flytj­endur frá Norð­ur­-Am­er­íku og 59 pró­sent frá Eyja­álfu. 58 pró­sent sögð­ust hlynnt inn­flytj­endum frá Suð­ur­-­Evr­ópu og 52 pró­sent frá Aust­ur-­Evr­ópu. 51 pró­sent aðspurðra segj­ast hlynnt komu inn­flytj­enda frá Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku.

And­staða við komu inn­flytj­enda frá öllum þessum svæðum til Íslands mæld­ist innan við 20 pró­sent.

Innan við helm­ing­ur, eða 48 pró­sent, sagð­ist hlynntur því að inn­flytj­endur frá Asíu utan Mið-Aust­ur­landa komi hingað til lands, en jafn­framt eru 22 ­pró­sent mót­fallin því að inn­flytj­endur þaðan setj­ist hér að. 45 pró­sent eru eru hlynnt inn­flytj­endum frá Afr­íku en 26 pró­sent mót­fall­in.

Minnstur stuðn­ingur mælist við að inn­flytj­endur frá Mið-Aust­ur­löndum setj­ist að á Íslandi, eða 43 pró­sent. Jafn­framt er mest and­staða við það, eða 34 pró­sent.

Mik­ill munur eftir aldri, búsetu og menntunÍ öllum til­vikum er ungt fólk undir 35 ára aldri hlynnt­ara því að inn­flytj­endur setj­ist að hér á landi. Þá eru íbúar Reykja­víkur hlynnt­ari inn­flytj­endum en íbúar á lands­byggð­inni auk þess sem þeim sem eru hlynntir inn­flytj­endum fjölgar með meiri mennt­un.

Minnsti stuðn­ing­ur­inn við komu inn­flytj­enda var alltaf meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Yfir­leitt voru kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna hlynnt­astir komu inn­flytj­enda til lands­ins, auk stuðn­ings­manna Pírata í mörgum til­vik­um. Oft var einnig mark­tækur munur á svörum kvenna og karla, og þá voru konur hlynnt­ari því að inn­flytj­endur sett­ust hér að en karl­ar.

Könnun Mask­ínu fór fram dag­ana 4. til 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Hún var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu sem er byggð á slembi­úr­taki úr Þjóð­skrá og nær til fólks af báðum kynjum á aldr­inum 18 til 75 ára. Svar­endur voru 747 og eru gögnin vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu í sam­ræmi við hvernig þeir þættir skipt­ast í þjóð­skrá.

Könn­uðu líka stuðn­ing við flótta­mennMa­sk­ína kann­aði í sömu könnun við­horf til mót­töku flótta­manna hér á landi. 57 pró­sent aðspurðra voru hlynntir því að tekið yrði á móti flótta­mönnum frá Sýr­landi á næstu mán­uðum en 22 pró­sent sögð­ust því and­víg.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar eru konur mun hlynnt­ari því en karlar að taka á móti flótta­mönnum frá Sýr­landi, yngri svar­endur eru mun hlynnt­ari því en þeir sem eldri eru, Reyk­vík­ingar eru mun hlynnt­ari því en aðr­ir, þeir sem hafa lokið háskóla­prófi eru hlynnt­ari því en þeir sem hafa styttri skóla­göngu að baki og þeir sem hafa litlar eða engar áhyggjur af fjölda inn­flytj­enda á Íslandi eru hlynnt­ari mót­töku flótta­fólks en þeir sem hafa ein­hverjar áhyggj­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None