Ungverjar lengja girðinguna eftir landmærunum við Króatíu

kroatia_flottafolk.jpg
Auglýsing

Jafn­vel þó Króatar hafi lokað sjö af átta merktum leiðum yfir landa­mærin milli Serbíu og Króa­tíu í gær halda flótta­menn áfram að koma til Króa­tíu eftir að leið­inni til Ung­verja­lands frá Serbíu var lokað með ung­verskri girð­ingu á landa­mær­un­um. Straumur flótta­fólks til Evr­ópu liggur nú um Króa­tíu en þar ótt­ast fólk að leiðin lok­ist.

Króat­ísku lög­regl­unni hefur ekki tek­ist að hemja flaum­inn en beindi flótta­fólk­inu að lest­ar­stöð í landamæra­bænum Tovarnik þar sem nokkur þús­und manns eyddu nótt­inni undir berum himni, að sögn frétta­rit­ara Reuters. Aðrir heldu áfram ferða­lagi sínu og komust til Sló­veníu í norðri áður en nóttin var úti.

Síð­ustu tvo daga hefur straumur flótta­fólks legið til Króa­tíu eftir að Ung­verjar lok­uðu landa­mærum sínum að Serbíu og beittu óeirða­lög­reglu með tára­gas og vatns­byssur gegn flótta­fólk­inu sem mót­mælti harka­legri með­ferð ung­verskra stjórn­valda á aðkomu­fólk­inu. Sky News segir að um það bil 13.300 manns hafi komið til Króa­tíu síðan á mið­viku­dag. Í morgun til­kynnti Viktor Orban, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, hlust­endum rík­is­út­varps­stöðvar Ung­verja að nú ætli stjórn­völd að reisa girð­ingar á landa­mærum Ung­verja­lands og Króa­tíu.

Auglýsing

Nýja girð­ingin verður reist á 41 kíló­metra kafla þar sem landa­mærin eru ekki mörkuð með nátt­úru­legum hindr­unum eins og ám. Bæði Króa­tía og Ung­verja­land eru aðild­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B), ólíkt Serbíu þaðan sem flótta­fólkið reynir að kom­ast inn fyrir landa­mæri ESB.

Flótta­fólk hóf að koma til Króa­tíu í stórum hópum á mið­viku­dag og sagði þá for­sæt­is­ráð­herra Króa­tíu, Zoran Mila­nović, að landið væri reiðu­búið til að hjálpa fólk­inu að kom­ast heilu og höldnu til Sló­veníu og áfram til rík­ari landa í norðri. Breska dag­blaðið The Guar­dian greinir svo frá því að aðeins klukku­stundum síðar hafi orðið ljóst að króat­ísk yfir­völd hafi van­metið fjölda fólks sem hugð­ist fara um Króa­tíu og norð­ur. Strax hafi það mis­tek­ist að útvega nógu mörg pláss í lestum á leið til Sló­ven­íu.

Helstu landa­mæri og landamæra­stöðvarSmelltu á lín­urnar og punkt­ana til að lesa nán­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None