Ungverjar lengja girðinguna eftir landmærunum við Króatíu

kroatia_flottafolk.jpg
Auglýsing

Jafn­vel þó Króatar hafi lokað sjö af átta merktum leiðum yfir landa­mærin milli Serbíu og Króa­tíu í gær halda flótta­menn áfram að koma til Króa­tíu eftir að leið­inni til Ung­verja­lands frá Serbíu var lokað með ung­verskri girð­ingu á landa­mær­un­um. Straumur flótta­fólks til Evr­ópu liggur nú um Króa­tíu en þar ótt­ast fólk að leiðin lok­ist.

Króat­ísku lög­regl­unni hefur ekki tek­ist að hemja flaum­inn en beindi flótta­fólk­inu að lest­ar­stöð í landamæra­bænum Tovarnik þar sem nokkur þús­und manns eyddu nótt­inni undir berum himni, að sögn frétta­rit­ara Reuters. Aðrir heldu áfram ferða­lagi sínu og komust til Sló­veníu í norðri áður en nóttin var úti.

Síð­ustu tvo daga hefur straumur flótta­fólks legið til Króa­tíu eftir að Ung­verjar lok­uðu landa­mærum sínum að Serbíu og beittu óeirða­lög­reglu með tára­gas og vatns­byssur gegn flótta­fólk­inu sem mót­mælti harka­legri með­ferð ung­verskra stjórn­valda á aðkomu­fólk­inu. Sky News segir að um það bil 13.300 manns hafi komið til Króa­tíu síðan á mið­viku­dag. Í morgun til­kynnti Viktor Orban, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, hlust­endum rík­is­út­varps­stöðvar Ung­verja að nú ætli stjórn­völd að reisa girð­ingar á landa­mærum Ung­verja­lands og Króa­tíu.

Auglýsing

Nýja girð­ingin verður reist á 41 kíló­metra kafla þar sem landa­mærin eru ekki mörkuð með nátt­úru­legum hindr­unum eins og ám. Bæði Króa­tía og Ung­verja­land eru aðild­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B), ólíkt Serbíu þaðan sem flótta­fólkið reynir að kom­ast inn fyrir landa­mæri ESB.

Flótta­fólk hóf að koma til Króa­tíu í stórum hópum á mið­viku­dag og sagði þá for­sæt­is­ráð­herra Króa­tíu, Zoran Mila­nović, að landið væri reiðu­búið til að hjálpa fólk­inu að kom­ast heilu og höldnu til Sló­veníu og áfram til rík­ari landa í norðri. Breska dag­blaðið The Guar­dian greinir svo frá því að aðeins klukku­stundum síðar hafi orðið ljóst að króat­ísk yfir­völd hafi van­metið fjölda fólks sem hugð­ist fara um Króa­tíu og norð­ur. Strax hafi það mis­tek­ist að útvega nógu mörg pláss í lestum á leið til Sló­ven­íu.

Helstu landa­mæri og landamæra­stöðvarSmelltu á lín­urnar og punkt­ana til að lesa nán­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None