Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár

Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.

Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Auglýsing

Íbúða­fjár­fest­ing hefur dreg­ist tölu­vert saman á síð­ustu mán­uð­um, en búist er við því að hún verði 8,4 pró­sentum minni á þessu ári heldur en hún var í fyrra. Þetta kemur fram í þjóð­hags­spá Hag­stofu, sem var birt sam­hliða birt­ingu fjár­laga­frum­varps­ins í vik­unni.

Sam­kvæmt Hag­stofu jókst íbúða­fjár­fest­ing veru­lega á árunum 2016 til 2019, sam­hliða mik­illi fjölgun íbúa og ferða­manna. Í fyrra dró svo veru­lega úr þessum vexti og mæld­ist hann 1,2 pró­sent. Vöxt­ur­inn var þá aðal­lega drif­inn áfram af mik­illi aukn­ingu full­gerðra íbúða, en tölu­verður sam­dráttur varð á íbúðum á fyrri bygg­ing­ar­stigum á sama tíma.

Vegna fárra nýrra íbúð­ar­verk­efna árið 2020 eru því mun færri íbúðir í bygg­ingu á seinni bygg­ing­ar­stigum í ár. Þessi þróun hefur leitt til þess að heild­ar­magn íbúða­fjár­fest­ingar hefur dreg­ist saman tölu­vert á síð­ustu mán­uð­um, líkt og kemur fram í þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stofu sem einnig voru birtir í vik­unni.

Auglýsing

Þróun íbúða­fjár­fest­ingar má sjá á mynd hér að neð­an. Sam­kvæmt henni er búist við 8,4 pró­senta sam­drætti í ár, eftir sex ár af sam­felldri aukn­ingu. Á næstu árum er þó búist við að fjár­fest­ingin muni halda áfram að aukast, þar sem vís­bend­ingar eru um að íbúðum á fyrri bygg­ing­ar­stigum hafi fjölgað á síð­ustu mán­uð­um.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Sam­kvæmt Þjóð­skrá hefur full­búnum íbúðum fjölgað um 2.980 tals­ins það sem af er ári. Ef íbúðum fjölgar á sama hraða út árið má búast við að þeim fjölgi um rúm­lega 3.200 tals­ins í ár, sem er nokkuð minna en fjölg­unin í fyrra, en þó svipuð og á árinu 2019. Tvær af hverjum þremur nýjum íbúðum er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Hærra verð og færri íbúðir á sölu

Íbúða­verð í októ­ber var 17,1 pró­sentum hærra en í sama mán­uði í fyrra, sam­kvæmt vísi­tölu Þjóð­skrár. Nokkuð af þeirri verð­hækkun átti sér stað í lok síð­asta árs, en það sem af er ári hefur verðið hækkað um rúm tólf pró­sent.

Sam­hliða verð­hækk­un­unum hefur íbúðum sem eru til sölu á land­inu fækk­að. Líkt og kemur fram í síð­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) hefur fjöldi aug­lýstra eigna minnkað með hverjum mán­uði frá síð­asta vori. Í maí árið 2020 voru tæp­lega fjögur þús­und íbúðir aug­lýstar til sölu, en í októ­ber voru þær aðeins um 1.320.

Mest hefur fækk­unin verið á íbúðum í fjöl­býl­is­húsum á tíma­bil­inu, en hún nam 61 pró­senti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 66 pró­sentum á lands­byggð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent