Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“

„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.

Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Auglýsing

Núna á fyrstu dögum nýs þings eru þing­flokkar að koma sér fyrir í vinnu­að­stöðum í skrif­stofu­hús­næði Alþing­is, en í kosn­ing­unum í sept­em­ber urðu tals­verðar breyt­ingar á þing­styrk flokk­anna átta sem eiga sæti á þingi. Því fylgir upp­stokk­un.

Ein breyt­ing­anna sem verða, vegna breytts þing­styrks, er sú að Flokkur fólks­ins, sem er nú með sex þing­menn, fær vinnu­að­stöðu þar sem Mið­flokk­ur­inn sat áður með sína sjö og síðar níu þing­menn, eftir góða kosn­ingu árið 2017.

„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins í sam­tali við Kjarn­ann um þessi vista­skipti við Aust­ur­völl. Á síð­asta kjör­tíma­bili rak hún tvo þing­menn, þá Karl Gauta Hjalta­son og Ólaf Ísleifs­son, úr flokki sínum eftir að Klaust­ur­málið kom upp. Þeir gengu svo til liðs við Mið­flokk­inn.

„Báðir þessir gæjar sem við rákum úr Flokki fólks­ins, þeir eru ekki á þingi í dag,“ bendir Inga rétti­lega á.

Auglýsing

Eftir að þeir Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr þing­flokknum stóðu Inga og Guð­mundur Ingi Krist­ins­son ein eftir í tveggja manna þing­flokki, sem er erfið staða. Það er einmitt raun­veru­leiki Mið­flokks­ins í dag, eftir að Birgir Þór­ar­ins­son færði sig yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

„Karma,“ segir Inga.

Veit ekki hvar Mið­flokk­ur­inn lendir

Flokks­for­mað­ur­inn sagði við Kjarn­ann í morgun að þing­verðir væru að vinna að því að flytja Mið­flokk­inn yfir á nýja skrif­stofu, en hún sagð­ist reyndar ekki viss um hvar þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Berg­þór Óla­son kæmu til með að fá starfs­að­stöðu.

Hún segir að skömmu eftir kosn­ingar hafi hún heyrt af því að Mið­flokks­menn ættu að fær­ast á skrif­stof­urnar við Aust­ur­völl sem Flokkur fólks­ins hafði áður, en nú sé hún ekki alveg viss.

Hún segir ann­ars að nýja vinnu­að­staða þing­flokks­ins sé ynd­is­leg. „Góður staður og bjartur og fag­ur,“ eins og hún orðar það.

„Við erum orðin svo mörg, það er svo skrít­ið, við erum svo mörg og við erum svo dug­leg,“ segir Inga svo um þing­flokk sinn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent