Greint var frá því í gær að Landsbankinn, sem ríkið á 98 prósent hlut í, hefði stigið afgerandi skref útt á erlendan fjármálamarkað með skuldabréfaútgáfu upp á 300 milljónir evra, eða sem nemur um 43 milljörðum króna. Vextirnir er fastir þrjú prósent, að viðbættur vaxtaálagi upp á 2,95 prósent. Það telst vera mikið, miðað við gang mála á fjármálamörkuðum, en þrátt fyrir það verða þetta að teljast ánægjuleg tíðindi, þar sem þetta gerir Landsbankanum kleift að endurfjármagna skuldir og styrkja fjármögnunarmöguleika bankans til framtíðar.
Þessi tiðindi koma í kjölfarið á tveimur merkum tímamótum, sem tengjast uppgjörinu við hrunið. Annars vegar eru það endalok Icesave-málsins, sem nú er úr sögunni, og síðan skuldauppgjöri við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Nú skuldar ríkissjóður AGS ekki krónu, og stendur sterkari eftir að hafa fengið lánafyrirgreiðslu frá sjóðnum, fyrir um sjö árum, þegar öll sund voru lokuð eftir hrun bankanna 7. til 9. október 2008.
Þó gagnrýnin umræða sé nauðsynleg, og eigi að vera hluti af aflvél framfara í hverju samfélagi, þá er rétt að fagna þessum merku áföngum í endurreisnarstarfinu. Mikilvægi þeirra er ótvírætt. Margir voru til dæmis gagnrýnir á að leita til AGS eftir hrunið, en óhætt er að segja að það hafi verið rétt ákvörðun sem reyndist hagkerfinu vel, þegar upp var staðið.