Miklu færri atvinnulausir í ár en í fyrra

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

Að jafn­aði voru 202.200 manns á aldr­inum 16 til 74 ára á vinnu­mark­aði í júní, sem jafn­gildir 86,6 pró­sent atvinnu­þátt­töku. Af þeim voru 196.400 starf­andi og 5.800 án vinnu og í atvinnu­leit. Atvinnu­leysi var því 2,9 pró­sent í mán­uð­in­um, sam­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unnar fyrir júní­mán­uð. Fram kemur í frétt Hag­stof­unnar að sam­an­burður mæl­inga fyrir júní 2014 og 2015 sýnir að atvinnu­þátt­taka jókst um 1,3 pró­sentu­stig og hlut­fall starf­andi fólks af mann­fjölda jókst um 2,7 stig. Fara þarf aftur til júní 2008 til að finna hærra hlut­fall starf­andi fólks.

Atvinnu­lausum fækk­aði milli ára um 3.200 manns en alls voru 5.800 atvinnu­lausir í júní síð­ast­liðn­um. Hlut­fall atvinnu­leysis er 1,7 pró­sentu­stigum lægra í júní 2015 en júní 2014. Ef rýnt er í tölur Hag­stof­unnar má sjá að atvinnu­leysi hefur ekki verið lægra síðan í októ­ber árið 2008. Þá mæld­ist atvinnu­leysi 2,4 pró­sent. Frá þeim tíma hefur atvinnu­leysi þó nokkrum sinnum mælst á bil­inu 3,1 til 3,5 pró­sent. Tölu­verðar árs­tíð­ar­sveiflur eru í atvinnu­leysis­töl­um, eins og seinna grafið hér að neðan sýn­ir, minnst er það jafnan á sumr­in.

Fyrra grafið sýnir þróun á fjölda atvinnu­lausra og mælt atvinnu­leysi í júní­mán­uði á árunum 2008 til 2015.

AuglýsingVegna mik­illa árs­tíð­ar­sveiflna eru birtar tölur um árs­tíð­ar­leið­rétt atvinnu­leysi. „Árs­tíða­leið­rétt­ing er töl­fræði­leg aðferð sem leit­ast við að aðgreina árs­tíða­bundnar sveiflur frá óreglu­legum breyt­ing­um. Árs­tíða­leið­rétt­ingin gerir sam­an­burð á milli sam­liggj­andi mán­aða mun raun­hæf­ari og segir betur um hvert töl­urnar stefna,“ segir Hag­stof­an.

Fram kemur á vef Hag­stof­unar að árs­tíð­ar­leið­rétt atvinnu­leysi mæld­ist 3,2 pró­sent í júní. Sam­kvæmt árs­tíða­leið­rétt­ingu var fjöldi fólks á vinnu­mark­aði 190.800 í júní 2015 sem jafn­gildir 83,2% atvinnu­þátt­töku, sem er 0,2 pró­sentu­stigum hærri en hún var í maí. Fjöldi atvinnu­lausra í júní var sam­kvæmt árs­tíða­leið­rétt­ingu 6.100 sem er fækkun um 2.500 manns frá því í maí. Hlut­fall atvinnu­lausra minnk­aði úr 4,4% í maí í 3,2% í júní. Leið­rétt hlut­fall starf­andi fólks í júní 2015 var 80,5%, sem er aukn­ing um 1,3 pró­sentu­stig frá því í maí. Leitni vinnu­afl­stalna sýnir að atvinnu­leysi hefur lækkað um 0,2 pró­sentu­stig sé horft til síð­ustu sex mán­aða og um 0,8 stig á síð­ustu tólf mán­uð­um. Hlut­fall starf­andi síð­ustu sex mán­uði hefur auk­ist um 0,6 pró­sentu­stig og um 1,2 stig síð­ustu tólf mán­uði.

Júní 2015 nær til fjög­urra vikna, frá 1. til 29. júní. Úrtakið var 1.212 ein­stak­lingar á aldr­inum 16–74 ára sem valdir voru af handa­hófi úr þjóð­skrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reynd­ist nettóúr­takið 1.193 ein­stak­ling­ar. Alls feng­ust not­hæf svör frá 939 ein­stak­lingum sem jafn­gildir 78,7% af end­an­legri svör­un. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vik­mörk mán­að­ar­legra nið­ur­staðna um atvinnu­þátt­töku eru ±2,0, hlut­fall starf­andi ±2,2 og atvinnu­leysi ±1,2. Allar fjölda­tölur eru afrún­aðar að næsta hundraði.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None