Milljónamæringum fjölgaði í Kína úr þremur milljónum í fjórar milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í umfjöllun Quartz í dag, en vitnað er til rannsóknar ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Drifkrafturinn að baki fjölgun milljónamæringa, í Bandaríkjadölum talið, er gríðarlega mikil hækkun á virði hlutabréfa, en vísitala hlutabréfamarkaðarins í Kína hefur hækkað um 150 prósent á tólf mánuðum.
Hagvöxtur í Kína var 7,4 prósent, sem er minnsti hagvöxtur í landinu sé horft til síðustu tíu ára. Þrátt fyrir það hefur auðsöfnun einstaklinga og fyrirtækja í Kína aldrei verið hraðari en nú.
Hér má sjá grafíska mynd, sem Quartz birti með umfjöllun um fjölgun milljónamæringa í Kína. Gríðarlega hraður vöxtur einkennir auðsöfnun einstaklinga í Asíu.