Minjastofnun fær ekki séð hvernig eigi að koma Borgarlínu fyrir í miðborginni

Minjastofnun Íslands gerði í upphafi sumars athugasemdir við eitt og annað í tengslum við Borgarlínu, í umsögn vegna væntra aðalskipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar og Kópavogs í tengslum við fyrstu lotu verkefnisins.

Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Minja­stofnun Íslands telur að Borg­ar­lína muni hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á friðuð og frið­lýst hús í elstu hverfum Reykja­víkur og að ekki fáist séð að Borg­ar­línan kom­ist fyr­ir, „eins og hún virð­ist hugs­uð“, án þess að hafa veru­leg áhrif á byggða­mynstrið í elsta hluta Reykja­víkur og víð­ar.

Við það seg­ist stofn­unin gera athuga­semd­ir, í umsögn sinni við vinnslu­til­lögur Reykja­vík­ur­borgar og Kópa­vogs­bæjar að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi vegna fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem lagðar voru fram til kynn­ingar í vor.

Tíma­frekar forn­leifa­rann­sóknir þurfi að fara fram

Í umsögn stofn­un­ar­inn­ar, sem send var til sveit­ar­fé­lag­anna og inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda undir lok maí­mán­að­ar, segir einnig að von sé á því að það muni þurfa að fara fram „miklar og tíma­frekar forn­leifa­rann­sóknir víða þar sem línan ligg­ur, en þó fyrst og fremst í miðbæ Reykja­vík­ur.“ Þá sé gróf­lega áætlað af hálfu stofn­un­ar­innar að lagn­ing fyrstu lotu Borg­ar­línu um mið­borg­ina muni hafa áhrif á um 100 hús.

Auglýsing

Stofn­unin gerir athuga­semdir við að það sem lagt hafi verið fram um legu og umfang Borg­ar­línu til þessa sé að nokkru leyti óljóst. Minja­stofnun geti því ekki að öllu leyti tekið raunsanna afstöðu til þess sem óskað er umsagnar um af hálfu sveit­ar­fé­lag­anna tveggja.

Einnig eru gerðar athuga­semdir við að ein­ungis sé óskað eftir umsögnum um breyt­ingar vegna fyr­ir­hug­aðrar fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem á að liggja á milli Ártúns­höfða og Hamra­borg­ar. Að mati Minja­stofn­unar hefði verið betra að kynnt væri „heild­ar­á­ætlun um verk­efnið sem hægt væri að taka afstöðu til,“ en til stendur að borg­ar­línu­verk­efnið verði unnið í lotum fram á næsta ára­tug.

Þá gerir Minja­stofnun líka athuga­semdir við að búið sé að gera samn­inga um hönnun fyrstu lotu Borg­ar­línu áður en stofn­unin geti brugð­ist við minja­skrán­ingu út frá forn­minja-, húsa- og mann­virkja­skrán­ingu. Stofn­unin minnir líka á að það að óheim­ilt sé að veita fram­kvæmda­leyfi áður en slík skrán­ing með til­liti til minja hafi farið fram og fengið sam­þykki stofn­un­ar­inn­ar.

„Slíkar upp­lýs­ingar geta vissu­lega haft áhrif á lagn­ingu Borg­ar­lín­u,“ segir í umsögn Minja­stofn­un­ar.

Breidd gatn­anna vefst fyrir Minja­stofnun

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þá mynd sem dregin var upp af væntri legu Borg­ar­línu er frum­draga­skýrsla vegna fyrstu lotu verk­efn­is­ins kom út í byrjun febr­úar á þessu ári. Í umræðum miss­erin þar á undan hafði einmitt verið mikið fjallað um hvernig ætti að koma sér­rým­inu fyrir borg­ar­línu­leiðir fyrir í gegnum elsta hluta Reykja­vík­ur­.

Eins og fram kom í frum­draga­skýrsl­unni er það þó ekki raunin að hug­myndir geri ráð fyrir því að vagnar Borg­ar­línu verði í sér­rými er þeir þræða sig um elsta hluta Reykja­vík­ur­borg­ar, heldur er ráð­gert að hönn­unin og umferð­ar­skipu­lagið taki mið af aðstæðum á hverjum stað.

Í umsögn Minja­stofn­un­ar, sem Kristín Huld Sig­urð­ars­dóttir for­stöðu­maður und­ir­rit­ar, er þó vísað til myndar af svoköll­uðu kjör­sniði Borg­ar­línu, sem sjá má hér að neð­an.

Minjastofnun bendir réttilega á að erfitt væri að koma þessu kjörsniði fyrir í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Borgarlína.

Þar er sér­ak­rými fyrir borg­ar­línu­vagna fyrir miðju, tvær sér­a­kreinar fyrir einka­bíla og hjóla­stígar beggja megin göt­unn­ar, auk gang­stétta. Segir í umsögn Minja­stofn­unar að það fáist ekki betur séð en að það þurfi 34,5 metra breitt svæði til þess að götu­snið geti verið með þessum hætti.

„Í miðbæ Reykja­vík­ur, þar sem er fjöldi frið­aðra og og frið­lýstra húsa, eru götur það þröngar að ekki er pláss fyrir borg­ar­línu götur eins og þær eru kynntar [á áður­nefndri mynd],“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Teikning: Borgarlína

Þar segir enn­fremur að breidd Hverf­is­götu sé mest um 15,5 metr­ar, Lækj­ar­götu 29 metr­ar, Frí­kirkju­vegs 21 meter og Von­ar­strætis 13,4 metr­ar. „Suð­ur­gata, þar sem eru bæði friðuð og frið­lýst hús og að auki frið­aður kirkju­garður (Hóla­valla­garð­ur), er ein­ungis 10 m breið. Skot­hús­vegur er aðeins 12,5 m breið­ur. Teikn­ingar af bið­stöðv­um, eins og við Hverf­is­götu, benda til mik­illa áhrifa á húsin við göt­una. Ekki fæst séð hvernig á að koma Borg­ar­línu fyrir á þessum svæðum án þess að hún hafi veru­leg nei­kvæð áhrif á frið­uðu og frið­lýstu hús­in, Hóla­valla­garð og borg­ar­á­sýnd­ina í mið­bæn­um,“ segir í umsögn Minja­stofn­un­ar.

Það sem segir þó í þeirri til­lögu Reykja­vík­ur­borgar sem Minja­stofnun er að taka afstöðu til er að þegar komið sé inn að mið­borg­inni liggi hús að götum og götu­rými þreng­ist á köfl­um. Tekið sé til­lit til þess við útfærslu borg­ar­línu­leið­anna.

Skjáskot úr vinnslutillögu Reykjavíkurborgar.

„Ljóst er að ekki er mögu­legt að koma Borg­ar­línu fyrir í sér­rými nema á hluta leið­ar­innar um mið­borg­ina. Þar gera hug­myndir að sniðum ráð fyrir að Borg­ar­línan verði í bland­aðri umferð á köfl­u­m,“ segir í til­lögu borg­ar­inn­ar, sem var til umsagn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent