Minjastofnun fær ekki séð hvernig eigi að koma Borgarlínu fyrir í miðborginni

Minjastofnun Íslands gerði í upphafi sumars athugasemdir við eitt og annað í tengslum við Borgarlínu, í umsögn vegna væntra aðalskipulagsbreytinga Reykjavíkurborgar og Kópavogs í tengslum við fyrstu lotu verkefnisins.

Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Minjastofnun segist gera ráð fyrir miklum og tímafrekum fornleifarannsóknum víða þar sem fyrirhugað er að Borgarlínan muni liggja, fyrst og fremst í miðbæ Reykjavíkur.
Auglýsing

Minja­stofnun Íslands telur að Borg­ar­lína muni hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á friðuð og frið­lýst hús í elstu hverfum Reykja­víkur og að ekki fáist séð að Borg­ar­línan kom­ist fyr­ir, „eins og hún virð­ist hugs­uð“, án þess að hafa veru­leg áhrif á byggða­mynstrið í elsta hluta Reykja­víkur og víð­ar.

Við það seg­ist stofn­unin gera athuga­semd­ir, í umsögn sinni við vinnslu­til­lögur Reykja­vík­ur­borgar og Kópa­vogs­bæjar að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi vegna fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem lagðar voru fram til kynn­ingar í vor.

Tíma­frekar forn­leifa­rann­sóknir þurfi að fara fram

Í umsögn stofn­un­ar­inn­ar, sem send var til sveit­ar­fé­lag­anna og inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda undir lok maí­mán­að­ar, segir einnig að von sé á því að það muni þurfa að fara fram „miklar og tíma­frekar forn­leifa­rann­sóknir víða þar sem línan ligg­ur, en þó fyrst og fremst í miðbæ Reykja­vík­ur.“ Þá sé gróf­lega áætlað af hálfu stofn­un­ar­innar að lagn­ing fyrstu lotu Borg­ar­línu um mið­borg­ina muni hafa áhrif á um 100 hús.

Auglýsing

Stofn­unin gerir athuga­semdir við að það sem lagt hafi verið fram um legu og umfang Borg­ar­línu til þessa sé að nokkru leyti óljóst. Minja­stofnun geti því ekki að öllu leyti tekið raunsanna afstöðu til þess sem óskað er umsagnar um af hálfu sveit­ar­fé­lag­anna tveggja.

Einnig eru gerðar athuga­semdir við að ein­ungis sé óskað eftir umsögnum um breyt­ingar vegna fyr­ir­hug­aðrar fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem á að liggja á milli Ártúns­höfða og Hamra­borg­ar. Að mati Minja­stofn­unar hefði verið betra að kynnt væri „heild­ar­á­ætlun um verk­efnið sem hægt væri að taka afstöðu til,“ en til stendur að borg­ar­línu­verk­efnið verði unnið í lotum fram á næsta ára­tug.

Þá gerir Minja­stofnun líka athuga­semdir við að búið sé að gera samn­inga um hönnun fyrstu lotu Borg­ar­línu áður en stofn­unin geti brugð­ist við minja­skrán­ingu út frá forn­minja-, húsa- og mann­virkja­skrán­ingu. Stofn­unin minnir líka á að það að óheim­ilt sé að veita fram­kvæmda­leyfi áður en slík skrán­ing með til­liti til minja hafi farið fram og fengið sam­þykki stofn­un­ar­inn­ar.

„Slíkar upp­lýs­ingar geta vissu­lega haft áhrif á lagn­ingu Borg­ar­lín­u,“ segir í umsögn Minja­stofn­un­ar.

Breidd gatn­anna vefst fyrir Minja­stofnun

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þá mynd sem dregin var upp af væntri legu Borg­ar­línu er frum­draga­skýrsla vegna fyrstu lotu verk­efn­is­ins kom út í byrjun febr­úar á þessu ári. Í umræðum miss­erin þar á undan hafði einmitt verið mikið fjallað um hvernig ætti að koma sér­rým­inu fyrir borg­ar­línu­leiðir fyrir í gegnum elsta hluta Reykja­vík­ur­.

Eins og fram kom í frum­draga­skýrsl­unni er það þó ekki raunin að hug­myndir geri ráð fyrir því að vagnar Borg­ar­línu verði í sér­rými er þeir þræða sig um elsta hluta Reykja­vík­ur­borg­ar, heldur er ráð­gert að hönn­unin og umferð­ar­skipu­lagið taki mið af aðstæðum á hverjum stað.

Í umsögn Minja­stofn­un­ar, sem Kristín Huld Sig­urð­ars­dóttir for­stöðu­maður und­ir­rit­ar, er þó vísað til myndar af svoköll­uðu kjör­sniði Borg­ar­línu, sem sjá má hér að neð­an.

Minjastofnun bendir réttilega á að erfitt væri að koma þessu kjörsniði fyrir í miðborg Reykjavíkur. Mynd: Borgarlína.

Þar er sér­ak­rými fyrir borg­ar­línu­vagna fyrir miðju, tvær sér­a­kreinar fyrir einka­bíla og hjóla­stígar beggja megin göt­unn­ar, auk gang­stétta. Segir í umsögn Minja­stofn­unar að það fáist ekki betur séð en að það þurfi 34,5 metra breitt svæði til þess að götu­snið geti verið með þessum hætti.

„Í miðbæ Reykja­vík­ur, þar sem er fjöldi frið­aðra og og frið­lýstra húsa, eru götur það þröngar að ekki er pláss fyrir borg­ar­línu götur eins og þær eru kynntar [á áður­nefndri mynd],“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar.

Teikning: Borgarlína

Þar segir enn­fremur að breidd Hverf­is­götu sé mest um 15,5 metr­ar, Lækj­ar­götu 29 metr­ar, Frí­kirkju­vegs 21 meter og Von­ar­strætis 13,4 metr­ar. „Suð­ur­gata, þar sem eru bæði friðuð og frið­lýst hús og að auki frið­aður kirkju­garður (Hóla­valla­garð­ur), er ein­ungis 10 m breið. Skot­hús­vegur er aðeins 12,5 m breið­ur. Teikn­ingar af bið­stöðv­um, eins og við Hverf­is­götu, benda til mik­illa áhrifa á húsin við göt­una. Ekki fæst séð hvernig á að koma Borg­ar­línu fyrir á þessum svæðum án þess að hún hafi veru­leg nei­kvæð áhrif á frið­uðu og frið­lýstu hús­in, Hóla­valla­garð og borg­ar­á­sýnd­ina í mið­bæn­um,“ segir í umsögn Minja­stofn­un­ar.

Það sem segir þó í þeirri til­lögu Reykja­vík­ur­borgar sem Minja­stofnun er að taka afstöðu til er að þegar komið sé inn að mið­borg­inni liggi hús að götum og götu­rými þreng­ist á köfl­um. Tekið sé til­lit til þess við útfærslu borg­ar­línu­leið­anna.

Skjáskot úr vinnslutillögu Reykjavíkurborgar.

„Ljóst er að ekki er mögu­legt að koma Borg­ar­línu fyrir í sér­rými nema á hluta leið­ar­innar um mið­borg­ina. Þar gera hug­myndir að sniðum ráð fyrir að Borg­ar­línan verði í bland­aðri umferð á köfl­u­m,“ segir í til­lögu borg­ar­inn­ar, sem var til umsagn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent