Minnihlutinn í borginni gagnrýnir tillögu sem hann styður - „Þið getið þetta ekki“

radhusid_vef.jpg
Auglýsing

Borg­ar­full­trúar minni­hlut­ans í Reykja­vík hafa gagn­rýnt meiri­hlut­ann harð­lega og sumir lýst yfir efa­semdum um til­lögu um við­ræður við ­rík­is­valdið um mót­töku flótta­fólks á fundi borg­ar­stjórn­ar, sem nú fer fram.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í morgun var ákveðið að taka til­lög­una á dag­skrá fund­ar­ins með afbrigðum og öll fram­boð með full­trúa í borg­ar­stjórn stóðu á bak við það. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði þá að til­lagan væri ítrekun á því sem vel­ferð­ar­ráð hefði þegar sagt, „að ­borgin sé til­búin að taka á móti fleiri flótta­mönnum og að hún sé til­búin í við­ræður við ríkið um það.“

Til­lagan var rétt fyrir klukkan fjögur sam­þykkt með fjórtán greiddum atkvæð­um. Kjartan Magn­ús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sat hjá. Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins settu þó fram mikla gagn­rýni á meiri­hlut­ann og á til­lög­una sjálfa á fund­in­um.

Auglýsing

Ýtum undir ólög­lega komu til Evr­ópuKjartan Magn­ús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hélt ræðu þar sem hann sagði meðal ann­ars til­lög­una til þess fallna að meiri­hlut­inn fái „sinn skerf af athygl­inni“ sem mál­efnið hefur fengið und­an­farna daga.

Kjartan sagði einnig að þegar tekið væri á móti fólki sem hefði komið ólög­lega til Evr­ópu ýtti það undir komu fleira fólks. „Í hvert sinn, þá erum við að örva, ýta undir þessa leið vegna þess að hún heppn­að­ist vel.“ Hann sagði jafn­framt að það hefði átt að kanna raun­veru­legt svig­rúm borg­ar­innar til þess að taka á móti flótta­mönn­um.

Hann tal­aði einnig um drauma flótta­manna, sem væru þeir að kom­ast til Vest­ur­landa og fá rík­is­borg­ara­rétt. Það væri ekki skylda Vest­ur­landa að láta þessa drauma rætast, þótt það væri skylda þeirra að bjarga lífum þeirra sem lentu í hættu á leið til Evr­ópu. „Ég held að draumur allra flótta­manna sé að vera ekki flótta­menn,“ sagði Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í and­svari við ræðu Kjart­ans.

„Ógeðs­lega illa“ staðið að mál­inuFleiri borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins settu fram gagn­rýni. Áslaug Frið­riks­dóttir gerði biðlista hjá borg­inni að umtals­efni og sagði mörg dæmi um að fólk fái ekki þjón­ustu hjá borg­inni vegna fjár­skorts. Hún tal­aði um for­gangs­röðun í fjár­málum borg­ar­inn­ar, sagði „ógeðs­lega illa“ að stað­ið, og sagði meiri­hlut­ann þurfa að „gera grein fyrir því hvernig í ósköp­unum þið ætlið að fara að þessu.“ Hún sagði verk meiri­hlut­ans sýna að hann gæti ekki ráðið við að for­gangs­raða verk­efn­um. „Verkin ykkar sýna að þið getið þetta ekki, þið getið ekki staðið við þetta.“

Odd­viti flokks­ins, Hall­dór Hall­dórs­son, sagði hins vegar auð­velt að styðja til­lög­una „því það er sam­hug­ur­inn sem fær okkur til að gera það.“ Hann sagði verk­efnið mik­il­vægt, en það væri ekki ókeyp­is.

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, sagði mikla póli­tíska vinnu í gangi um alla Evr­ópu við að koma til móts við „þá alþjóð­legu sam­fé­lags­legu ábyrgð sem við ber­um.“ Hún sagði ekk­ert óeðli­legt við það, Íslend­ingar vildu hjálpa því „við erum alin upp við sið­ferði kristi­legra gilda“ og „virðum þá grunn­reglu að elska skaltu náung­ann eins og sjálfan þig“. Þrátt fyrir þetta þyrfti að horfast í augu við að fjár­hags­staða borg­ar­innar væri slæm og hús­næð­is­skortur fyrir hendi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None