Gunnar Bragi samþykkti sameiginlega yfirlýsingu um loftslagsmál

gunnar_bragi_arctic.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, hefur fyrir hönd Íslands sam­þykkt sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu ríkj­anna á norð­ur­slóðum um hlýnun lofts­lags og norð­ur­slóð­ir. Þar er kapp þess­ara ríkja um að hægja á hlýnun jarðar und­ir­strikað og ríkin lýsa sig skuld­bundin til að vinna saman að alþjóð­legu sam­komu­lagi á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París í des­em­ber (COP 21).

Yfir­lýs­ingin var gerð eftir fund utan­rík­is­ráð­herra og ann­ara full­trúa ríkj­anna á norð­ur­slóðum í Anchorage í Alaska í gær. Fund­ur­inn kall­að­ist GLACIER sem stendur fyrir „Global Leaders­hip in the Arct­ic: Cooper­ation, Innovation, Enga­gement, and Res­ili­ence“. Fund­inn sóttu auk full­trúa Íslands, full­trúar Hollands, Suð­ur­-Kóreu, Dan­merk­ur, Finn­lands, Sví­þjóð­ar, Nor­egs og Banda­ríkj­anna.

„Við tökum mark á aðvör­unum vís­inda­manna: hita­stig á norð­ur­slóðum hækkar meira en tvisvar sinnum hraðar en ann­ars­staðar í heim­in­um,“ segir meðal ann­ars í yfir­lýs­ing­unni. „Haf­ís, ísbreiðan á Græn­landi og nærri allir jöklar á norð­ur­slóðum hafa rýrnað síð­ustu 100 árin. […] Ísinn á norð­ur­skauti jarðar hefur hopað hraðar síð­ustu tíu árin en árin 20 þar á und­an, á sumrum er ísbreiðan nú 40 pró­sent minni en árið 1979.“

Auglýsing

Bráðunun íss­ins hefur dramat­ísk áhrif um allan heim. Yfir­borð sjávar hækk­ar, hlýrra og þurr­ara veður ríkir á norð­ur­hveli með þeim afleið­ingum að mun meiri hætta steðjar að dýra­lífi og gróðri. Aukin tíðni gróð­ur­elda eykur svo koltví­sýr­ing í loft­inu. Aukin hlý­indi hafa einnig þau áhrif að sífreri bráðnar með þeim afleið­ingum að gríð­ar­legt magn af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna úr jörð­inni og út í and­rúms­loft­ið. Hér er því um víta­hring að ræða sem verður að stöðva strax.

Utanríkisráðherrarnir frá vinstri: Bert Koenders frá Hollandi, Yun Byung-se frá Suður-Kóreu, Kristian Jensen frá Damörku, Margot Wallstrom frá Svíþjóð, John Kerry frá Bandaríkjunum, Timo Soini frá Finnlandi, Gunnar Bragi Sveinsson og Børge Brende frá Noregi. (Mynd: Utanríkisráðuneyti BNA) Utan­rík­is­ráð­herr­arnir frá vinstri: Bert Koend­ers frá Hollandi, Yun Byung-se frá Suð­ur­-Kóreu, Krist­ian Jen­sen frá Damörku, Margot Wall­strom frá Sví­þjóð, John Kerry frá Banda­ríkj­un­um, Timo Soini frá Finn­landi, Gunnar Bragi Sveins­son og Børge Brende frá Nor­egi. (Mynd: Utan­rík­is­ráðu­neyti BNA)

Í yfir­lýs­ing­unni segir einnig að þessi hlý­indi hafi þegar haft beinan kostnað fyrir sam­fé­lög á norð­ur­slóð­um. Bráðnun sífrer­ans hefur til dæmis orðið til þess að brýr, vegir og önnur mann­virki hafa hrunið og land­brot sjávar eykst og tak­markar land­rými í borgum og sveitum svo fólk þarf að flytja úr heima­hög­um. Veiði­staðir og fiski­mið hafa jafn­framt breyst.

Ríkin á norð­ur­slóðum ætla að nota þessi miklu vanda­mál sem vett­vang sam­vinnu og nýsköp­un; „um leið og við stöndum saman vörð um þetta mik­il­væga svæði og fræðum heim­inn um það hvers vegna norð­ur­slóðir skipta okkur öll máli,“ segir svo í lok yfir­lýs­ing­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að Gunnar Bragi hafi rætt við John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, um lofts­lags­mál og varn­ar­sam­vinnu ríkj­anna. Gunnar Bragi flutti jafn­framt erindi á fund­inum þar sem hann fjall­aði um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa sem tæki til að sporna við nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga á norð­ur­slóð­um, þá sér­stak­lega nýt­ingu jarð­hita og reynslu Íslend­inga á því sviði.

Ráð­stefn­unni lauk með ræðu Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, þar sem hann sagði heim­inn ekki hafa brugð­ist nógu hratt við hlýnun lofts­lags. „Vís­indin eru vægð­ar­laus. Aðgerðir mann­kyns eru að trufla lofts­lag á jörð­inni, á margan hátt hraðar en við héld­um,“ sagði Obama meðal ann­ars í ræðu sinni og benti á að áhrif lofts­lags­breyt­inga væri helst að merkja á norð­ur­slóð­um. Ræðu Obama má sjá í heild sinni hér að neð­an.

https://yout­u.be/F­vIr­laX­U28A

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None