Hrein og ódýr orka er allt sem þarf

Bill Gates hefur útbúið stærðfræðijöfnu til að sýna fram á að minni mengun frá orkuframleiðslu er meginlausnin þegar kemur að mildun loftslagsbreytinga.

Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Bill Gates hefur útbúið stærð­fræði­jöfnu sem hann segir að sé lyk­ill­inn að því að stöðva útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Bill eyðir sínum helm­ingi árlegs bréfs þeirra Melindu Gates á vefnum gatesnot­es.com í lofts­lags­mál­in. Hann seg­ist vera upp­tek­inn af orku­notkun og hefur und­an­farið fjár­fest mikið í verk­efnum sem lúta að fram­leiðslu hreinnar orku.

Bill Gates er meðal rík­ustu og áhrifa­mestu ein­stak­linga í heimi en hann var einn stofn­enda Microsoft. Í lok síð­asta árs stofn­aði Gates stóran fjár­fest­inga­sjóð sem á að fjár­festa í hreinni orku­fram­leiðslu. Í sjóðnum eru margir millj­arðar doll­ara. Gates er hins vegar raun­sær og gerir sér grein fyrir að það verður ekki til neitt „orku­krafta­verk“ á næstu árum eins og efa­semda­menn um lofts­lags­breyt­ingar hafa kallað það.

Stærð­fræði­jöfn­una sem Gates hefur búið til má nota til útskýr­ingar á því hvernig mann­kynið eykur eða minnkar gróð­ur­húsa­á­hrif­in. Sé einn liður jöf­un­unnar núll verða gróð­ur­húsa­á­hrifin núll, sem er mark­miðið til til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Jafnan er ein­föld. Öðru­megin höfum við liði sem eru marg­fald­aðir með hvor öðrum: Fólks­fjöldi (P), þjón­ustur sem fólk notar (S), orku­notkun þjón­ust­unnar (E) og mengun sem verður til við orku­fram­leiðsl­una (C). Hinumegin er svo útkoman sem er koldí­oxíðið sem við blásum út í and­rúms­loftið og veldur gróð­ur­húsa­á­hrif­un­um. Útkoman þarf að vera núll svo einn lið­anna verður á end­anum að vera núll.

Loftslagsjafna Bill GatesÞá er hægt að fara í gegnum jöfn­una, lið fyrir lið, til að kom­ast að raun um hvernig er hægt að fá útkom­una núll. Fólks­fjöld­inn (P) er sem stendur sjö millj­arðar og reiknað er með að fjöldi fólks árið 2050 verði níu millj­arð­ar. „Ekki séns að það verði núll,“ skrifar Bill Gates.

Næst tekur hann fyrir þjón­ust­una sem fólk notar (S). „Þetta er allt: mat­ur, föt, hiti og raf­magn, hús, bílar, sjón­vörp, Taylor Swift-­plötur og svo fram­veg­is.“ Þetta er með öðrum orðum tala sem getur ekki lækk­að, að mati Gates. Orkan (E) sem þessar þjón­ustur notar er hins vegar eitt­hvað sem hægt er að tak­marka. Spar­neytn­ari bílar, spar­ljósa­perur og fleiri upp­finn­ingar munu verða til þess að orku­þörfin minnk­ar. Fólk hefur einnig verið að breyta venjum sínum í auknum mæli í þeim til­gangi að spara orku. „Fólk hjól­ar, notar hópakst­ur­sakreinar þjóð­vega og hitar hús sín örlítið minna,“ skrifar Gates.

Eina stærðin sem er eftir er orku­fram­leiðslan (C). Það er magn meng­unar sem verður til við fram­leiðslu orkunn­ar. „Megnið af orku­fram­leiðslu heims­ins, fyrir utan vatns­af­sl­virkj­anir og kjarn­orku, verður til með bruna jarð­efna­elds­neytis og kola. Útblástur þess­ara aflgjafa er gríð­ar­leg­ur. Hér eru hins vegar einnig góðar frétt­ir,“ skrifar Gates enn fremur og bendir á að nýjar og grænar tækni­lausnir muni gera okkur kleift að fram­leiða útblást­urs­lausa orku með virkjun sól­ar­ljóss og vinds.

Gates seg­ist vera bjart­sýnn á að nýjar leiðir í orku­fram­leiðslu verði til í fram­tíð­inni. Hann spáir því að innan 15 ára muni mann­kynið finna upp nýja og hreina orku­lind sem muni bjarga jörð­inni okkar og knýja heim­inn í fram­tíð­inni. Og það „sér­stak­lega ef ungt fólk tekur þátt,“ skrifar hann. 

„Vanda­málið sem við stöndum frammi fyrir er stórt; jafn­vel stærra an fólk gerir sér grein fyr­ir. En það eru tæki­færin líka. Ef okkur tekst að finna leiðir til að fram­leiða ódýra hreina orku þá mun það gera miklu meira en að stöðva lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. Það mun breyta lífi fátæk­asta fólks­ins í heim­in­um.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None