Hrein og ódýr orka er allt sem þarf

Bill Gates hefur útbúið stærðfræðijöfnu til að sýna fram á að minni mengun frá orkuframleiðslu er meginlausnin þegar kemur að mildun loftslagsbreytinga.

Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Bill Gates hefur útbúið stærð­fræði­jöfnu sem hann segir að sé lyk­ill­inn að því að stöðva útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Bill eyðir sínum helm­ingi árlegs bréfs þeirra Melindu Gates á vefnum gatesnot­es.com í lofts­lags­mál­in. Hann seg­ist vera upp­tek­inn af orku­notkun og hefur und­an­farið fjár­fest mikið í verk­efnum sem lúta að fram­leiðslu hreinnar orku.

Bill Gates er meðal rík­ustu og áhrifa­mestu ein­stak­linga í heimi en hann var einn stofn­enda Microsoft. Í lok síð­asta árs stofn­aði Gates stóran fjár­fest­inga­sjóð sem á að fjár­festa í hreinni orku­fram­leiðslu. Í sjóðnum eru margir millj­arðar doll­ara. Gates er hins vegar raun­sær og gerir sér grein fyrir að það verður ekki til neitt „orku­krafta­verk“ á næstu árum eins og efa­semda­menn um lofts­lags­breyt­ingar hafa kallað það.

Stærð­fræði­jöfn­una sem Gates hefur búið til má nota til útskýr­ingar á því hvernig mann­kynið eykur eða minnkar gróð­ur­húsa­á­hrif­in. Sé einn liður jöf­un­unnar núll verða gróð­ur­húsa­á­hrifin núll, sem er mark­miðið til til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Jafnan er ein­föld. Öðru­megin höfum við liði sem eru marg­fald­aðir með hvor öðrum: Fólks­fjöldi (P), þjón­ustur sem fólk notar (S), orku­notkun þjón­ust­unnar (E) og mengun sem verður til við orku­fram­leiðsl­una (C). Hinumegin er svo útkoman sem er koldí­oxíðið sem við blásum út í and­rúms­loftið og veldur gróð­ur­húsa­á­hrif­un­um. Útkoman þarf að vera núll svo einn lið­anna verður á end­anum að vera núll.

Loftslagsjafna Bill GatesÞá er hægt að fara í gegnum jöfn­una, lið fyrir lið, til að kom­ast að raun um hvernig er hægt að fá útkom­una núll. Fólks­fjöld­inn (P) er sem stendur sjö millj­arðar og reiknað er með að fjöldi fólks árið 2050 verði níu millj­arð­ar. „Ekki séns að það verði núll,“ skrifar Bill Gates.

Næst tekur hann fyrir þjón­ust­una sem fólk notar (S). „Þetta er allt: mat­ur, föt, hiti og raf­magn, hús, bílar, sjón­vörp, Taylor Swift-­plötur og svo fram­veg­is.“ Þetta er með öðrum orðum tala sem getur ekki lækk­að, að mati Gates. Orkan (E) sem þessar þjón­ustur notar er hins vegar eitt­hvað sem hægt er að tak­marka. Spar­neytn­ari bílar, spar­ljósa­perur og fleiri upp­finn­ingar munu verða til þess að orku­þörfin minnk­ar. Fólk hefur einnig verið að breyta venjum sínum í auknum mæli í þeim til­gangi að spara orku. „Fólk hjól­ar, notar hópakst­ur­sakreinar þjóð­vega og hitar hús sín örlítið minna,“ skrifar Gates.

Eina stærðin sem er eftir er orku­fram­leiðslan (C). Það er magn meng­unar sem verður til við fram­leiðslu orkunn­ar. „Megnið af orku­fram­leiðslu heims­ins, fyrir utan vatns­af­sl­virkj­anir og kjarn­orku, verður til með bruna jarð­efna­elds­neytis og kola. Útblástur þess­ara aflgjafa er gríð­ar­leg­ur. Hér eru hins vegar einnig góðar frétt­ir,“ skrifar Gates enn fremur og bendir á að nýjar og grænar tækni­lausnir muni gera okkur kleift að fram­leiða útblást­urs­lausa orku með virkjun sól­ar­ljóss og vinds.

Gates seg­ist vera bjart­sýnn á að nýjar leiðir í orku­fram­leiðslu verði til í fram­tíð­inni. Hann spáir því að innan 15 ára muni mann­kynið finna upp nýja og hreina orku­lind sem muni bjarga jörð­inni okkar og knýja heim­inn í fram­tíð­inni. Og það „sér­stak­lega ef ungt fólk tekur þátt,“ skrifar hann. 

„Vanda­málið sem við stöndum frammi fyrir er stórt; jafn­vel stærra an fólk gerir sér grein fyr­ir. En það eru tæki­færin líka. Ef okkur tekst að finna leiðir til að fram­leiða ódýra hreina orku þá mun það gera miklu meira en að stöðva lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. Það mun breyta lífi fátæk­asta fólks­ins í heim­in­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None