Hrein og ódýr orka er allt sem þarf

Bill Gates hefur útbúið stærðfræðijöfnu til að sýna fram á að minni mengun frá orkuframleiðslu er meginlausnin þegar kemur að mildun loftslagsbreytinga.

Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Bill Gates hefur sett mikið af sínu eigin fé í fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Bill Gates hefur útbúið stærð­fræði­jöfnu sem hann segir að sé lyk­ill­inn að því að stöðva útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Bill eyðir sínum helm­ingi árlegs bréfs þeirra Melindu Gates á vefnum gatesnot­es.com í lofts­lags­mál­in. Hann seg­ist vera upp­tek­inn af orku­notkun og hefur und­an­farið fjár­fest mikið í verk­efnum sem lúta að fram­leiðslu hreinnar orku.

Bill Gates er meðal rík­ustu og áhrifa­mestu ein­stak­linga í heimi en hann var einn stofn­enda Microsoft. Í lok síð­asta árs stofn­aði Gates stóran fjár­fest­inga­sjóð sem á að fjár­festa í hreinni orku­fram­leiðslu. Í sjóðnum eru margir millj­arðar doll­ara. Gates er hins vegar raun­sær og gerir sér grein fyrir að það verður ekki til neitt „orku­krafta­verk“ á næstu árum eins og efa­semda­menn um lofts­lags­breyt­ingar hafa kallað það.

Stærð­fræði­jöfn­una sem Gates hefur búið til má nota til útskýr­ingar á því hvernig mann­kynið eykur eða minnkar gróð­ur­húsa­á­hrif­in. Sé einn liður jöf­un­unnar núll verða gróð­ur­húsa­á­hrifin núll, sem er mark­miðið til til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Jafnan er ein­föld. Öðru­megin höfum við liði sem eru marg­fald­aðir með hvor öðrum: Fólks­fjöldi (P), þjón­ustur sem fólk notar (S), orku­notkun þjón­ust­unnar (E) og mengun sem verður til við orku­fram­leiðsl­una (C). Hinumegin er svo útkoman sem er koldí­oxíðið sem við blásum út í and­rúms­loftið og veldur gróð­ur­húsa­á­hrif­un­um. Útkoman þarf að vera núll svo einn lið­anna verður á end­anum að vera núll.

Loftslagsjafna Bill GatesÞá er hægt að fara í gegnum jöfn­una, lið fyrir lið, til að kom­ast að raun um hvernig er hægt að fá útkom­una núll. Fólks­fjöld­inn (P) er sem stendur sjö millj­arðar og reiknað er með að fjöldi fólks árið 2050 verði níu millj­arð­ar. „Ekki séns að það verði núll,“ skrifar Bill Gates.

Næst tekur hann fyrir þjón­ust­una sem fólk notar (S). „Þetta er allt: mat­ur, föt, hiti og raf­magn, hús, bílar, sjón­vörp, Taylor Swift-­plötur og svo fram­veg­is.“ Þetta er með öðrum orðum tala sem getur ekki lækk­að, að mati Gates. Orkan (E) sem þessar þjón­ustur notar er hins vegar eitt­hvað sem hægt er að tak­marka. Spar­neytn­ari bílar, spar­ljósa­perur og fleiri upp­finn­ingar munu verða til þess að orku­þörfin minnk­ar. Fólk hefur einnig verið að breyta venjum sínum í auknum mæli í þeim til­gangi að spara orku. „Fólk hjól­ar, notar hópakst­ur­sakreinar þjóð­vega og hitar hús sín örlítið minna,“ skrifar Gates.

Eina stærðin sem er eftir er orku­fram­leiðslan (C). Það er magn meng­unar sem verður til við fram­leiðslu orkunn­ar. „Megnið af orku­fram­leiðslu heims­ins, fyrir utan vatns­af­sl­virkj­anir og kjarn­orku, verður til með bruna jarð­efna­elds­neytis og kola. Útblástur þess­ara aflgjafa er gríð­ar­leg­ur. Hér eru hins vegar einnig góðar frétt­ir,“ skrifar Gates enn fremur og bendir á að nýjar og grænar tækni­lausnir muni gera okkur kleift að fram­leiða útblást­urs­lausa orku með virkjun sól­ar­ljóss og vinds.

Gates seg­ist vera bjart­sýnn á að nýjar leiðir í orku­fram­leiðslu verði til í fram­tíð­inni. Hann spáir því að innan 15 ára muni mann­kynið finna upp nýja og hreina orku­lind sem muni bjarga jörð­inni okkar og knýja heim­inn í fram­tíð­inni. Og það „sér­stak­lega ef ungt fólk tekur þátt,“ skrifar hann. 

„Vanda­málið sem við stöndum frammi fyrir er stórt; jafn­vel stærra an fólk gerir sér grein fyr­ir. En það eru tæki­færin líka. Ef okkur tekst að finna leiðir til að fram­leiða ódýra hreina orku þá mun það gera miklu meira en að stöðva lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. Það mun breyta lífi fátæk­asta fólks­ins í heim­in­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None