Stjórnvöld umbylta áætlunum um orkuskipti

Fimm ára áætlun stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum verður til 15 ára. Unnið er að þingsályktun í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og leggja á fram á vorþingi.

Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Auglýsing

Meg­in­á­herslu þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar sem rík­is­stjórnin lof­aði um orku­skipti í sam­göngum hefur verið breytt þannig að nú fjallar hún almennt um orku­skipti á Íslandi. Jafn­framt er ekki lengur horft til árs­ins 2020; næstu fimm ára, heldur til árs­ins 2030. Verið er að und­ir­búa þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ásamt aðilum frá Grænu orkunni, verk­efnis um vistorku í sam­göng­um. Enn er stefnt að því að til­lagan verði lögð fyrir vor­þing sem hefst í næstu viku, 19. jan­ú­ar.

Í fyrsta kafla sókn­ar­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum er fjallað um hvernig draga á úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­göngum og iðn­aði á Íslandi. Þar er til­tekið mark­mið um orku­skipti í sam­göngum og aðgerð­ar­á­ætlun „til næstu ára vegna orku­skipta, jafnt á landi sem á hafi“ sem leggja á fram á vor­þingi sem þings­á­lykt­un. Mark­mið íslenskra stjórn­valda er að hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göngum verði orðið 10 pró­sent árið 2020.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu er enn stefnt að mark­miðum sókn­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, jafn­vel þó horft sé til 15 ára en ekki fimm. Það sé ekki vegna þess að það sé of dýrt að ná þessum mark­miðum fram fyrir árið 2020 heldur er aðeins verið að reyna að horfa til lengri tíma.

Auglýsing

Auk þess að aðilar grænu orkunnar vinni með ráðu­neyt­inu að þess­ari þings­á­lyktun hefur Orku­set­ur, Orku­stofnun og Hafið - önd­veg­is­setur haft vinn­una til umsagnar og verið til ráð­gjaf­ar.

Ólíkt því sem segir í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þá mun þings­á­lykt­unin fjalla um flug­sam­göngur auk sam­ganga á láði og legi. Þórir Hrafns­son, upp­lýs­inga­full­trúi í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, bendir á að þróun vist­vænna orku­gjafa sé lengra komin í sam­göngum á jörðu niðri. Ekki hafi enn verið stofnað til sam­starfs um orku­skipti í flug­sam­göngum á Íslandi.

Iðn­að­ar­ráð­herra stofn­aði til verk­efn­is­ins Grænu orkunnar árið 2010 og er til­gangur þess að stuðla að mark­missri stefnu­mótun um orku­skipti í sam­göngum á Íslandi. Aðilar að verk­efn­inu eru margir af helstu áhrifa­völdum í sam­göngum á Íslandi, þar á meðal bíla­um­boð­in, olíu­fyr­ir­tækin og flutn­inga­fyr­ir­tæki auk ráðu­neyta, háskól­anna og sprota­fyr­ir­tækja um umhverf­is­vænar lausnir í sam­göng­um. Græna orkan er lyk­il­ger­andi í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem kynnt var í lok nóv­em­ber. Sókn­ar­á­ætl­unin er eins­konar áhersluplagg í stefnu­mótun stjórn­valda í aðgerðum til að varna frek­ari lofts­lags­breyt­ing­um.

Efla þarf innviði á Íslandi svo markmiðum stjórnvalda verði náð.

Ásamt því að stefnt sé að því að hverfa frá brennslu jarð­efna­elds­neytis í sam­göngum á Íslandi er lögð áhers á efl­ingu inn­viða fyrir raf­bíla á lands­vísu. Til að ná þessu fram er ljóst að nokkur inn­viða­upp­bygg­ing þarf að fara fram. Bæði þarf að veita raf­magni til hleðslu­stöðv­anna sem reisa á víða um land og leggja línur í vinnslu­stöðva útgerð­anna sem vilja geta veitt raf­magni úr landi um borð í skip sem liggja við bryggju og til vinnslu­stöðva sem sumar brenna enn jarð­efna­elds­neyti til orku­gjaf­ar.

Sókn­ar­á­ætl­unin var kynnt áður en samn­inga­nefnd Íslands hélt til Par­ísar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem sam­þykkt var sam­komu­lag um lofts­lags­mál. Stefnt er að því að und­ir­rita sam­komu­lagið form­lega í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York 22. apr­íl. Ísland samdi með Evr­ópu­sam­band­inu á ráð­stefn­unni í Par­ís. End­an­legar skuld­bind­ingar Íslands vegna sam­komu­lags­ins munu ekki liggja fyrir fyrr en samið hefur verið við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Frek­ari við­ræður eru ekki hafn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, en það mun skýr­ast á næstu vikum hvaða form verður á þeim.3

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None