Stjórnvöld umbylta áætlunum um orkuskipti

Fimm ára áætlun stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum verður til 15 ára. Unnið er að þingsályktun í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og leggja á fram á vorþingi.

Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Auglýsing

Meg­in­á­herslu þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar sem rík­is­stjórnin lof­aði um orku­skipti í sam­göngum hefur verið breytt þannig að nú fjallar hún almennt um orku­skipti á Íslandi. Jafn­framt er ekki lengur horft til árs­ins 2020; næstu fimm ára, heldur til árs­ins 2030. Verið er að und­ir­búa þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ásamt aðilum frá Grænu orkunni, verk­efnis um vistorku í sam­göng­um. Enn er stefnt að því að til­lagan verði lögð fyrir vor­þing sem hefst í næstu viku, 19. jan­ú­ar.

Í fyrsta kafla sókn­ar­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum er fjallað um hvernig draga á úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­göngum og iðn­aði á Íslandi. Þar er til­tekið mark­mið um orku­skipti í sam­göngum og aðgerð­ar­á­ætlun „til næstu ára vegna orku­skipta, jafnt á landi sem á hafi“ sem leggja á fram á vor­þingi sem þings­á­lykt­un. Mark­mið íslenskra stjórn­valda er að hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göngum verði orðið 10 pró­sent árið 2020.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu er enn stefnt að mark­miðum sókn­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, jafn­vel þó horft sé til 15 ára en ekki fimm. Það sé ekki vegna þess að það sé of dýrt að ná þessum mark­miðum fram fyrir árið 2020 heldur er aðeins verið að reyna að horfa til lengri tíma.

Auglýsing

Auk þess að aðilar grænu orkunnar vinni með ráðu­neyt­inu að þess­ari þings­á­lyktun hefur Orku­set­ur, Orku­stofnun og Hafið - önd­veg­is­setur haft vinn­una til umsagnar og verið til ráð­gjaf­ar.

Ólíkt því sem segir í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þá mun þings­á­lykt­unin fjalla um flug­sam­göngur auk sam­ganga á láði og legi. Þórir Hrafns­son, upp­lýs­inga­full­trúi í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, bendir á að þróun vist­vænna orku­gjafa sé lengra komin í sam­göngum á jörðu niðri. Ekki hafi enn verið stofnað til sam­starfs um orku­skipti í flug­sam­göngum á Íslandi.

Iðn­að­ar­ráð­herra stofn­aði til verk­efn­is­ins Grænu orkunnar árið 2010 og er til­gangur þess að stuðla að mark­missri stefnu­mótun um orku­skipti í sam­göngum á Íslandi. Aðilar að verk­efn­inu eru margir af helstu áhrifa­völdum í sam­göngum á Íslandi, þar á meðal bíla­um­boð­in, olíu­fyr­ir­tækin og flutn­inga­fyr­ir­tæki auk ráðu­neyta, háskól­anna og sprota­fyr­ir­tækja um umhverf­is­vænar lausnir í sam­göng­um. Græna orkan er lyk­il­ger­andi í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem kynnt var í lok nóv­em­ber. Sókn­ar­á­ætl­unin er eins­konar áhersluplagg í stefnu­mótun stjórn­valda í aðgerðum til að varna frek­ari lofts­lags­breyt­ing­um.

Efla þarf innviði á Íslandi svo markmiðum stjórnvalda verði náð.

Ásamt því að stefnt sé að því að hverfa frá brennslu jarð­efna­elds­neytis í sam­göngum á Íslandi er lögð áhers á efl­ingu inn­viða fyrir raf­bíla á lands­vísu. Til að ná þessu fram er ljóst að nokkur inn­viða­upp­bygg­ing þarf að fara fram. Bæði þarf að veita raf­magni til hleðslu­stöðv­anna sem reisa á víða um land og leggja línur í vinnslu­stöðva útgerð­anna sem vilja geta veitt raf­magni úr landi um borð í skip sem liggja við bryggju og til vinnslu­stöðva sem sumar brenna enn jarð­efna­elds­neyti til orku­gjaf­ar.

Sókn­ar­á­ætl­unin var kynnt áður en samn­inga­nefnd Íslands hélt til Par­ísar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem sam­þykkt var sam­komu­lag um lofts­lags­mál. Stefnt er að því að und­ir­rita sam­komu­lagið form­lega í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York 22. apr­íl. Ísland samdi með Evr­ópu­sam­band­inu á ráð­stefn­unni í Par­ís. End­an­legar skuld­bind­ingar Íslands vegna sam­komu­lags­ins munu ekki liggja fyrir fyrr en samið hefur verið við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Frek­ari við­ræður eru ekki hafn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, en það mun skýr­ast á næstu vikum hvaða form verður á þeim.3

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None