Stjórnvöld umbylta áætlunum um orkuskipti

Fimm ára áætlun stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum verður til 15 ára. Unnið er að þingsályktun í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og leggja á fram á vorþingi.

Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum er eitt markmið ríkisstjórnarinnar að koma upp rafhleðslustöðvum fyrir bíla víða um landið.
Auglýsing

Meg­in­á­herslu þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar sem rík­is­stjórnin lof­aði um orku­skipti í sam­göngum hefur verið breytt þannig að nú fjallar hún almennt um orku­skipti á Íslandi. Jafn­framt er ekki lengur horft til árs­ins 2020; næstu fimm ára, heldur til árs­ins 2030. Verið er að und­ir­búa þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ásamt aðilum frá Grænu orkunni, verk­efnis um vistorku í sam­göng­um. Enn er stefnt að því að til­lagan verði lögð fyrir vor­þing sem hefst í næstu viku, 19. jan­ú­ar.

Í fyrsta kafla sókn­ar­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum er fjallað um hvernig draga á úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­göngum og iðn­aði á Íslandi. Þar er til­tekið mark­mið um orku­skipti í sam­göngum og aðgerð­ar­á­ætlun „til næstu ára vegna orku­skipta, jafnt á landi sem á hafi“ sem leggja á fram á vor­þingi sem þings­á­lykt­un. Mark­mið íslenskra stjórn­valda er að hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göngum verði orðið 10 pró­sent árið 2020.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu er enn stefnt að mark­miðum sókn­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, jafn­vel þó horft sé til 15 ára en ekki fimm. Það sé ekki vegna þess að það sé of dýrt að ná þessum mark­miðum fram fyrir árið 2020 heldur er aðeins verið að reyna að horfa til lengri tíma.

Auglýsing

Auk þess að aðilar grænu orkunnar vinni með ráðu­neyt­inu að þess­ari þings­á­lyktun hefur Orku­set­ur, Orku­stofnun og Hafið - önd­veg­is­setur haft vinn­una til umsagnar og verið til ráð­gjaf­ar.

Ólíkt því sem segir í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þá mun þings­á­lykt­unin fjalla um flug­sam­göngur auk sam­ganga á láði og legi. Þórir Hrafns­son, upp­lýs­inga­full­trúi í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, bendir á að þróun vist­vænna orku­gjafa sé lengra komin í sam­göngum á jörðu niðri. Ekki hafi enn verið stofnað til sam­starfs um orku­skipti í flug­sam­göngum á Íslandi.

Iðn­að­ar­ráð­herra stofn­aði til verk­efn­is­ins Grænu orkunnar árið 2010 og er til­gangur þess að stuðla að mark­missri stefnu­mótun um orku­skipti í sam­göngum á Íslandi. Aðilar að verk­efn­inu eru margir af helstu áhrifa­völdum í sam­göngum á Íslandi, þar á meðal bíla­um­boð­in, olíu­fyr­ir­tækin og flutn­inga­fyr­ir­tæki auk ráðu­neyta, háskól­anna og sprota­fyr­ir­tækja um umhverf­is­vænar lausnir í sam­göng­um. Græna orkan er lyk­il­ger­andi í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem kynnt var í lok nóv­em­ber. Sókn­ar­á­ætl­unin er eins­konar áhersluplagg í stefnu­mótun stjórn­valda í aðgerðum til að varna frek­ari lofts­lags­breyt­ing­um.

Efla þarf innviði á Íslandi svo markmiðum stjórnvalda verði náð.

Ásamt því að stefnt sé að því að hverfa frá brennslu jarð­efna­elds­neytis í sam­göngum á Íslandi er lögð áhers á efl­ingu inn­viða fyrir raf­bíla á lands­vísu. Til að ná þessu fram er ljóst að nokkur inn­viða­upp­bygg­ing þarf að fara fram. Bæði þarf að veita raf­magni til hleðslu­stöðv­anna sem reisa á víða um land og leggja línur í vinnslu­stöðva útgerð­anna sem vilja geta veitt raf­magni úr landi um borð í skip sem liggja við bryggju og til vinnslu­stöðva sem sumar brenna enn jarð­efna­elds­neyti til orku­gjaf­ar.

Sókn­ar­á­ætl­unin var kynnt áður en samn­inga­nefnd Íslands hélt til Par­ísar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem sam­þykkt var sam­komu­lag um lofts­lags­mál. Stefnt er að því að und­ir­rita sam­komu­lagið form­lega í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York 22. apr­íl. Ísland samdi með Evr­ópu­sam­band­inu á ráð­stefn­unni í Par­ís. End­an­legar skuld­bind­ingar Íslands vegna sam­komu­lags­ins munu ekki liggja fyrir fyrr en samið hefur verið við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Frek­ari við­ræður eru ekki hafn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, en það mun skýr­ast á næstu vikum hvaða form verður á þeim.3

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None