Heiminum bjargað?

Þjóðir heims komust að samkomulagi um loftslagsmál í París um helgina þegar COP21-ráðstefnunni lauk við fögnuð viðstaddra.

Laurent Fabius lætur hamarinn falla við fögnuð viðstaddra í ráðstefnusalnum á laugardaginn.
Laurent Fabius lætur hamarinn falla við fögnuð viðstaddra í ráðstefnusalnum á laugardaginn.
Auglýsing

Þjóðir heims komust að sam­komu­lagi um lofts­lags­mál á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París á laug­ar­dags­kvöld, eftir spennu­þrungna bið eftir frönsku fund­ar­stjórn­inni í stóru ráð­stefnu­söl­un­um. Sendi­full­trúar þjóð­anna höfðu beðið í nokkra klukku­tíma og farnir að ótt­ast að eitt­hvað hefði komið uppá; að ein­hverjum hefði snú­ist hug­ur, þegar Laurent Fabi­us, for­seti ráð­stefn­unnar óð á sviðið og lýsti því yfir að búið væri að ganga frá sam­komu­lagi með því að fella græna ham­ar­inn og slíta ráð­stefn­unni.

„Fólk hróp­aði, faðm­að­ist og lamdi í borðin áður en það skipti kaffi út fyrir bjór. Fyrir fjölda stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­inga hafði lífs­starfið skilað árangri,“ skrifar John D. Sutt­er, lofts­lags­fræð­ingur CNN, í frétta­bréf sitt eftir ráð­stefn­una.

Sam­komu­lag­inu hefur verið lýst sem sögu­legu, end­an­legu og metn­að­ar­fullu. Sumir hafa lýst því sem merki­leg­asta diplómat­íska afreki allra tíma, enda var þetta lang stærsta ráð­stefna sög­unnar og metn­að­ar­fyllsta verk­efni sem nokkur stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur tekið að sér. Sam­komu­lagið á að taka gildi árið 2020 og taka við af Kyoto-­sam­komu­lag­inu sem gert var árið 1997 og fram­lengt 2012.

Auglýsing

Öll lönd, hvort sem það eru þró­un­ar­lönd eða iðn­vædd ríki, þurfa að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þar sem stefnt er að því að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður og reynt að hlífa heim­inum við meira en 1,5 gráðu hækk­un. Til þess verða mark­mið ríkj­anna end­ur­skoðuð reglu­lega. Fátækum löndum og þeim þjóðum sem verða fyrir hörm­ungum vegna lofts­lags­breyt­inga verður veitt fjár­hags­leg aðstoð úr lofts­lags­sjóðum sem samn­ing­ur­inn til­grein­ir.

Allt eru þetta mark­mið sem búið var að nefna og skil­greina áður en ráð­stefnan hófst fyrir tveimur vik­um. Það eru hins vegar ekki öll atrði samn­ings­ins laga­lega bind­andi. Slíkt er að öllum lík­indum ómögu­legt þegar nærri 200 ríki koma saman til að þess að kom­ast að sam­komu­lagi; taka þarf til­lit til aðstæðna hvar­vetna og hvert ríki þarf að gefa eftir kröfur sínar til þess að hægt sé að kom­ast að sam­komu­lagi en það er aug­ljóst að slíkur samn­ingur verður aldrei eins beittur og ætl­ast er til.

Í ráðstefnusalnum.

Samn­ing­ur­inn er þess vegna ekki full­kom­inn. Los­un­ar­heim­ildir ríkj­anna eru enn nokkuð lausar og byggj­ast á þeim mark­miðum sem þau lögðu sjálf fyrir ráð­stefn­una áður en hún hófst. Sam­kvæmt grein­ingu Climate Act­ion Tracker munu þau stefnu­mót­un­ar­mark­mið leiða til hlýn­unar jarðar um 2,7 til þrjár gráður sé miðað við með­al­hita jarðar fyrir iðn­bylt­ingu. Slík hlýnun mun hafa í för með sér tíð­ari hörm­ungar vegna veð­urs, bráðunar jökla og þar fram eftir göt­un­um. Slíkri hlýnun fylgir jafn­framt að ekki verður hægt að snúa þró­un­inni við. Því fylgir svo að eftir á að fram­fylgja stefnu­mót­un­ar­mark­mið­unum með laga­setn­ingu heima fyr­ir. Víða kann það að reyn­ast erfitt, eins og í Banda­ríkj­unum þar sem and­staða við inn­grip stjórn­valda er hvað mest.

Fátæku löndin hafa áhyggur af því að pen­ing­arn­ir, að minnsta kosti 100 millj­arðar Banda­ríkja­dala, muni ekki skila sér og að upp­hæðin muni ekki duga til þess að þau geti varið sig fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Skref í rétta átt

„Par­ís­ar­sam­komu­lagið er aðeins eitt skref á langri göt­u,“ er haft eftir Kumi Naidoo, fram­kvæmda­stjóra Green­peace, í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um. „Það eru kaflar sem pirra mig og ég varð fyrir von­brigðum með, en þetta er skref í rétta átt. Þessi samn­ingur einn mun ekki grafa okkur úr hol­unni sem við erum, en hann minnkar brattar brúnir hol­unn­ar.“

„Það er erfitt að leggja of mikla áherslu á hversu mik­il­vægt sam­komu­lagið í París er,“ skrifar Sutt­er, lofts­lags­sér­fræð­ingur CNN, í frétta­bréf sitt sem hann kallar „2°“. „Þetta eru skýr skila­boð til stjórn­ar­manna fyr­ir­tækja og stjórn­valda um allan heim: Tíma­bil jarð­efna­elds­neytis er búið og við brennum hratt í átt að hreinni orku.“ 

Sam­komu­lagið leggst einnig vel í sam­tök fyr­ir­tækja í einka­rekstri. We Mean Business Coa­lition, sam­tök margra af stærstu fyr­ir­tækjum í heimi, voru mjög sýni­leg á ráð­stefn­unni í Par­ís. „Par­ís­ar­sam­komu­lagið mun breyta fjár­fest­ingum okkar í millj­arð­ana sem heim­ur­inn þarf til þess að veita hreinni orku og vel­megun til allra,“ er haft eftir Nigel Topp­ing, fram­kvæmda­stjóra We Mean Business. Sam­komu­lagið og mark­miðin sem þar eru tíunduð leggja mikla áherslu á hlut fyr­ir­tækja í einka­rekstri, bæði þegar kemur að nýsköpun og fram­lögum í lofts­lags­sjóði.

Það lýsir sér kannski best í gagn­rýni fólks sem á nátt­úr­leg heim­kynni á til­teknum slóð­um. „Par­ís­ar­sam­komu­lagið er við­skipta­samn­ing­ur, ekk­ert meira,“ segir Alberto Saldam­ando, mann­rétt­inda­sér­fræð­ingur og sak­sókn­ari, sem talað hefur fyrir rétt­indum frum­byggja víða um heim. „Í sam­komu­lag­inu er fall­ist á einka­væð­ingu skóg­lendis með kolefn­is­upp­bótum í óheið­ar­legu kerf­i.“

Saldam­ando bendir hér á mik­il­vægan þátt í gagn­rýn­inni á aðgerðir í lofts­lags­mál­um, sem er kaup og sala á los­un­ar­heim­ildum og svoköll­uðum kolefn­is­upp­bót­um. Það er þegar ríki kaupir sér rétt til að losa  meira af gróðu­húsa­loft­teg­undum með því að styðja við skóg­rækt eða aðgerðum til að vega upp á móti los­un­inni ann­ars­staðar í heim­in­um; oft í heim­kynnum frum­byggja sem lifa á nátt­úr­unni. Með Par­ís­ar­samn­ingnum er kerfi, sam­bæri­legt því sem komið var á fót með Kyoto-­bók­un­inni, komið á fót. Þar geta ríki keypt og selt los­un­ar­heim­ild­ir.

Víða var mótmælt í París og farið fram á öflugt samkomulag.

Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrir helgi að mik­il­væg­ast væri að hægt væri að vinna með sam­komu­lagið áfram, því hér væri aðeins verið að stíga fyrsta skref­ið. Ekki skipti öllu máli hversu öfl­ugt sam­komu­lagið sé. Undir það tekur Naidoo hjá Green­peace og gerir að umtals­efni í frétta­til­kynn­ingu. „Í dag [laug­ar­dag] hefur mann­kynið sam­mælst um sam­eig­in­legt mark­mið, en það er hvað skeður eftir ráð­stefn­una sem skiptir máli.“

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra segir ákvarð­anir hafa verið teknar um nýtt upp­haf og nýja heims­mynd. „Þetta eru skila­boð um að breytta hegðun ríkja og ein­stak­linga, sem er mögu­leg vegna nýrrar tækni sem á eftir að þró­ast í fram­tíð­inni. […] Þetta sýnir að það skiptir engu hvort ríki eru stór eða smá — við erum öll undir sama þak­in­u,“ er haft eftir Sig­rúnu í frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Ekki er enn ljóst hversu ríkar skyldur Íslend­inga verða vegna þessa sam­komu­lags í París því stefnu­mót­un­ar­mark­mið Íslend­inga er í sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið. Enn á eftir að semja um heim­ildir og skyldur ein­stakra ríkja í því sam­starfi. Saman ætlar Ísland, Nor­egur og Evr­ópu­sam­bandið að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent miðað við losun árs­ins 1990.

Laurent Fabius veitti ráðstefnunni COP21 forsæti.

Nóbels­verð­laun fyrir Fabius

Franski utan­rík­is­ráð­herran Laurent Fabius stýrði við­ræð­unum í París og veitti ráð­stefn­unni for­sæti. Hann er tal­inn hafa staðið sig frá­bær­lega í þessu hlut­verki. Svo vel raunar að rætt hefur verið um að hann verði til­nefndur til Nóbels­verð­launa fyrir elju sína og jafn­að­ar­geð.

Ég hef heyrt að menn eru það ánægðir með utan­rík­is­ráð­herra Frakka að það hefur verið rætt hvort samn­inga­nefnd­in­arnar hér eigi ekki að til­nefna hann til Nóbels­verð­launa,“ sagði Sig­rún í sam­tali við Kjarn­ann. „Af því að þeim finnst hann hafa staðið sig það vel; alltaf rólegur og hvernig hann hefur getað siglt í gegnum þetta. Það er nátt­úr­lega ótrú­lega erfitt að stýra 195 þjóðum að einu mark­mið­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None