Heiminum bjargað?

Þjóðir heims komust að samkomulagi um loftslagsmál í París um helgina þegar COP21-ráðstefnunni lauk við fögnuð viðstaddra.

Laurent Fabius lætur hamarinn falla við fögnuð viðstaddra í ráðstefnusalnum á laugardaginn.
Laurent Fabius lætur hamarinn falla við fögnuð viðstaddra í ráðstefnusalnum á laugardaginn.
Auglýsing

Þjóðir heims komust að samkomulagi um loftslagsmál á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á laugardagskvöld, eftir spennuþrungna bið eftir frönsku fundarstjórninni í stóru ráðstefnusölunum. Sendifulltrúar þjóðanna höfðu beðið í nokkra klukkutíma og farnir að óttast að eitthvað hefði komið uppá; að einhverjum hefði snúist hugur, þegar Laurent Fabius, forseti ráðstefnunnar óð á sviðið og lýsti því yfir að búið væri að ganga frá samkomulagi með því að fella græna hamarinn og slíta ráðstefnunni.

„Fólk hrópaði, faðmaðist og lamdi í borðin áður en það skipti kaffi út fyrir bjór. Fyrir fjölda stefnumótunarsérfræðinga hafði lífsstarfið skilað árangri,“ skrifar John D. Sutter, loftslagsfræðingur CNN, í fréttabréf sitt eftir ráðstefnuna.

Samkomulaginu hefur verið lýst sem sögulegu, endanlegu og metnaðarfullu. Sumir hafa lýst því sem merkilegasta diplómatíska afreki allra tíma, enda var þetta lang stærsta ráðstefna sögunnar og metnaðarfyllsta verkefni sem nokkur stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur tekið að sér. Samkomulagið á að taka gildi árið 2020 og taka við af Kyoto-samkomulaginu sem gert var árið 1997 og framlengt 2012.

Auglýsing

Öll lönd, hvort sem það eru þróunarlönd eða iðnvædd ríki, þurfa að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem stefnt er að því að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður og reynt að hlífa heiminum við meira en 1,5 gráðu hækkun. Til þess verða markmið ríkjanna endurskoðuð reglulega. Fátækum löndum og þeim þjóðum sem verða fyrir hörmungum vegna loftslagsbreytinga verður veitt fjárhagsleg aðstoð úr loftslagssjóðum sem samningurinn tilgreinir.

Allt eru þetta markmið sem búið var að nefna og skilgreina áður en ráðstefnan hófst fyrir tveimur vikum. Það eru hins vegar ekki öll atrði samningsins lagalega bindandi. Slíkt er að öllum líkindum ómögulegt þegar nærri 200 ríki koma saman til að þess að komast að samkomulagi; taka þarf tillit til aðstæðna hvarvetna og hvert ríki þarf að gefa eftir kröfur sínar til þess að hægt sé að komast að samkomulagi en það er augljóst að slíkur samningur verður aldrei eins beittur og ætlast er til.

Í ráðstefnusalnum.

Samningurinn er þess vegna ekki fullkominn. Losunarheimildir ríkjanna eru enn nokkuð lausar og byggjast á þeim markmiðum sem þau lögðu sjálf fyrir ráðstefnuna áður en hún hófst. Samkvæmt greiningu Climate Action Tracker munu þau stefnumótunarmarkmið leiða til hlýnunar jarðar um 2,7 til þrjár gráður sé miðað við meðalhita jarðar fyrir iðnbyltingu. Slík hlýnun mun hafa í för með sér tíðari hörmungar vegna veðurs, bráðunar jökla og þar fram eftir götunum. Slíkri hlýnun fylgir jafnframt að ekki verður hægt að snúa þróuninni við. Því fylgir svo að eftir á að framfylgja stefnumótunarmarkmiðunum með lagasetningu heima fyrir. Víða kann það að reynast erfitt, eins og í Bandaríkjunum þar sem andstaða við inngrip stjórnvalda er hvað mest.

Fátæku löndin hafa áhyggur af því að peningarnir, að minnsta kosti 100 milljarðar Bandaríkjadala, muni ekki skila sér og að upphæðin muni ekki duga til þess að þau geti varið sig fyrir áhrifum loftslagsbreytinga.

Skref í rétta átt

„Parísarsamkomulagið er aðeins eitt skref á langri götu,“ er haft eftir Kumi Naidoo, framkvæmdastjóra Greenpeace, í fréttatilkynningu frá samtökunum. „Það eru kaflar sem pirra mig og ég varð fyrir vonbrigðum með, en þetta er skref í rétta átt. Þessi samningur einn mun ekki grafa okkur úr holunni sem við erum, en hann minnkar brattar brúnir holunnar.“

„Það er erfitt að leggja of mikla áherslu á hversu mikilvægt samkomulagið í París er,“ skrifar Sutter, loftslagssérfræðingur CNN, í fréttabréf sitt sem hann kallar „2°“. „Þetta eru skýr skilaboð til stjórnarmanna fyrirtækja og stjórnvalda um allan heim: Tímabil jarðefnaeldsneytis er búið og við brennum hratt í átt að hreinni orku.“ 

Samkomulagið leggst einnig vel í samtök fyrirtækja í einkarekstri. We Mean Business Coalition, samtök margra af stærstu fyrirtækjum í heimi, voru mjög sýnileg á ráðstefnunni í París. „Parísarsamkomulagið mun breyta fjárfestingum okkar í milljarðana sem heimurinn þarf til þess að veita hreinni orku og velmegun til allra,“ er haft eftir Nigel Topping, framkvæmdastjóra We Mean Business. Samkomulagið og markmiðin sem þar eru tíunduð leggja mikla áherslu á hlut fyrirtækja í einkarekstri, bæði þegar kemur að nýsköpun og framlögum í loftslagssjóði.

Það lýsir sér kannski best í gagnrýni fólks sem á náttúrleg heimkynni á tilteknum slóðum. „Parísarsamkomulagið er viðskiptasamningur, ekkert meira,“ segir Alberto Saldamando, mannréttindasérfræðingur og saksóknari, sem talað hefur fyrir réttindum frumbyggja víða um heim. „Í samkomulaginu er fallist á einkavæðingu skóglendis með kolefnisuppbótum í óheiðarlegu kerfi.“

Saldamando bendir hér á mikilvægan þátt í gagnrýninni á aðgerðir í loftslagsmálum, sem er kaup og sala á losunarheimildum og svokölluðum kolefnisuppbótum. Það er þegar ríki kaupir sér rétt til að losa  meira af gróðuhúsalofttegundum með því að styðja við skógrækt eða aðgerðum til að vega upp á móti losuninni annarsstaðar í heiminum; oft í heimkynnum frumbyggja sem lifa á náttúrunni. Með Parísarsamningnum er kerfi, sambærilegt því sem komið var á fót með Kyoto-bókuninni, komið á fót. Þar geta ríki keypt og selt losunarheimildir.

Víða var mótmælt í París og farið fram á öflugt samkomulag.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði í samtali við Kjarnann fyrir helgi að mikilvægast væri að hægt væri að vinna með samkomulagið áfram, því hér væri aðeins verið að stíga fyrsta skrefið. Ekki skipti öllu máli hversu öflugt samkomulagið sé. Undir það tekur Naidoo hjá Greenpeace og gerir að umtalsefni í fréttatilkynningu. „Í dag [laugardag] hefur mannkynið sammælst um sameiginlegt markmið, en það er hvað skeður eftir ráðstefnuna sem skiptir máli.“

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra segir ákvarðanir hafa verið teknar um nýtt upphaf og nýja heimsmynd. „Þetta eru skilaboð um að breytta hegðun ríkja og einstaklinga, sem er möguleg vegna nýrrar tækni sem á eftir að þróast í framtíðinni. […] Þetta sýnir að það skiptir engu hvort ríki eru stór eða smá — við erum öll undir sama þakinu,“ er haft eftir Sigrúnu í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Ekki er enn ljóst hversu ríkar skyldur Íslendinga verða vegna þessa samkomulags í París því stefnumótunarmarkmið Íslendinga er í samstarfi við Evrópusambandið. Enn á eftir að semja um heimildir og skyldur einstakra ríkja í því samstarfi. Saman ætlar Ísland, Noregur og Evrópusambandið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við losun ársins 1990.

Laurent Fabius veitti ráðstefnunni COP21 forsæti.

Nóbelsverðlaun fyrir Fabius

Franski utanríkisráðherran Laurent Fabius stýrði viðræðunum í París og veitti ráðstefnunni forsæti. Hann er talinn hafa staðið sig frábærlega í þessu hlutverki. Svo vel raunar að rætt hefur verið um að hann verði tilnefndur til Nóbelsverðlauna fyrir elju sína og jafnaðargeð.

Ég hef heyrt að menn eru það ánægðir með utanríkisráðherra Frakka að það hefur verið rætt hvort samninganefndinarnar hér eigi ekki að tilnefna hann til Nóbelsverðlauna,“ sagði Sigrún í samtali við Kjarnann. „Af því að þeim finnst hann hafa staðið sig það vel; alltaf rólegur og hvernig hann hefur getað siglt í gegnum þetta. Það er náttúrlega ótrúlega erfitt að stýra 195 þjóðum að einu markmiði.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None