Ekkert samráð við ferðaþjónustuna í loftslagsmálum

Hagsmunaaðilar eru fyrirferðamiklir í stefnumótun stjórnvalda í loftslagsmálum. Lítið eða ekkert samráð hefur verið haft við ferðaþjónustuna eða nýsköpunargeirann. Þingmaður boðar framhaldsfyrirspurn.

Stjórnvöld hafa ekki ráðfært sig við ferðaþjónustuna þegar kemur að loftslagsmálum.
Stjórnvöld hafa ekki ráðfært sig við ferðaþjónustuna þegar kemur að loftslagsmálum.
Auglýsing

Stefnt er að því að ganga frá ábyrgð og útfærslu „flestra eða allra“ verk­efna sókn­ar­á­ætl­unar stjórn­valda í þessum mán­uði. Umhverf­is­ráð­herra hefur svarað fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dóttur um aðgerðir stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Svan­dís bar upp spurn­ingar sínar 7. des­em­ber, þegar lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna stóð yfir í París og unnið var að sam­komu­lag­inu sem náð­ist svo í lok ráð­stefn­unn­ar. Í svari ráð­herra kom fram að ekk­ert sam­ráð hefur verið haft við hags­muna­að­ila í ferða­þjón­ustu á Íslandi til þessa.

Svan­dís var umhverf­is­ráð­herra árið 2010 þegar aðgerð­ar­á­ætlun íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­málum var sett af stað. Sú áætlun er enn í gildi og verður til 2020 þegar skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­innar renna út. Sókn­ar­á­ætlun stjórn­valda var svo kynnt í húskynnum Veð­ur­stof­unnar í lok nóv­em­ber áður en sendi­nefnd Íslands hélt utan til Par­ís­ar. Sókn­ar­á­ætl­unin er hugsuð sem við­bót við aðgerða­á­ætl­un­ina. Ákveðið var að bíða með frek­ari útfærslu á eft­ir­fylgni með áætl­un­inni þar til búið væri að fjár­magna verk­efnin í fjár­lög­um. Umhverf­is­ráðu­neytið mun svo, sam­kvæmt svari ráð­herra, hafa eft­ir­fylgni með verk­efn­unum 16 í sókn­ar­á­ætl­un­inni sem lögð verður áhersla á.

Fjöl­margir aðilar koma að gerð stefnu­mörk­unar og áætl­ana í lofts­lags­málum hjá umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Þar eru hags­muna­að­ilar fyr­ir­ferða­miklir; Sam­tök atvinnu­lífs­ins og full­trúar stór­iðju og flug­fé­laga hafa til dæmis reglu­bundið veitt umsögn um fram­kvæmd laga um evr­ópska við­skipta­kerfið með los­un­ar­heim­ildir sem Ísland er hluti af í gegnum EES-­sam­starf­ið.

Sigrún Magnúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Í tengslum við áætlun núver­andi stjórn­valda hefur Hafið – önd­veg­is­setur fengið verk­efnið að búa til veg­vísi um minnkun los­unar í sjáv­ar­út­vegi og drög að slíkum veg­vísi liggja þegar fyr­ir. Hafið er sam­starfs­verk­efni fyr­ir­tækja sem vilja þróa og nýta græna tækni i sjáv­ar­út­vegi. Bænda­sam­tökin hafa fengið svipað verk­efni í land­bún­aði en þar er vinnan komin skemmra á veg, segir í svari umhverf­is­ráð­herra á Alþingi.

Auglýsing

Lítið sam­ráð við ferða­þjón­ust­una og fyr­ir­tæki í nýsköpun

Ferða­þjón­ustan hefur ekki átt sam­starf um stefnu­mótun og áætl­ana­gerð stjórn­valda í lofts­lags­málum til þessa. Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að innan geirans hafi reglu­lega verið litið til lofts­lags­mál­anna þó það hafi ekki verið á form­legum grunni. Hún nefnir fjölda hóp­ferða­bíla og bíla­leigu­bíla í því sam­bandi. Reynt er að draga úr losun þess­ara öku­tækja og í und­ir­bún­ingi er að leggja til að auknar kvaðir verði settar á losun bíla­leigu­bíla við ráðu­neyt­ið. „Ferða­þjón­ustan á auð­vitað mikið undir í þessum mála­flokki,“ segir Helga.

Í svari umhverf­is­ráð­herra á Alþingi segir að aðeins óform­leg sam­skipti hafi verið milli stjórn­valda og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Oddur Sturlu­son, verk­efna­stjóri hjá Icelandic startups, sem rekur meðal ann­ars við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík Energy sem leggur áherslu á nýsköpun í orku­iðn­aði, segir nútíma sporta­fyr­ir­tæki hafa lofts­lags­málin í háveg­um, hvort sem það er með­vitað eða ekki. 

Hvað mála­flokk­inn varðar þá segir Oddur fyr­ir­tæki í alþjóð­legum verk­efn­um, sér­stak­lega í tengslum við mál­efni Norð­ur­slóða, vera mest áber­andi. Flest þeirra eru stofnuð um nýja og hreina orku­tækni. Nýsköpun eigi hins vegar ekki aðeins um nýstofnuð fyr­ir­tæki. „Undir nýsköp­un­ar­hatt­inum eru auð­vitað ný fyr­ir­tæki en einnig tæki­færi fyrir eldri og stærri fyr­ir­tæki til að takast á við þessi verk­efni hjá sér. Ég tel brýnt að hvatt sé til nýsköp­unar í þessum mál­u­m,“ sagði Oddur í sam­tali við Kjarn­ann.

Enn óvissa um skuld­bind­ingar Íslands

Ísland sendi lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­eig­in­legt mark­mið með Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Slíkt hafði verið gert áður, til dæmis á öðru skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-­bók­un­ar­innar sem gildir 2020. Eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í þessum mán­uði hefur grund­völlur sam­starfs­ins við ESB ekki verið ákveð­inn. Nor­egur hefur eins og Ísland lýst yfir vilja til að taka þátt í mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ríkja um 40 pró­sent minni losun árið 2030 miðað við árið 1990.

Í svari umhverf­is­ráð­herra segir að ESB hafi „tekið vel í þá mála­leitan í bréfi, en ekki hefur verið rætt um hvernig málið verður rætt áfram og hvaða form verður á því.“ Þessi óvissa mun að öllum lík­indum skýr­ast á næstu vik­um, sam­kvæmt svari ráð­herra, þegar ríkin ráð­ast í eft­ir­fylgni við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Þess vegna er enn ekki víst hverjar skuld­bind­ingar Íslend­inga verða vegna sam­komu­lags­ins í Par­ís. Íslenskir ráða­menn hafa þó ítrekað full­yrt að losun verði minnkuð um 40 pró­sent, en aldrei tekið jafn djúpt í árina og til dæmis Norð­menn sem hafa lofað að minnka losun „um að minnsta kosti“ 40 pró­sent og stefna að kolefn­is­hlut­leysi á næstu ára­tug­um.

Sam­komu­lagið í París verður form­lega und­ir­ritað í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna 22. apríl næst­kom­andi.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, segir aug­ljóst að svör ráð­herra kalli á fram­halds­fyr­ir­spurn. Hvergi komi fram hver áætl­unin er og það aðeins rakið hver staðan í mála­flokk­inum sé núna. „Það er full þörf á aðhaldi með íslenskum stjórn­völdum þegar kemur að lofts­lags­mál­u­m,“ segir Svan­dís og bendir á að það virð­ist vera sem að frum­kvæðið sé ekki hjá stjórn­völdum í mála­flokk­in­um. Ekki sé gott að stefna stjórn­valda í lofts­lags­málum sé svo óskýr enda enn óvíst hverjar áherslur íslenskra stjórn­valda séu þegar kemur að við­ræðum við ESB.

Spurð hvað henni þætti að betur mætti fara seg­ist Svan­dís vilja sjá skýrar hvernig eigi að halda á sam­starfi stjórn­valda við atvinnu­líf­ið, þar sem breyt­ingar þurfa að vera eigi mark­mið í lofts­lags­málum að nást. Þá þykir henni skrýtið að lofts­lags­málin séu ekki mið­læg í sam­göngu­málum á Íslandi, en þar eru mestu tæki­færin í minnkun losun Íslend­inga sér stað. „Maður hefði búist við að ráðu­neytið væri komið lengra,“ segir Svan­dís.

Hún segir þó ánægju­legt að sjá hversu gott sam­starfið sé milli stofn­ana rík­is­ins um lofts­lags­mál­in. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiInnlent
None