Að meðaltali hefur verið minnst á gjaldeyrishöftin í fréttum rúmlega fjórum sinnum á dag, síðan í september 2008 og til dagsins í dag. Gjaldeyrishöft hafa komið fyrir í fréttum í samtals 10.583 skipti, samkvæmt talningu Creditinfo.
Afnám gjaldeyrishafta eru góðar fréttir fyrir Creditinfo.. Samkvæmt greiningadeild Creditinfo hefur verið minnst á...Posted by Creditinfo on Wednesday, 10 June 2015
Fyrirtækið greinir frá tölfræðinni á Facebook-síðu sinni og vísar í viðtal Mbl.is við Reyni Grétarsson, einn stofnanda og stærsta eiganda Creditinfo. Í viðtalinu fjallar Reynir um jákvæð áhrif afnáms hafta á fyrirtækjarekstur.