Minnsti álútflutningur í átta ár

Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.

Ál
Auglýsing

Heildarútflutningur áls nam tæpum 395 þúsund tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er minnsti útflutningur áls í árshelmingum talið í átta ár. Þetta kemur fram þegar nýbirtar tölur Hagstofu um vöruviðskipti eru skoðaðar.

Samkvæmt tölunum fór nær allt álið sem flutt var út til fimm Evrópulanda: Hollands, Spánar, Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Tæpur helmingur útflutningsins fór til Hollands, á meðan tæpur þriðjungur fór til Spánar.

Auglýsing

Þótt miklar sveiflur séu á útfluttu magni á milli mánaða hefur heildarútflutningur áls á milli árshelminga verið nokkuð stöðugur síðustu árin, líkt og sést á mynd hér að neðan. Útflutningurinn lækkaði þó nokkuð á milli 2018 og 2020, samhliða því sem heimsmarkaðsverð á áli tók nokkuð skarpa dýfu.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Á síðustu tólf mánuðum hefur álverð hins vegar aukist töluvert og hefur það ekki verið hærra í tíu ár. Útflutningur áls tók nokkurn kipp samhliða hækkuninni á síðari hluta árs í fyrra, en minnkaði svo töluvert á fyrri helmingi þessa árs, þrátt fyrir að álverðið hafi haldið áfram að hækka á heimsvísu.

Álrisarnir Alcoa og Rio Tinto hafa notið góðs af nýlegu verðhækkuninni, en fyrirtækin skiluðu bæði methagnaði í síðustu ársfjórðungsuppgjörunum sínum. Samkvæmt fyrirtækjunum má rekja hækkunina til aukinnar eftirspurnar eftir hrávörum sem og hökti í framleiðslukeðjunni á síðustu mánuðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent