Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður

Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.

Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Auglýsing

Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur, blaðamaður og kennari, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún hefur starfaði í flokknum frá upphafi og setið í framkvæmdastjórn flokksins. Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að hún hafi búið um skeið í Berlín og stundað þar framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum. Hún lauk mastersnámi í atvinnulífsfræðum árið 2012, meistararitgerð hennar fjallaði um verkalýðshreyfinguna en hún starfaði um tíma fyrir stéttarfélög.

„Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.

Raðað var á lista flokksins af hópi félaga í Sósíalistaflokknum sem var slembivalinn. Í tilkynningunni segir að niðurstaða slembilvalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.

Auglýsing

Næstur á lista flokksins í kjördæminu er Símon Vestarr, bókmenntafræðingur, kennari og tónlistarmaður og í þriðja sæti er María Lilja Þrastardóttir Kemp, aktívisti, skríbent og laganemi.

Svona er listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:

1. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur

2. Símon Vestarr Hjaltason, kennari

3. María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi

4. Jón Kristinn Cortez, tónlistarmaður

5. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari

6. Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður

7. Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri

8. Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi

9. Bára Halldórsdóttir, öryrki

10. Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi

11. Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður

12. Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur

13. Krummi Uggason, námsmaður

14. María Sigurðardóttir, leikstjóri

15. Tamila Gámez Garcell, kennari

16. Elísabet Einarsdóttir, öryrki

17. Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari

18. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi

19. Mikolaj Cymcyk, námsmaður

20. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor

21. María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki

22. Andri Sigurðsson, hönnuður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent