Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins

Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.

Fréttablaðið
Auglýsing

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og jafnframt aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf. sem gefur út einnig út DV, Markaðinn og sjónvarpsstöðina Hringbraut.

Frá þessu er sagt á vef Fréttablaðins í dag. Sigmundur Ernir tekur við af Jóni Þórissyni sem ritstýrt hefur blaðinu frá því á haustdögum árið 2019.

Sigmundur Ernir hefur starfað við fjölmiðla í hátt í 40 ár. Hann tók sér hlé á árunum 2009 til 2013 þegar hann gegndi þingmennsku. Mynd: Alþingi.

Á vef blaðsins kemur fram að Jón hyggist snúa sér að öðrum verkefnum, en að hann muni áfram vera varamaður í stjórn útgáfufélagsins.

„Þetta er spennandi áskorun og ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ er haft eftir Sigmundi Erni í frétt blaðsins. Hann segir að sitt fyrsta verkefni verði að efla fréttaþjónustu og dagskrárgerð og hámarka samlegðaráhrif þeirra miðla sem útgáfufyrirtækið Torg rekur, auk þess að gera miðlana að skemmtilegum og eftirsóknarverðum vinnustað.“

Sigmundur Ernir hefur starfað lengi í fjölmiðlum. Hann hóf störf sem blaðamaður á síðdegisblaðinu Vísi fyrir um 40 árum og fór þaðan á Helgarpóstinn og síðar á Ríkissjónvarpið. Eftir stofnun Stöðvar 2 árið 1986 var hann fréttaþulur þar um árabil. Hann varð síðan ritstjóri DV 2001, fréttaritstjóri Fréttablaðsins 2004, fréttastjóri Stöðvar 2 2005 og settist svo á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi frá 2009 til 2013. Eftir að hafa setið á þingi tók hann þátt í stofnun og stjórnun Hringbrautar, sem varð hluti af Torgi í fyrra.

Auglýsing

Haft er eftir Jóni Þórissyni í frétt blaðsins að tími hans á blaðinu hafi verið viðburðarríkur og skemmtilegur, en jafnframt að hann hafi aldrei ætlað sér að staldra lengi við.

„Hér hef ég kynnst góðu fólki sem ég lít á sem vini mína og saman höfum við komið ýmsu í verk. Ég tók lagapróf fremur seint á ævinni og það stóð aldrei til að staldra lengi við. Nú finnst mér tímabært að leita á önnur mið,“ er haft eftir Jóni.

„Það er mikill söknuður af Jóni Þórissyni og vil ég þakka honum vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Að sama skapi eru spennandi tímar framundan með nýjan mann í hlutverki aðalristjóra. Sigmundur Ernir hefur verið farsæll í störfum sínum á íslenskum fjölmiðlum og mun án efa setja sinn blæ á miðla Torgs í framtíðinni,“ er haft eftir Birni Víglundssyni, forstjóra Torgs, í frétt Fréttablaðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent