Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins

Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.

Fréttablaðið
Auglýsing

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son hefur verið ráð­inn rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og jafn­framt aðal­rit­stjóri útgáfu­fé­lags­ins Torgs ehf. sem gefur út einnig út DV, Mark­að­inn og sjón­varps­stöð­ina Hring­braut.

Frá þessu er sagt á vef Frétta­blað­ins í dag. Sig­mundur Ernir tekur við af Jóni Þór­is­syni sem rit­stýrt hefur blað­inu frá því á haust­dögum árið 2019.

Sigmundur Ernir hefur starfað við fjölmiðla í hátt í 40 ár. Hann tók sér hlé á árunum 2009 til 2013 þegar hann gegndi þingmennsku. Mynd: Alþingi.

Á vef blaðs­ins kemur fram að Jón hygg­ist snúa sér að öðrum verk­efn­um, en að hann muni áfram vera vara­maður í stjórn útgáfu­fé­lags­ins.

„Þetta er spenn­andi áskorun og ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ er haft eftir Sig­mundi Erni í frétt blaðs­ins. Hann segir að sitt fyrsta verk­efni verði að efla frétta­þjón­ustu og dag­skrár­gerð og hámarka sam­legð­ar­á­hrif þeirra miðla sem útgáfu­fyr­ir­tækið Torg rek­ur, auk þess að gera miðl­ana að skemmti­legum og eft­ir­sókn­ar­verðum vinnu­stað.“

Sig­mundur Ernir hefur starfað lengi í fjöl­miðl­um. Hann hóf störf sem blaða­maður á síð­deg­is­blað­inu Vísi fyrir um 40 árum og fór þaðan á Helg­ar­póst­inn og síðar á Rík­is­sjón­varp­ið. Eftir stofnun Stöðvar 2 árið 1986 var hann frétta­þulur þar um ára­bil. Hann varð síðan rit­stjóri DV 2001, frétta­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins 2004, frétta­stjóri Stöðvar 2 2005 og sett­ist svo á Alþingi fyrir Sam­fylk­ing­una í Norð­aust­ur­kjör­dæmi frá 2009 til 2013. Eftir að hafa setið á þingi tók hann þátt í stofnun og stjórnun Hring­braut­ar, sem varð hluti af Torgi í fyrra.

Auglýsing

Haft er eftir Jóni Þór­is­syni í frétt blaðs­ins að tími hans á blað­inu hafi verið við­burð­ar­ríkur og skemmti­leg­ur, en jafn­framt að hann hafi aldrei ætlað sér að staldra lengi við.

„Hér hef ég kynnst góðu fólki sem ég lít á sem vini mína og saman höfum við komið ýmsu í verk. Ég tók laga­próf fremur seint á ævinni og það stóð aldrei til að staldra lengi við. Nú finnst mér tíma­bært að leita á önnur mið,“ er haft eftir Jóni.

„Það er mik­ill sökn­uður af Jóni Þór­is­syni og vil ég þakka honum vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vett­vangi. Að sama skapi eru spenn­andi tímar framundan með nýjan mann í hlut­verki aðal­ri­st­jóra. Sig­mundur Ernir hefur verið far­sæll í störfum sínum á íslenskum fjöl­miðlum og mun án efa setja sinn blæ á miðla Torgs í fram­tíð­inn­i,“ er haft eftir Birni Víglunds­syni, for­stjóra Torgs, í frétt Frétta­blaðs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent