Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til

Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.

Þórólfur Guðnason
Auglýsing

Delta afbrigðið hefur tekið algjör­lega yfir öll önnur afbrigði kór­ónu­veirunnar hér á landi á síð­ustu vikum sem hefur leitt til þess að útbreiðsla veirunnar hefur orðið mjög mikil hér inn­an­lands. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna í dag. Þórólfur sagði að afbrigðið hefði komið hingað til lands og dreifst með fólki sem hefur hér víð­tækt tengsla­net.

„Einnig hefur komið í ljós að full­bólu­settir geta smit­ast nokkuð auð­veld­lega og smitað aðra þannig að það er ljóst að bólu­setn­ingin er ekki að skapa það hjarð­ó­næmi sem von­ast var til. Þetta hefur leitt til þess að margir sem hafa komið hingað til lands hafa borið með sér delta afbrigði veirunnar og náð að smita út frá sér hér inn­an­lands. Þannig höfum við séð ótrú­lega hraða útbreiðslu inn­an­lands bæði hjá bólu­settum og óbólu­settum ein­stak­ling­um, einkum frá fólki sem hingað kemur og hefur hér víð­tækt tengsla­net,“ sagði Þórólf­ur.

Rað­grein­ing hafi sýnt að upp­runi flestra smita megi rekja til hóp­at­burða, til að mynda til skemmti­staðs í Reykja­vík, hóp­ferða til London og Krítar sem og til ann­ara atburða þar sem margt fólk kemur sam­an.

Auglýsing

Vantar upp á bólu­setn­ingu í yngstu hóp­unum

Þórólfur sagði að ljóst hafi verið að ekki hafi verið hægt að halda áfram óbreyttu fyr­ir­komu­lagi skim­ana á landa­mærum vegna vax­andi fjölda ferða­manna og tak­mark­aðs mann­afla til að sinna sýna­töku. Á ein­hverjum tíma­punkti hafi þurft að láta á það reyna hvort útbreidd bólu­setn­ing myndi ná að halda COVID í skefjum eða í lág­marki hér á landi en um 70 pró­sent lands­manna er full­bólu­sett­ur. Þá hafði inn­an­lands­smit verið í lág­marki um nokk­urt skeið þegar ákvörðun um til­slak­anir var tekin auk þess sem áhætta á því að smit bær­ist yfir landa­mærin hafði verið metin lít­il.

Hlut­fall bólu­settra er mis­jafnt eftir ald­urs­hóp­um, um 95 pró­sent þeirra sem eru 60 ára og eldri eru full­bólu­sett. Um 90 pró­sent þeirra sem eru 50 til 60 ára eru full­bólu­sett og í ald­urs­hópnum 16-50 ára eru 80 pró­sent full­bólu­sett. „Helst vantar á bólu­setn­ingu yngstu ald­urs­hópanna, núna eru um 10 pró­sent þeirra sem eru á aldr­inum 12 til 16 ára full­bólu­sett­ir,“ sagði Þórólf­ur.

Þórólfur sagði það eiga eftir að koma í ljós hvort að núver­andi tak­mark­anir muni duga til að nú utan um þá bylgju sem er í gangi en vonir höfðu verið bundnar við að hin víð­tæka bólu­setn­ing myndi koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi og spít­ala­inn­lagn­ir. Vís­bend­ingar séu um bólu­setn­ing komi í veg fyrir alvar­leg veik­indi að sögn Þór­ólfs.

Álag á heil­brigð­is­kerfið áhyggju­efni

„Nú hafa 24 rúm­lega þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús af þeim 1470 sem greinst hafa inn­an­lands eða um 1,6 pró­sent. Í fyrri bylgjum far­ald­urs var hlut­fall þeirra sem þurftu að leggj­ast inn á sjúkra­hús um fjögur til fimm pró­sent. Hins vegar hafa um 70 pró­sent af þeim sem hafa greinst frá 1. júlí verið full­bólu­settir og hlut­fall þeirra bólu­settra sem hafa þurft að leggj­ast inn er um eitt pró­sent. Hlut­fall inn­lagna hjá smit­uðum óbólu­settum er hins vegar um 2,4 pró­sent,“ sagði Þórólf­ur. Því sé bólu­setn­ingin að veita vörn gegn alvar­legum veik­ind­um.

Svo virð­ist sem mest sé um smit meðal fólks sem fékk bólu­efni frá Jans­sen og því stendur til að bjóða þeim sem það fengu aðra bólu­setn­ingu, annað hvort með bólu­efni frá Pfizer eða Moderna. Einnig stendur til að bjóða börnum frá 12 til 15 ára bólu­setn­ingu á næst­unni.

„Þannig erum við núna á þeim tíma­mótum að við erum að sjá mikla útbreiðslu veirunnar í sam­fé­lag­inu sem getur náð til þeirra sem að ekki hafa verið bólu­settir en það eru núna um 30 þús­und manns sem eru eldri en 16 ára og um 70 þús­und börn yngri en 16 ára. Þannig getur lítið hlut­fall alvar­legra veik­inda hjá óbólu­settum leitt af sér mik­inn fjölda alvar­legra veikra ef útbreiðslan verður mik­il,“ sagði Þórólf­ur. Hann sagði að þetta gæti leitt af sér mikið álag á heil­brigð­is­kerf­ið. Nú þegar hafi borist af því fréttir frá Land­spít­al­anum að mikið álag sé á spít­al­anum sem einnig geti leitt af sér truflun á þjón­ustu við aðra sjúk­linga en ein­ungis þá sem eru að glíma við COVID-19.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent