Mistakahátíð í Hörpunni í kvöld

IMG-0355.jpg
Auglýsing

Í kvöld fer fram viðburður sem ber heitið Festival of Failure í Kaldalónssalnum í Hörpunni, þar sem mistökum verður gert hátt undir höfði. Mistök eru mikilvæg, því án þeirra verður treglega til nýr sannleikur. Lærdómurinn af mistökum skiptir þannig sköpum, þegar upp er staðið.

Um er að ræða örfyrirlestramaraþon þar sem einstaklingar úr ólíkum skapandi greinum segja frá og sýna brot af mistökum sem þeir hafa gert á ferlinum. „Lesið verður úr bókum sem aldrei voru gefnar út, rýnt í misheppnaðar viðskiptaáætlanir og fiktað í ókláruðum verkefnum, “ segir Þóra Tómasdóttir, blaðamaður, en hún er skipuleggjandi viðburðarins. Á viðburðinum verða sagðar  persónulegar dæmisögur, í bland við sögur . Hver fyrirlestur verður um það bil tíu mínútur og að því loknu hafa gestir í sal fimm mínútur til að spyrja spurninga.

„Grunnhugmyndin er að miðla þekkingu og skapa þverfaglegan vettvang fyrir fólk í nýsköpun, listum og hverskyns hugmyndavinnu,“ segir Þóra. En viðburðurinn er „óður til tilrauna og djarfra hugmynda“. Tekist er á við mistökin sem eru órjúfanlegur hluti af öllu skapandi starfi en jafnframt rýnt í hvernig mistök geta leitt á vit nýrra ævintýra.

Auglýsing

Fyrstu viðburðirnir undir merkjum Festival of Failure verða haldnir í Hörpu í Reykjavík í kvöld, eins og áður segir, í Berlín í febrúar 2015 og aftur í Hörpu á vormánuðum 2015.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None