Auðkýfingurinn Mitt Romney, og fyrrverandi forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikana flokksins, varar við hatursorðræðunni sem viðgengst á internetinu. Fréttamiðillinn The Verge greinir frá málinu, en ummælin lét Romney falla í viðtali hjá sjónvarpskonunni Katie Couric á dögunum. Viðtalið er hægt að sjá hér að neðan.
Í viðtalinu, þar sem meðal annars er fjallað um heimildamynd um kosningabaráttu Romney-fjölskyldunnar sem aðgengileg er á Netflix, segir forsetaframbjóðandinn fyrrverandi að hann hafi forðast að lesa ummæli um sig á samfélagsmiðlum á meðan á kosningabaráttunni um forsetastólinn stóð.
„Þú vilt vilt ekki hafa einhvern 25 ára rithöfund, sem er að ráðast á þig, á heilanum allann daginn,“ sagði Mitt Romney í viðtalinu við Katie Couric. Eiginkona öldungardeildarþingmannsins, Ann Romney, tekur í sama streng, „Athugasemdirnar á Instagram eru svo rætnar.“
Romney segir að þá hafi hann ekki heldur lesið blaðaumfjallanir um sig í kosningabaráttunni, en annað hafi gilt um sjónvarpsumfjallanir, enda séu þar við lýði annars konar vinnubrögð. Þangað inn nái ekki hatrið og illgirnin öllu jöfnu.
Þetta viðhorf hefur sjálfsagt gert það að verkum að Romney-fjölskyldan hefur haldið sönsum, að svo er virðist að minnsta kosti, þrátt fyrir kaldhæðnisleg og niðrandi ummæli um fjölskylduna á síðustu misserum.
Hér fyrir neðan gefur að líta viðtalið sem Katie Couric tók við Romney-fjölskylduna á dögunum fyrir Yahoo Global News.