Morgunblaðið segir RÚV þjónusta mótmælendur sérstaklega

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Bréf­rit­ari Reykja­vík­ur­bréfs Morg­un­blaðs­ins segir að Rík­is­út­varpið (RÚV) hafi leikið stórt hlut­verk í bús­á­hald­ar­bylt­ing­unni svoköll­uðu, meðal ann­ars með því að útvarpa skila­boðum mót­mæl­enda um hvar til­teknir emb­ætt­is­menn byggju með fjöl­skyldum sínum og hvatn­ingum ónafn­geindra for­svars­manna mót­mæl­anna um að koma með bús­há­höld á þau. „Þar sem eng­inn raun­veru­legur ábyrgð­ar­maður var nefndur til sög­unnar voru þetta hvatn­ingar Rík­is­út­varps­ins sjálfs. Þess utan verður því vart trúað að nokkur nafn­greindur ein­stak­lingur hefði fengið rík­is­út­varp til að koma slíkum boð­skap á fram­færi.“

Mark­mið bylt­ing­ar­innar hafi verið að eyði­leggja vinnu­frið á Al­þingi og að reyna að yfir­taka það með valdi ef annað dygði ekki til að koma rík­is­stjórn­inni frá. „Mun­aði aðeins hárs­breidd að varnir þings­ins yrðu brotnar á bak aft­ur. Þing­húsið var grýtt, með­ eggj­um, grjóti og saur (!),“ segir í bréf­inu, sem birt­ist í sunnu­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins í dag.

Bréf­rit­ar­inn, sem að öllum lík­indum er rit­stjór­inn Davíð Odds­son, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og seðla­banka­stjóri, telur að eftir að ný rík­is­stjórn tók við völdum af vinstri stjórn­inni sem síð­ast sat sé RÚV „smám saman að kom­ast í sama stuð.“ Þar minn­ist hann sér­stak­lega á mót­mæli sem fóru fram gegn rík­is­stjórn­inni á 17. júní.

Auglýsing

Segir ekki upp­lýst hverjir fjár­mögn­uðu bús­á­hald­ar­bylt­ing­una



Í Reykja­vík­ur­bréf­inu segir að enn hafi ekki verið að fullu upp­lýst hverjir fjár­mögn­uðu og skipu­lögðu bylt­ing­ar­til­raun­ina sem reynd var að mati höf­unda þess í mót­mæl­unum mán­uð­ina eftir hrun. Vís­bend­ingar liggi þó fyrir um hvort tveggja þótt ekki séu þær nánar til­greindar í bréf­inu.

Bréf­rit­ar­inn segir að stjórn­ar­and­stöðu­flokkar þess tíma hafi tekið virkan þátt í að ýta undir að mál­frelsið innan þing­húss­ins hafi ekki fengið að njóta sín. Við það hafi bæst að þing­menn hefðu haft ærna ástæðu til að ótt­ast um öryggi sitt. „Hvergi í hinum vest­ræna heimi væri svo helg stofnun látin vera jafn ber­skjölduð og þarna var. Rík­is­út­varp­ið, sem kallar sig í heim­ild­ar­leysi „RÚ­V“, útvarp­aði beint gíf­ur­yrð­um, smán­ar­yrðum og árásum á ein­stak­linga, eins og ekk­ert væri sjálf­sagð­ara. Og það kom margoft á fram­færi til­kynn­ingum um að „for­svars­menn“ mót­mæl­anna hvettu fólk til að mæta á Aust­ur­völl og hafa með sér bús­á­höld, t.d. pönn­ur. Þar sem eng­inn raun­veru­legur ábyrgð­ar­maður var nefndur til sög­unnar voru þetta hvatn­ingar Rík­is­út­varps­ins sjálfs. Þess utan verður því vart trúað að nokkur nafn­greindur ein­stak­lingur hefði fengið rík­is­út­varp til að koma slíkum boð­skap á fram­færi.

Fyrst og fremst vildu „að­stand­end­ur“vó­eirð­anna gera þingið óstarf­hæft og láta þing­menn, lög­reglu­menn og fjöl­skyldur þeirra skynja að öryggi þessa fólks og til­vera þings­ins væri í mik­illi hættu. Og Rík­is­út­varpið lét ekki þessa aðkomu duga.

Það útvarp­aði skila­boðum ræðu­manna og "skipu­leggj­and­ans" um það hvar til­teknir emb­ætt­is­menn byggju með fjöl­skyldum sín­um.“

RÚV þjón­ustar mót­mæl­endur sér­stak­lega



Í Reykja­vík­ur­bréf­inu segir að eftir að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tók við völdum af fyrstu hreinu vinstri­st­jórn­inni sé RÚV smám saman að kom­ast í sama stuð. „Fá­einum dögum fyrir þjóð­há­tíð­ar­dag­inn sagði Rík­is­út­varpið frá því, að mót­mæli væru fyr­ir­huguð á Aust­ur­velli á 17. júní, þegar for­sæt­is­ráð­herra heldur ræðu sína, for­seti leggur blómsveig að stand­mynd Jóns Sig­urðs­son­ar, fjall­konan flytur ljóð og kór syngur ætt­jarð­ar­lög, þar með tal­inn sjálfan þjóð­söng­inn. Rík­is­út­varpið sagði að 3.000 manns hefðu þeg­ar „­boðað komu sína“ eins og verið væri að ræða um 50 ára afmæli ein­hvers. Í fréttum á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn var því haldið fram að svip­aður fjöldi og „boðað hefði komu sína“ hefði mætt til að mót­mæla. Heim­ildir Morg­un­blaðs­ins segja á hinn bóg­inn að 1.200-1.500 hafi verið á Aust­ur­velli. Þar af voru um 500 eða tæp­lega það sem voru með háreysti og dólgs­hátt.

Margt fólk hætti auð­vitað við að fara til athafn­ar­inn­ar, ekki síst fjöl­skyldur með börn, vegna hót­ana um að hinni hátíð­legu athöfn yrði hleypt upp.

Þeir sem höfðu sam­band við Morg­un­blaðið voru undr­andi og sárir yfir þess­ari smán, sem fáeinir gerðu þjóð­inni á hennar helsta hátíð­is­degi.

Hvergi í hinum lýð­ræð­is­lega hluta heims­ins er það inni­falið í mál­frelsi eða rétt­inum til að koma mót­mælum sínum og sjón­ar­miðum á fram­færi, að eyði­leggja megi fundi eða hátíð­ar­stundir fyrir öðr­um.

Ríki og borg hafa í 70 ár sam­ein­ast um að minn­ast þjóð­frels­is­bar­átt­unn­ar, þjóð­hetj­unnar og fagna hinu íslenska lýð­veldi. Ein og hálf klukku­stund hefur verið tekin frá fyrir slíka athöfn. Það er allt og sumt. Það er ömur­legt að hópur fólks taki sér rétt til að eyði­leggja slíka stund fyrir þjóð­inni. Heimskan og van­kunn­áttan var svo afhjúpuð þegar vísað var til hins ann­ál­aða prúð­mennis Jóns for­seta sem for­dæmis fyrir þessum skrílslát­um.

Og sér­lega dap­ur­legt var að eina stofnun lands­ins, sem Alþingi segir að starfi í þjóð­ar­þágu, Rík­is­út­varp­ið, skuli hafa látið eftir sér að þjón­usta þennan hóp sér­stak­lega. En það er kannski dap­ur­leg­ast að svo skuli komið að það fram­tak þess hafi í raun­inni ekki kom­ið nokkrum manni á óvart.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None