Stjórnarmaður hjá NRA kennir presti um fjöldamorðið í Charleston

h_52015509-1.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­maður hjá Lands­sam­tökum skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum (NRA) kennir afstöð­u ­prests­ins í kirkj­unni í Charlestone til almennrar byssu­eign­ar, um fjöldamorðið sem átti sér þar stað á mið­viku­dag­inn. Margir helstu frétta­miðlar vestan hafs greina frá mál­inu, þeirra á meðal Quartz.

Hinn 21 árs Dyl­ann Storm Roof hóf fyr­ir­vara­laust skot­hríð í kirkj­unni og myrti níu manns, en allir þeir sem féllu voru svartir og er ódæðið rakið til kyn­þátta­hat­urs. Sam­kvæmt frá­sögn vitna sagði Roof er hann end­ur­hlóð byss­una sína meðan á hryðju­verk­inu stóð: „Ég verð að gera þetta. Þið nauðgið kon­unum okkar og eruð að taka yfir landið okk­ar. Og þið verðið að fara.“

Segir prest­inn eiga sinn þátt í sök­inniRoof er í haldi lög­reglu og á yfir höfði sér dauða­refs­ingu verði hann fund­inn sekur um hroða­verk­ið. Byssan sem Roof not­aði til að fremja fjöldamorðið hafði hann keypt sér fyrir afmæl­is­pen­inga frá fjöl­skyldu hans.Á meðal hinna myrtu var Clem­enta C. Pinckney, sem var prestur kirkj­unnar umræddu og öld­unga­deild­ar­þing­maður fyrir ríki Suð­ur­-Kar­ólínu.

NRA hafa ekki sent frá sér neina form­lega yfir­lýs­ingu vegna skotárás­ar­inn­ar, en stjórn­ar­maður hjá sam­tök­un­um, Charles Cotton, lét málið til sín taka á spjall­þræði um skot­vopn eftir voða­verk­ið. Þar sagði hann um prest­inn sem var þá nýlát­inn: „Hann kaus gegn vopna­burði. Átta sókn­ar­börn hans væru mögu­lega enn á lífi ef hann hefði ekki verið á móti því að leyfa fólki að hafa með sér skot­vopn til kirkju. Sak­laust fólk lét lífið vegna póli­tískra skoð­ana hans.“

Auglýsing

Pinckney hafði í tíð sinni sem öld­unga­deild­ar­þing­maður talað fyrir strang­ari laga­setn­ing­um er varða hert­ari skil­yrði til byssu­kaupa til handa almenn­ingi. Þá kaus hann gegn laga­frum­varpi í Suð­ur­-Kar­ólínu sem kvað á um leyfi til að bera vopn inn­an­klæða á veit­inga­stöðum sem veita áfengi. Sam­kvæmt lögum rík­is­ins er óheim­ilt að taka með sér skot­vopn til kirkju.

Kunn­ug­legur mál­flutn­ingurNokkrum klukku­stundum áður en Cotton lét ummælin falla á áður­nefndum spjall­þræði hafði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti brugð­ist við myrkra­verk­inu með því að kalla enn á ný eftir hert­ari lögum til að hefta almenna útbreiðslu skot­vopna í land­inu.

Mál­flutn­ing­ur Cotton um rétt fólks til sjálfs­varnar er keim­líkur þeim sem þrýsti­hóp­ur­inn, sem hann til­heyr­ir, hélt á lofti eftir að tutt­ugu börn voru skotin til bana árið 2012 í Sandy Hook grunn­skól­anum í Conn­ect­icut. Kannski væri ráð að víg­bú­ast í skólum og kirkjum lands­ins til að geta tekið til varna.

Lands­sam­tök skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar brugð­ist við ummælum stjórn­ar­manns­ins og sagt að hann tali ekki fyrir hönd sam­tak­anna, heldur beri einn ábyrgð á orðum sín­um. Þá hafa ummæli Cotton verið fjar­lægð af áður­nefndum spjall­þræði um byssu­eign í Banda­ríkj­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None