Stjórnarmaður hjá NRA kennir presti um fjöldamorðið í Charleston

h_52015509-1.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­maður hjá Lands­sam­tökum skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum (NRA) kennir afstöð­u ­prests­ins í kirkj­unni í Charlestone til almennrar byssu­eign­ar, um fjöldamorðið sem átti sér þar stað á mið­viku­dag­inn. Margir helstu frétta­miðlar vestan hafs greina frá mál­inu, þeirra á meðal Quartz.

Hinn 21 árs Dyl­ann Storm Roof hóf fyr­ir­vara­laust skot­hríð í kirkj­unni og myrti níu manns, en allir þeir sem féllu voru svartir og er ódæðið rakið til kyn­þátta­hat­urs. Sam­kvæmt frá­sögn vitna sagði Roof er hann end­ur­hlóð byss­una sína meðan á hryðju­verk­inu stóð: „Ég verð að gera þetta. Þið nauðgið kon­unum okkar og eruð að taka yfir landið okk­ar. Og þið verðið að fara.“

Segir prest­inn eiga sinn þátt í sök­inniRoof er í haldi lög­reglu og á yfir höfði sér dauða­refs­ingu verði hann fund­inn sekur um hroða­verk­ið. Byssan sem Roof not­aði til að fremja fjöldamorðið hafði hann keypt sér fyrir afmæl­is­pen­inga frá fjöl­skyldu hans.Á meðal hinna myrtu var Clem­enta C. Pinckney, sem var prestur kirkj­unnar umræddu og öld­unga­deild­ar­þing­maður fyrir ríki Suð­ur­-Kar­ólínu.

NRA hafa ekki sent frá sér neina form­lega yfir­lýs­ingu vegna skotárás­ar­inn­ar, en stjórn­ar­maður hjá sam­tök­un­um, Charles Cotton, lét málið til sín taka á spjall­þræði um skot­vopn eftir voða­verk­ið. Þar sagði hann um prest­inn sem var þá nýlát­inn: „Hann kaus gegn vopna­burði. Átta sókn­ar­börn hans væru mögu­lega enn á lífi ef hann hefði ekki verið á móti því að leyfa fólki að hafa með sér skot­vopn til kirkju. Sak­laust fólk lét lífið vegna póli­tískra skoð­ana hans.“

Auglýsing

Pinckney hafði í tíð sinni sem öld­unga­deild­ar­þing­maður talað fyrir strang­ari laga­setn­ing­um er varða hert­ari skil­yrði til byssu­kaupa til handa almenn­ingi. Þá kaus hann gegn laga­frum­varpi í Suð­ur­-Kar­ólínu sem kvað á um leyfi til að bera vopn inn­an­klæða á veit­inga­stöðum sem veita áfengi. Sam­kvæmt lögum rík­is­ins er óheim­ilt að taka með sér skot­vopn til kirkju.

Kunn­ug­legur mál­flutn­ingurNokkrum klukku­stundum áður en Cotton lét ummælin falla á áður­nefndum spjall­þræði hafði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti brugð­ist við myrkra­verk­inu með því að kalla enn á ný eftir hert­ari lögum til að hefta almenna útbreiðslu skot­vopna í land­inu.

Mál­flutn­ing­ur Cotton um rétt fólks til sjálfs­varnar er keim­líkur þeim sem þrýsti­hóp­ur­inn, sem hann til­heyr­ir, hélt á lofti eftir að tutt­ugu börn voru skotin til bana árið 2012 í Sandy Hook grunn­skól­anum í Conn­ect­icut. Kannski væri ráð að víg­bú­ast í skólum og kirkjum lands­ins til að geta tekið til varna.

Lands­sam­tök skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar brugð­ist við ummælum stjórn­ar­manns­ins og sagt að hann tali ekki fyrir hönd sam­tak­anna, heldur beri einn ábyrgð á orðum sín­um. Þá hafa ummæli Cotton verið fjar­lægð af áður­nefndum spjall­þræði um byssu­eign í Banda­ríkj­un­um.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None