Stjórnarmaður hjá NRA kennir presti um fjöldamorðið í Charleston

h_52015509-1.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­maður hjá Lands­sam­tökum skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum (NRA) kennir afstöð­u ­prests­ins í kirkj­unni í Charlestone til almennrar byssu­eign­ar, um fjöldamorðið sem átti sér þar stað á mið­viku­dag­inn. Margir helstu frétta­miðlar vestan hafs greina frá mál­inu, þeirra á meðal Quartz.

Hinn 21 árs Dyl­ann Storm Roof hóf fyr­ir­vara­laust skot­hríð í kirkj­unni og myrti níu manns, en allir þeir sem féllu voru svartir og er ódæðið rakið til kyn­þátta­hat­urs. Sam­kvæmt frá­sögn vitna sagði Roof er hann end­ur­hlóð byss­una sína meðan á hryðju­verk­inu stóð: „Ég verð að gera þetta. Þið nauðgið kon­unum okkar og eruð að taka yfir landið okk­ar. Og þið verðið að fara.“

Segir prest­inn eiga sinn þátt í sök­inniRoof er í haldi lög­reglu og á yfir höfði sér dauða­refs­ingu verði hann fund­inn sekur um hroða­verk­ið. Byssan sem Roof not­aði til að fremja fjöldamorðið hafði hann keypt sér fyrir afmæl­is­pen­inga frá fjöl­skyldu hans.Á meðal hinna myrtu var Clem­enta C. Pinckney, sem var prestur kirkj­unnar umræddu og öld­unga­deild­ar­þing­maður fyrir ríki Suð­ur­-Kar­ólínu.

NRA hafa ekki sent frá sér neina form­lega yfir­lýs­ingu vegna skotárás­ar­inn­ar, en stjórn­ar­maður hjá sam­tök­un­um, Charles Cotton, lét málið til sín taka á spjall­þræði um skot­vopn eftir voða­verk­ið. Þar sagði hann um prest­inn sem var þá nýlát­inn: „Hann kaus gegn vopna­burði. Átta sókn­ar­börn hans væru mögu­lega enn á lífi ef hann hefði ekki verið á móti því að leyfa fólki að hafa með sér skot­vopn til kirkju. Sak­laust fólk lét lífið vegna póli­tískra skoð­ana hans.“

Auglýsing

Pinckney hafði í tíð sinni sem öld­unga­deild­ar­þing­maður talað fyrir strang­ari laga­setn­ing­um er varða hert­ari skil­yrði til byssu­kaupa til handa almenn­ingi. Þá kaus hann gegn laga­frum­varpi í Suð­ur­-Kar­ólínu sem kvað á um leyfi til að bera vopn inn­an­klæða á veit­inga­stöðum sem veita áfengi. Sam­kvæmt lögum rík­is­ins er óheim­ilt að taka með sér skot­vopn til kirkju.

Kunn­ug­legur mál­flutn­ingurNokkrum klukku­stundum áður en Cotton lét ummælin falla á áður­nefndum spjall­þræði hafði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti brugð­ist við myrkra­verk­inu með því að kalla enn á ný eftir hert­ari lögum til að hefta almenna útbreiðslu skot­vopna í land­inu.

Mál­flutn­ing­ur Cotton um rétt fólks til sjálfs­varnar er keim­líkur þeim sem þrýsti­hóp­ur­inn, sem hann til­heyr­ir, hélt á lofti eftir að tutt­ugu börn voru skotin til bana árið 2012 í Sandy Hook grunn­skól­anum í Conn­ect­icut. Kannski væri ráð að víg­bú­ast í skólum og kirkjum lands­ins til að geta tekið til varna.

Lands­sam­tök skot­vopna­eig­enda í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar brugð­ist við ummælum stjórn­ar­manns­ins og sagt að hann tali ekki fyrir hönd sam­tak­anna, heldur beri einn ábyrgð á orðum sín­um. Þá hafa ummæli Cotton verið fjar­lægð af áður­nefndum spjall­þræði um byssu­eign í Banda­ríkj­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None