Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum sem barst nú undir kvöld.
Þar segir að meint brot starfsmannsins hafi uppgötvast við innra eftirlit og verið tilkynnt til lögreglu. Málið er litið alvarlegum augum innan bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni, en þar er ítrekað að meint brot snúi ekki að fjármunum viðskiptavina bankans. Þá séu áhrifin af meintu misferli á bankann hverfandi með hliðsjón af stærð hans.
Þá segir að ekki sé hægt að greina nánar frá málinu á meðan lögregla hafi það til rannsóknar.
Auglýsing