N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi

N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.

N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Auglýsing

N1 Raf­magn, sem í gær sendi frá sér yfir­lýs­ingu eftir að hafa sætt gagn­rýni bæði sam­keppn­is­að­ila og neyt­enda fyrir að vera með tvö­falda og ógagn­sæa verð­lagn­ingu á raf­magni, hefur ekki útskýrt hvers vegna fyr­ir­tækið ætlar ein­ungis að end­ur­greiða neyt­endum mis­mun­inn á raf­magn­s­töxt­unum tveimur frá 1. nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Í svari til Kjarn­ans kemur fram að fyr­ir­tækið sé að fara betur yfir málið og svara um þetta atriði megi vænta í næstu viku.

Fyr­ir­tæk­ið, sem áður hét Íslensk orku­miðl­un, hefur verið útnefnt af Orku­stofnun sem sölu­að­ili á raf­magni til þrauta­vara allt frá 1. júní árið 2020, eins og Hin­rik Örn Bjarna­son fram­kvæmda­stjóri hjá N1 nefndi í grein sem birt­ist á Vísi þann 19. jan­ú­ar.

Auglýsing

Í sömu grein sagði Hin­rik að skömmu síðar hefði komið í ljós að erfitt væri að gera ráð fyrir þrauta­vara­við­skipt­unum við inn­kaup á raf­orku, þar sem fjöldi við­skipta­vina væri óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig.

„Leiddi það til þess að N1 Raf­magn þurfti að jafn­aði að kaupa raf­orku fyrir þessa ein­stak­linga á skamm­tíma­mark­aði og jafn­vel jöfn­un­ar­mark­aði. Á þeim mörk­uðum eru verð hærri og hefur fyr­ir­tækið því neyðst til að rukka þrauta­vara­við­skipta­vini í sam­ræmi við það, því ann­ars væri tap á við­skipt­un­um,“ skrif­aði Hin­rik Örn og því má álykta að Íslensk orku­miðl­un/N1 Raf­magn hafi verið með tvö­faldan taxta á raf­orku til neyt­enda allt frá sumr­inu 2020.

Kjarn­inn beindi spurn­ingum til fyr­ir­tæk­is­ins í morgun og óskaði eftir útskýr­ingum á því af hverju fyr­ir­tækið hefði í yfir­lýs­ingu sinni ákveðið að binda sig við að end­ur­greiða ein­ungis frá 1. nóv­em­ber.

Í svari sem barst frá Þyrí Dröfn Kon­ráðs­dótt­ur, for­stöðu­manni mark­aðs­sviðs N1, segir að fyr­ir­tækið sé að „fara betur yfir mál­ið“ og að ein­hver svör ættu að ber­ast til blaða­manns hvað þetta varða „fljót­lega eftir helg­i.“

Í yfir­lýs­ing­unni frá N1 Raf­magni síðan í gær­kvöldi sagði meðal ann­ars frá því að ákveðið hefði verið að selja alla raf­orku til heim­ila sam­kvæmt upp­gefnum taxta frá 1. jan­úar 2022, hvort sem við­skipta­vinir hefðu skráð sig í við­skipti hjá félag­inu eða kæmu óaf­vit­andi í við­skipti í gegnum þrauta­vara­leið stjórn­valda.

„Jafn­framt hefur verið ákveðið að end­ur­greiða mis­mun á upp­gefnum taxta og þrauta­vara­taxta frá 1. nóv­em­ber síð­ast­liðnum þegar félagið var valið af Orku­stofnun til að sinna þessu hlut­verki. Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr. Aldrei var ætl­unin að blekkja neyt­endur á nokkurn hátt og þykir okkur leitt ef neyt­endur túlka það svo,“ en yfir­lýs­ingin var und­ir­rituð af Hin­riki Erni.

Spurningar Kjarnans og svör N1

Spurn­ing­ar:

1) Af hverju bindur félagið sig við þá dag­setn­ingu [1. nóv­em­ber 2021]?

2) Hefur ekki verið mis­munur til staðar á verði til þrauta­varakúnna og almennum taxta ÍOM/N1 Raf­magns um lengri tíma?

Svar:

Við erum að fara betur yfir málið og ættum að hafa eitt­hvað handa þér fljót­lega eftir helgi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent