Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu

Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra lagði fyrr í vik­unni fram drög að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fram­kvæmda­á­ætlun í mál­efnum hinsegin fólks, þar sem finna má 17 aðgerðir sem ætlað er að stuðla að rétt­ar­bótum og bættri stöðu hinsegin fólks. Drögin eru til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Aðgerð­irnar eru af ýmsum toga og áætlað er að ráð­ast í þær víða, hjá ráðu­neytum og stofn­unum hins opin­bera. Þær rúm­ast flestar innan fjár­heim­ilda þeirra ráðu­neyta eða stofn­ana sem ætlað er að hrinda þeim í fram­kvæmd, en þó eru á því tvær und­an­tekn­ing­ar.

Ein aðgerð­anna er sú að vinna að því að koma Íslandi í eitt af efstu sæt­unum á regn­boga­korti ILGA Europe, sem eru regn­hlífa­sam­tök hinsegin félaga­sam­taka í Evr­ópu. Þau gera árlega úttekt á laga­legri stöðu hinsegin fólks í álf­unni og birta á svoköll­uðu Regn­boga­korti. „Ís­land er nú í 14. sæti á list­anum og hefur þok­ast upp list­ann und­an­farin ár. Mark­miðið er að koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks,“ segir í til­lög­unni frá for­sæts­is­ráð­herra.

Efst á blaði í þings­á­lykt­un­ar­drög­unum eru fram­lög til svo­kall­aðs fram­kvæmda­sjóðs hinsegin mál­efna, sem eiga að verða 10 millj­ónir á ári eða 40 millj­ónir alls á árunum 2022-2025. Þetta er nýr sjóður sem á að úthluta fé til ákveð­inna verk­efna, nánar til­tekið sam­starfs­verk­efna ráðu­neyta og rík­is­stofn­ana eða háskóla­sam­fé­lags­ins „þar sem til­gang­ur­inn er að nýta nið­ur­stöð­ur, reynslu og þekk­ingu á sviði mál­efna hinsegin fólks eða inn­leiða til­lögur á grunni verk­efna í fram­kvæmda­á­ætl­un.“ For­sæt­is­ráðu­neytið mun úthluta úr þessum sjóði eftir umsóknum frá ráðu­neyt­um.

Regnbogakort ILGA Europe fyrir árið 2021.

Einnig á að verja sér­stak­lega fé í það að kort­leggja stöðu og rétt­indi hinsegin fólks á Íslandi í sam­starfi við Rann­sókna­stofnun í jafn­rétt­is­fræðum (RIKK). Meðal ann­ars á að horfa til lög­gjafar og stefnu­mót­unar stjórn­valda, stöðu hins­vegin barna og ung­menna í skól­um, stöðu á vinnu­mark­aði, stöðu eldri borg­ara innan hinsegin sam­fé­lags­ins og fleiri þátta. Áætl­aður kostn­aður við þetta verk­efni, sem vinn­ast skal á árunum 2022-2024 eru 5 millj­ónir króna.

Hat­urs­orð­ræða á grund­velli kynein­kenna verði refsi­verð

Á lista yfir aðgerðir má finna nokkrar laga­breyt­ingar sem eiga að bæta rétt­ar­stöðu hinsegin fólks. Þannig stendur til að breyta hegn­ing­ar­lögum þannig að ákvæði um hat­urs­orð­ræðu taki líka hat­urs­orð­ræðu á grund­velli kynein­kenna. Laga­á­kvæðið tekur nú ein­ungis til hat­urs­orð­ræðu á grund­velli þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar.

Sam­hliða á að gera það refsi­vert að neita ein­stak­lingi um vörur eða þjón­ustu til jafns við aðra á grund­velli kynein­kenna og sömu­leiðis breyta ákvæðum hegn­ing­ar­laga þannig að það leiði til refsi­þyng­ingar ef brot telj­ist hat­urs­glæp­ur.

Skoð­ana­könnun um stöðu hinsegin fólks í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði

Sem áður segir kennir ýmissa grasa í aðgerða­á­ætl­un­inni. Þannig er lagt upp með að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið ráð­ist í gerð könn­unar á við­horfi og stöðu hinsegin fólks innan sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar, en þó ekki fyrr en á árunum 2024-2025.

Auglýsing

„Mark­mið aðgerð­ar­innar er að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði og mik­il­vægi fjöl­breyti­leika í öllum atvinnu­grein­um,“ sam­kvæmt því sem segir í drög­unum frá for­sæt­is­ráð­herra.

Margs­konar fræðsla og rann­sóknir

Eft­ir­taldir hópar munu fá fræðslu um mál­efni hinsegin fólks á kjör­tíma­bil­inu, sam­kvæmt drögum að aðgerða­á­ætl­un­inni; kjörnir full­trúar og starfs­fólk sveit­ar­fé­laga, stjórn­endur hjá rík­inu og lög­regl­an. Í grein­ar­gerð for­sæt­is­ráð­herra sem fylgir aðgerða­á­ætl­un­inni segir að það sé mik­il­vægt að þekk­ing sé til staðar hjá lög­reglu um mál­efni hinsegin fólks, „svo tekið sé á verk­efnum sem inn á borð hennar koma án for­dóma og mis­mun­un­ar.“

Sérstök fræðsla um málefni hinsegin fólks á að fara fram hjá lögreglunni. Mynd: Bára Huld Beck.

Auk áður­nefndrar skoð­ana­könn­unar í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði er lagt upp með að ráð­ist verði í úttekt á líðan hinsegin barna í skóla­kerf­inu og sömu­leiðis rann­sókn á heim­il­is­of­beldi í hinsegin sam­böndum og fjöl­skyld­um. „Lítil þekk­ing er á heim­il­is­of­beldi í hinsegin sam­böndum og fjöl­skyldum á Íslandi og er mik­il­vægt að bæta þekk­ingu í mála­flokknum til að takast á við vand­ann og vinna að úrbót­u­m,“ segir um síð­ar­nefnda málið í drög­unum að aðgerða­á­ætl­un­inni.

Íslandi beiti sér á alþjóða­vett­vangi

Ein aðgerð­anna sem lögð er til af for­sæt­is­ráð­herra er svo sú að utan­rík­is­ráðu­neytið nýti öll tæki­færi til að hafa jákvæð áhrif á stöðu hinsegin fólks í löndum sem þau eiga í sam­skiptum við og beiti sér sér­stak­lega fyrir bættri stöðu hinsegin fólks á alþjóða­vett­vangi.

„Ís­land stendur fram­ar­lega þegar kemur að rétt­indum og félags­legri stöðu hinsegin fólks og stjórn­völd geta nýtt þá stöðu og reynslu til að hafa áhrif á stöðu og rétt­indi hinsegin fólks ann­ars staðar í heim­in­um,“ segir um þetta efni, í drög­unum frá for­sæt­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent