Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“

Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.

sjóvá
Auglýsing

„Við erum á sam­keppn­is­mark­aði eins og aðrir og erum að fara að semja við aðra um þessa vega­að­stoð fyrir okkar við­skipta­vini, tíma­setn­ingin er bara til­falland­i,“ segir Jóhann Þórs­son, mark­aðs­stjóri Sjó­vá, um full­yrð­ingu Félags íslenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) þess efnis að Sjóvá hafi rift samn­ingi um vega­þjón­ustu í hefnd­ar­skyni eftir að félagið gagn­rýndi trygg­inga­fé­lagið fyrir fimm millj­arða króna greiðslur til hlut­hafa.

­Upp­­­sögnin barst í lok októ­ber, fjórum vikum eftir að FÍB birti áskorun til Sjó­vár um að skila ofteknum iðgjöldum til við­­skipta­vina frekar en láta þau renna í vasa hlut­hafa. Jóhann segir að til hafi staðið að segja upp samn­ingi við FÍB áður en félagið gagn­rýndi Sjóvá í fjöl­miðlum í haust en ákveðið hafi verið að fram­lengja samn­ing­inn til að koma í veg fyrir að upp­sögnin liti út eins og hefnd­ar­að­gerð. Það virð­ist hins vegar ekki hafa tekist, að minnsta kosti ekki að mati FÍB.

Hafa ekk­ert út á FÍB að setja

„FÍB gagn­rýnir okkur allt árið, síðan segjum við upp samn­ingi og þá á það að vera í hefnd­ar­skyni. Við höfum ekk­ert út á FÍB að setja þannig, það er gott að ein­hver er að standa vörð um eig­endur bíla á Íslandi. Þetta er alls ekki af því að þau eru að gagn­rýna okk­ur, við fengum aðila sem er, að okkar finn­st, betri í þetta. Tíma­setn­ingin er til­falland­i,“ segir Jóhann. Við­skipta­vinum Sjóvá verður greint frá hver nýi aðil­inn er áður en það verður til­kynnt form­lega en von er á því á næstu vik­um.

Auglýsing

Samn­ingur FÍB við Sjóvá rennur form­lega út í lok febr­ú­ar. „Á sama tíma erum við búin að semja við aðila sem á að taka við þessu. Það er sann­leik­ur­inn í þessu,“ segir Jóhann.

Varð­andi gagn­rýni FÍB um fimm millj­arða króna greiðslur til hlut­hafa segir Jóhann þær eðli­legan hluta af fyr­ir­tækja­rekstri. „Þetta eru fyrst og fremst líf­eyr­is­sjóðir sem eru að fá pen­ing, allir sem fjár­festa í hluta­fé­lögum gera ráð fyrir að fá til baka fyrir fjár­fest­ing­una sína.“

Gagn­rýni FÍB er samt sem áður skilj­an­leg að mati Sjó­vá. „En á sama tíma felldum við niður iðgjöld bif­reiða­trygg­inga 2020 og við end­ur­greiðum við­skipta­vinum okkar sem eru tjón­lausir einu sinni á ári, við erum vissu­lega að borga við­skipta­vinum okkar til baka þegar það er hægt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent