Einungis nokkur hundruð undirskriftir vantar upp á til að undirskriftir á vefsíðunni þjóðareign.is verði 50 þúsund. Á vefsíðunni skora þau sem skrifa nafn sitt á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu væntanlegu makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra og hverjum þeim lögum sem þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs.
„Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í í þjóðaratskvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra,“ segir í textanum með undirskriftasöfnuninni. Aðstandendur vefsíðunnar eru Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason.
Undirskriftasöfnunin er því orðin en sú stærsta í sögunni. Stærsta undirskriftasöfnunin er undirskriftasöfnunin Hjartað í Vatnsmýrinni, vegna Reykjavíkurflugvallar, en tæplega 70 þúsund manns hafa skrifað undir hana.
Kjarninn fjallaði um undirskriftasafnanir á Íslandi í fréttaskýringu í síðasta mánuði. Hana má finna hér.